Stjórn LUF boðar til fundar Alþjóðaráðs LUF þann 27. september 2023 kl. 17:15. Fundurinn mun fara fram Mannréttindahúsi ÖBÍ, að Sigtúni 42. Er þetta fyrsti fundur Alþjóðaráðs og er markmið hans að veita aðildarfélögum LUF innsýn inn í alla alþjóðlega þátttöku og samvinnu LUF, þau tækifæri sem í henni eru fólgin fyrir aðildarfélög auk þess að ræða umgjörð alþjóðlegrar þátttöku ungs fólks á Íslandi. Stefnt er á að hafa fundinn flæðandi og með virkri þátttöku fundargesta. Sérstakur gestur verður Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, utanríkisráðherra.
Í Alþjóðaráði eiga sæti alþjóðafulltrúar/ábyrgðaraðilar alþjóðamála allra aðildarfélaga auk sendinefndar LUF hjá Sameinuðu þjóðunum.
Aðildarfélögum er velkomið að senda tvo fulltrúa á fundinn.
Drög að dagskrá:
  1. Setning
    – Jessý Jónsdóttir oddviti alþjóðaráðs / alþjóðafulltrúi LUF setur fundinn
  2. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra flytur ávarp
  3. Umgjörð alþjóðastarfs LUF
    – Tinna Isebarn, framkvæmdastjóri LUF
  4. Þátttaka ungs fólks á Alþjóðavísu
    4.1. Heimsdagskrá Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir fyrir ungt fólk
    – Vala Karen Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna
    4.2. Landsrýni ungs fólks um heimsmarkmiðin
    – Rebekka Karlsdóttir, ungmennafulltrúi Íslands á sviði sjálfbærrarþróunnar
    4.3. Tækifæri á alþjóðavísu
    – Tinna Isebarn, framkvæmdastjóri LUF
  5. Þátttaka ungs fólks í Evrópu
    – Jessý Jónsdóttir, alþjóðafulltrúi LUF
    5.1. Evrópski ungmennavettvangurinn
    5.2. Evrópuráðið og Evrópusambandið
    5.4. Tækifæri í Evrópu
  6. Þátttaka ungs fólks á Norðurlöndunum
    – Viktor Lorange, formaður Ung norræn og verkefna- og samskiptastjóri LUF
    6.1. Norðurlandaráð ungs fólks
    6.2. NORÐ og önnur norræn samstarfsverkefniverkefni
    6.3. Tækifæri á Norðurlöndunum
  7.  Vinnustofa um hvernig megi efla alþjóðlega þátttöku ungs fólks á Íslandi
  8. Önnur mál