About LUF

This author has not yet filled in any details.
So far LUF has created 90 blog entries.

Skrifstofa LUF flutt að Sigtúni 42

2023-05-12T11:54:10+00:00

Skrifstofa Landssambands ungmennafélaga (LUF) hefur flutt í húsnæði Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) að Sigtún 42, 105 Reykjavík. Húsnæði ÖBÍ hefur nýlega verið tekið í gegn og er aðstaða þar með besta móti. Skrifstofa ÖBÍ er á 2. hæð hússins en á jarðhæð eru réttindamiðuð félög og félagasamtök í hagsmuna- og mannréttindabaráttu. Meðal félaga sem einnig eru í húsinu eru fjölmörg aðildarfélög ÖBÍ ásamt Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og UN Women á Íslandi.

Skrifstofa LUF flutt að Sigtúni 422023-05-12T11:54:10+00:00

Tengslanetaviðburður LUF og LAPAS

2022-11-17T16:51:42+00:00

LUF og LAPAS (Lettnenski þróunarsamvinnuvettvangurinn) standa fyrir tengslanetaviðburði ungs fólks frá Íslandi og Lettlandi. Viðburðurinn verður rafrænn þriðjudaginn 22. nóvember nk. kl. 17 (á íslenskum tíma). Viðburðurinn er hugsaður fyrir ungt fólk sem hefur áhuga á málefnum sjálfbærrar þróunar og vill deila reynslu sinni og læra af reynslu annarra. Í vetur hefur ungt fólk hér á Íslandi og í Lettlandi verið að vinna að ýmsum fjölbreyttum verkefnum sem öll hafa það að markmiði að vekja athygli á málefnum sjálfbærrar þróunar og hverja einstaklinga til að taka virkan þátt í samfélaginu. Á viðburðinum munu þátttakendur deila reynslu af hagsmunastarfi ungs fólks [...]

Tengslanetaviðburður LUF og LAPAS2022-11-17T16:51:42+00:00

LUF auglýsir eftir tilnefningum til Félaga ársins 2022

2022-11-04T11:47:15+00:00

Landssamband ungmennafélaga (LUF) kallar hér með eftir tilnefningum frá aðildarfélögunum til „Félaga ársins 2022“. Þann 5. desember næstkomandi veitir LUF í fimmta sinn félagsmönnum viðurkenningar fyrir óeigingjarnt sjálfboðastarf innan aðildarfélaga LUF. Félagi ársins er hvatningarviðburður þar sem aðildarfélögin fá tækifæri til þess að velja framúrskarandi félaga sem þau vilja umbuna fyrir vel unnin störf. Valnefnd fer yfir tilnefningar og mun sá einstaklingur sem hefur á árinu 2022 tekið óeigingjarna forystu og sýnt alúð í starfi innan ungmennageirans hljóta nafnbótina „Félagi ársins 2022“. Allir sem hljóta tilnefningu taka við viðurkenningu þess efnis og fær Félagi ársins 2022 afhentan verðlaunagrip. Hvert aðildarfélag [...]

LUF auglýsir eftir tilnefningum til Félaga ársins 20222022-11-04T11:47:15+00:00

Óskað eftir framboðum til ungmennafulltrúa Sameinuðu þjóðanna á sviði sjálfbærrar þróunar

2022-11-01T14:56:48+00:00

Landssamband ungmennafélaga (LUF) í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og forsætisráðyneytið óskar hér með eftir framboðum til ungmennafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði sjálfbærrar þróunar (e. United Nations Youth Delegate of Iceland on Sustainable Development). Ungmennafulltrúinn kemur til með að taka þátt í störfum ráðherrafundar Sameiðuðu þjóðanna (e. United Nations High-Level Political Forum (HLPF 2023), sem fram fer í New York 10. – 19. júlí, í umboði ungs fólks á Íslandi. Hvernig býð ég mig fram?  Öll aðildarfélög LUF (með fulla aðild og áheyrnaraðild) geta boðið fram einn fulltrúa. Áhugasamir félagsmenn aðildarfélaga LUF þurfa því að óska [...]

Óskað eftir framboðum til ungmennafulltrúa Sameinuðu þjóðanna á sviði sjálfbærrar þróunar2022-11-01T14:56:48+00:00

Finnur Ricart endurkjörinn ungmennafulltrúi hjá SÞ á sviði loftslagsmála

2022-10-03T15:42:02+00:00

Annar fundur Leiðtogaráðs LUF fór fram í Ingjaldsstofu á Háskólatorgi Háskóla Íslands, fimmtudaginn 29. september sl. Fundurinn var tíðindamikill en þar var annars vegar kosið í stöðu ungmennafulltrúa Íslands hjá SÞ á sviði loftslagsmála og hins vegar í stöðu meðstjórnanda í stjórn LUF. Fundurinn hófst þó á kynningum nýrra aðildarfélaga, sem bæst höfðu í hóp aðildarfélaga frá seinasta fundi Leiðtogaráðs. Þá gerði Tinna Isebarn, framkvæmdastjóri LUF grein fyrir stöðu helstu verkefna framkvæmdaáætlunar stjórnar LUF og Jessý Jónsdóttir, alþjóðafulltrúi LUF, kynnti alþjóðastarf LUF og nýstofnað Alþjóðaráð LUF. Valgerður Eyja Eyþórsdóttir, fulltrúi UngSAFT, ásamt Geir Finnssyni, forseta LUF, og Viktori Inga [...]

Finnur Ricart endurkjörinn ungmennafulltrúi hjá SÞ á sviði loftslagsmála2022-10-03T15:42:02+00:00

Aðildarfélög LUF orðin 40 talsins

2022-09-25T13:36:58+00:00

Á stjórnarfundi LUF, miðvikudaginn 21. september sl., afgreiddi stjórn umsóknir félaganna UngSAFT og Sk8roots um áheyrnaraðild að LUF. Stjórn samþykkti umsóknir beggja félaga um áheyrnaraðild að félaginu einróma. Eru aðildarfélög LUF því alls orðin 40 talsins.   UngSAFT   UngSAFT er ungmennaráð SAFT sem er miðstöð netöryggisfræðslu barna og ungmenna á Íslandi. Ráðið samanstendur af ungmennum á aldrinum 13-18 ára sem koma allstaðar af á landinu. UngSAFT er með tvo staðfundi á ári í Reykjavík en þess á milli eru fundir ráðsins rafrænir. Meðlimir UngSAFT geta fengið tækifæri á að vera fulltrúar á innlendum og erlendum ráðstefnum og vinnuhópum. Ungmennaráð SAFT [...]

Aðildarfélög LUF orðin 40 talsins2022-09-25T13:36:58+00:00

Inga Huld kjörin ungmennafulltrúi hjá SÞ á sviði barna og ungmenna

2022-04-07T13:59:59+00:00

Inga Huld Ármann, fulltrúi SHÍ, var kjörin ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum (SÞ) á sviði barna og ungmenna á fyrsta fundi Leiðtogaráðs Landssambands ungmennafélaga (LUF). Fundurinn fór fram í Hinu húsinu í gær, 6. apríl. Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, fulltrúi UJ, hlaut næst flest atkvæði og mun hún því starfa sem varafulltrúi. Inga Huld Ármann, ungmennafulltrúi Íslands hjá SÞ á sviði barna og ungmenna „Við erum einnig nútíðin“ Inga Huld býr yfir reynslu af réttindabaráttu barna, en hún hefur m.a. setið í ráðgjafahóp umboðsmanns barna þar sem hún kynnist vel helstu áherslum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og öðlaðist þekkingu á málaflokknum í [...]

Inga Huld kjörin ungmennafulltrúi hjá SÞ á sviði barna og ungmenna2022-04-07T13:59:59+00:00

Óskað eftir framboðum til ungmennafulltrúa Íslands hjá SÞ á sviði barna og ungmenna

2022-03-23T19:49:10+00:00

Kjörinn fulltrúi sækir fundi ungmennavettvangs efnahags- og félagamálaráð Sameinuðu þjóðanna ( e. The Economic and Social Council (ECOSOC) Youth Forum). Landssamband ungmennafélaga (LUF), í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og mennta- og barnamálaráðuneytið, óskar hér með eftir framboðum til Ungmennafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði barna og ungmenna.  Ungmennafulltrúinn verður lýðræðislega kjörinn á 1. leiðtogaráðsfundi LUF þann 6. apríl nk. Hann kemur til með að taka þátt í Ungmennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem haldin verður rafrænt dagana 19. og 20. apríl nk., í umboði ungs fólks á Íslandi. Tímasetning fundar ungmennavettvangisns verður auglýst síðar. Hvernig býð ég mig fram?  [...]

Óskað eftir framboðum til ungmennafulltrúa Íslands hjá SÞ á sviði barna og ungmenna2022-03-23T19:49:10+00:00

Ný stjórn kjörin og lagabreytingar samþykktar á sambandsþingi LUF

2022-03-15T12:48:38+00:00

Sambandsþing Landssambands ungmennafélaga (LUF) var haldið í Hinu húsinu laugardaginn 12. mars 2021. Á þinginu vora farið yfir hefðbundin aðalfundarstörf. Var þar m.a. kjörin ný stjórn og samþykktar lagabreytingar sem lúta að því að jafna atkvæðavægi aðildarfélaga að teknu tilliti til fjölda félagsmanna þeirra. Una Hildardóttir stígur til hliðar Á sambandsþinginu bauð Geir Finnsson, fulltrúi Uppreisnar, sig fram sem forseti félagsins og hlaut hann kjör. Hann tekur því við embætti forseta LUF af Unu Hildardóttur, fulltrúa UVG, sem gengt hafði embættinu undanfarin þrjú starfsár. Í framboðsræðu sinni lagði Geir áherslu á að mikilvægt væri að valdefla ungt fólk og ungmennafélög landsins [...]

Ný stjórn kjörin og lagabreytingar samþykktar á sambandsþingi LUF2022-03-15T12:48:38+00:00

Tinna Hallgrímsdóttir Félagi ársins 2021

2021-12-06T11:16:50+00:00

Una Hildardóttir, forseti LUF Þann 5 desember, á Alþjóðlegum degi sjálfboðaliðans veitti Landssamband Ungmennafélaga viðurkenninguna Félagi ársins í fjórða sinn við hátíðlega athöfn í Lestrarsal Safnahússins. Tilgangur viðburðarins er að hvetja ungt fólk í sjálfboðastarfi til dáða enda er starfsemi ungmennageirans að nær öllu leiti drifin áfram af ómetanlegu sjálfboðaliðastarfi öflugra ungmenna. Er tilgangur viðurkenningarinnar ekki síður að kynna ungmennastarfsemi fyrir almenningi með því að varpa ljósi á vel unnin störf innan ungmennafélaga á Íslandi. Í ár voru sex ungmenni heiðruð fyrir vel óeigingjarna vinnu, þau Inga Huld Ármann frá Stúdentaráði Háskóla Íslands, Inger Erla Thomsen, frá Ungum jafnaðarmönnum, Kolbrún Tómasdóttir, [...]

Tinna Hallgrímsdóttir Félagi ársins 20212021-12-06T11:16:50+00:00
Go to Top