About LUF

This author has not yet filled in any details.
So far LUF has created 98 blog entries.

Kjartan og Viktor nýjir ungmennafulltrúar

2024-05-08T14:15:22+00:00

Kosið var í tvær stöður ungmennafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á Leiðtogaráðsfundi Landssambands ungmennafélaga þann 5. Maí síðastliðin. Viktor Pétur Finnsson, tilnefndur af Sambandi ungra Sjálfstæðismanna er nýr ungmennafulltrúi á sviði Loftlagsmála og er Kjartan Ragnarsson, sem tilnefndur var af Q - Félagi hinsegin stúdenta nýr ungmennafulltrúi á sviði Kynjajafnréttis. Eru þeir kjörnir til tveggja ára í samræmi við innleiðingu nýs „junior/senior” kerfis sendinefndar LUF. Óskar stjórn LUF þeim Viktori og Kjartani til hamingju með kjörið. Sendinefnd LUF Kjör ungmennafulltrúa Íslands hjá SÞ á sviði barna og ungmenna skipar sæti í sendinefnd LUF hjá Sameinuðu þjóðunum (e. UN Youth Delegation Programme). [...]

Kjartan og Viktor nýjir ungmennafulltrúar2024-05-08T14:15:22+00:00

Life in plastic, It’s fantastic?

2024-04-22T15:49:39+00:00

Fyrir 26 árum síðan gaf sænska hljómsveitin Aqua út lagið “Barbie Girl” og sungu um stórkostlegt líf í plasti. Síðastliðin ár hefur neysla og framleiðsla á plasti stóraukist og hefur meira en helmingur alls plast í heiminum verið framleitt eftir árið 2005. Ef við fylgjum áframhaldandi þróun verður hlutfall plast í sjónum hærra en hlutfall fiska árið 2050. Í dag 22. Apríl fögnum við Alþjóðlegum degi jarðar en í ár er hann helgaður vitundarvakningu um plast og skaðleg áhrif þess á umhverfið. En er plastlífið virkilega svo frábært? Frá jarðefnaeldsneyti til plasts Þegar talað er um plastmengun koma fyrst upp [...]

Life in plastic, It’s fantastic?2024-04-22T15:49:39+00:00

LUF óskar eftir framboðum úr leiðtogaráði í stjórn Leiðtogaskóla Íslands

2024-04-30T20:01:09+00:00

Stjórn Landssambands ungmennafélaga óskar eftir framboðum úr leiðtogaráði LUF til setu í stjórn Leiðtogaskóla Íslands (LSÍ) starfsárið 2024-2025. Stjórn LSÍ samanstendur af fimm einstaklingum; Rektori LSÍ (fyrrverandi forseta LUF), framkvæmdastjóra LUF, yfirþjálfara þjálfarateymis LUF, stjórn LUF skipar einn á 1. stjórnarfundi og leiðtogaráð LUF skipar einn á 1. leiðtogaráðsfundi. Starfstímabil stjórnar LSÍ er eitt ár sem hefst frá 1. leiðtogaráðsfundi LUF. Hlutverk stjórnar LSÍ er að: Tryggja að skólinn starfi í samræmi við lög, stefnu, framkvæmdaáætlun og siðareglur LUF. Tryggja að reglulegt gæðamat fari fram, einkum innleiðing á hæfnislíkani (e. Competence model for trainers) Evrópusambandsins sem þróað var samhliða Evrópsku [...]

LUF óskar eftir framboðum úr leiðtogaráði í stjórn Leiðtogaskóla Íslands2024-04-30T20:01:09+00:00

LUF óskar eftir tilnefningum til ungmennafulltrúa Íslands hjá SÞ á sviði loftslagsmála

2024-04-30T20:02:44+00:00

Landssamband ungmennafélaga (LUF) í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir eftir framboðum ungmenna á aldrinum 18-25 ára til að gegna stöðu ungmennafulltrúa Íslands gagnvart Sameinuðu þjóðunum á sviði loftslagsmála (e. United Nations Youth Delegate of Iceland on Climate Change) í umboði íslenskra ungmenna. Fulltrúinn kemur til með að sækja 28. loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP29, sem fer fram í Baku í nóvember 2024. Ungmennafulltrúar Sameinuðu þjóðanna Sendinefnin er samstarfsverkefni LUF og Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi sem vinna að aukinni þátttöku Ungmennafulltrúa Íslands á viðburðum Sameinuðu þjóðanna (e. UN Youth Delegation Programme). Ungmennafulltrúar eru lýðræðislega kjörnir af [...]

LUF óskar eftir tilnefningum til ungmennafulltrúa Íslands hjá SÞ á sviði loftslagsmála2024-04-30T20:02:44+00:00

LUF óskar eftir tilnefningum til ungmennafulltrúa Íslands hjá SÞ á sviði kynjajafnréttis

2024-04-30T20:03:22+00:00

Landssamband ungmennafélaga (LUF) í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og forsætisráðuneytið auglýsir eftir framboðum ungmenna á aldrinum 18-25 ára til að gegna stöðu ungmennafulltrúa Íslands gagnvart Sameinuðu þjóðunum á sviði kynjajafnréttis (e. United Nations Youth Delegate of Iceland on Gender Equality) í umboði íslenskra ungmenna. Fulltrúinn kemur til með að sitja í stýrihóp forsætisráðuneytisins um kynslóð jafnréttis og sækja viðburð á vegum The Commission on the Status of Women (CSW). Ungmennafulltrúar Sameinuðu þjóðanna Sendinefnin er samstarfsverkefni LUF og Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi sem vinna að aukinni þátttöku Ungmennafulltrúa Íslands á viðburðum Sameinuðu þjóðanna (e. UN Youth Delegation Programme). [...]

LUF óskar eftir tilnefningum til ungmennafulltrúa Íslands hjá SÞ á sviði kynjajafnréttis2024-04-30T20:03:22+00:00

LUF auglýsir eftir verkefnastjóra

2024-04-05T14:23:42+00:00

Landssamband ungmennafélaga (LUF) auglýsir laust til umsóknar starf verkefnastjóra til að sjá um upplýsingamiðlun og stýra helstu verkefnum félagsins. LUF er regnhlífasamtök frjálsra félagasamtaka ungs fólks á Íslandi og þeim tilheyra 43 aðildarfélög. LUF er þverpólitískur samstarfs- og samráðsvettvangur, málsvari ungs fólks gagnvart íslenskum stjórnvöldum og talar fyrir hagsmunum ungra Íslendinga á alþjóðavettvangi. Helstu verkefni og ábyrgð Umsjón með helstu verkefnum LUF, t.d. lýðræðisverkefnum, leiðtogafræðslu og alþjóðastarfi Utanumhald upplýsingamiðlunar félagsins, t.d. vefsíðu og samfélagsmiðlum Skipulagning viðburða á vegum félagsins Aðstoð við rannsóknir, fjármögnun, stefnumótun, málefnastarf, skýrslu- og greinaskrif Tilfallandi verkefni Menntunar- og hæfniskröfur Brennandi áhugi á málefnum ungs fólks Reynsla [...]

LUF auglýsir eftir verkefnastjóra2024-04-05T14:23:42+00:00

Birta B. Kjerúlf sótti Kvennanefndarfund Sameinuðu þjóðanna í New York

2024-03-22T13:21:51+00:00

Í síðustu viku fór Birta B. Kjerúlf, ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði kynjajafnréttis, til New York og sótti árlegan Kvennanefndarfund Sameinuðu þjóðanna (CSW68). Er það í annað sinn sem Ísland sendir ungmennafulltrúa í persónu á fundinn og því ber að fagna. Meginþema fundarins í ár var að flýta fyrir jafnrétti kynjanna og valdeflingu allra kvenna og stúlkna með því að takast á við fátækt, efla stofnanir og auka fjármögnun með hliðsjón af kynjasjónarmiðum. Fundinum lýkur opinberlega ní dag, 22. mars 2024, en í vikunni stóðu yfir samningaviðræður um lokaútgáfu stefnuskjals ráðstefnunnar, sem leggur línurnar fyrir stjórnvöld víða um [...]

Birta B. Kjerúlf sótti Kvennanefndarfund Sameinuðu þjóðanna í New York2024-03-22T13:21:51+00:00

20. Sambandsþing LUF haldið í Hörpu

2024-03-25T15:18:07+00:00

Sylvía Martinsdóttir, fulltrúi Ungra athafnakvenna er nýrkjörin Forseti LUF,en hún hafði betur í kosningu gegn Jessý Jónsdóttur fulltrúa SHÍ. 20. Sambandsþing Landssambands Ungmennafélaga (LUF) fór fram með hátíðlegum hætti í Norðurljósasal Hörpu þann 24. Febrúar.  Yfirskrift þingsins var Völd óskast og  var þingið samtvinnað erindum og málefnastarfi með áherslu á lýðræðisþátttöku og hagsmuni ungs fólks í tilefni af 20 ára afmæli sambandsins. Kusu fulltrúar aðildarfélaga nýja stjórn og var Sylvía Martinsdóttir kjörin forseti. Sagði Sylvía meðal annars í framboðsræðu sinni að „Ungt fólk hef­ur verið þaggað niður og þeir sem eldri eru fara með völd­in - okk­ar kyn­slóð hef­ur setið [...]

20. Sambandsþing LUF haldið í Hörpu2024-03-25T15:18:07+00:00

Skrifstofa LUF flutt að Sigtúni 42

2023-05-12T11:54:10+00:00

Skrifstofa Landssambands ungmennafélaga (LUF) hefur flutt í húsnæði Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) að Sigtún 42, 105 Reykjavík. Húsnæði ÖBÍ hefur nýlega verið tekið í gegn og er aðstaða þar með besta móti. Skrifstofa ÖBÍ er á 2. hæð hússins en á jarðhæð eru réttindamiðuð félög og félagasamtök í hagsmuna- og mannréttindabaráttu. Meðal félaga sem einnig eru í húsinu eru fjölmörg aðildarfélög ÖBÍ ásamt Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og UN Women á Íslandi.

Skrifstofa LUF flutt að Sigtúni 422023-05-12T11:54:10+00:00

Tengslanetaviðburður LUF og LAPAS

2022-11-17T16:51:42+00:00

LUF og LAPAS (Lettnenski þróunarsamvinnuvettvangurinn) standa fyrir tengslanetaviðburði ungs fólks frá Íslandi og Lettlandi. Viðburðurinn verður rafrænn þriðjudaginn 22. nóvember nk. kl. 17 (á íslenskum tíma). Viðburðurinn er hugsaður fyrir ungt fólk sem hefur áhuga á málefnum sjálfbærrar þróunar og vill deila reynslu sinni og læra af reynslu annarra. Í vetur hefur ungt fólk hér á Íslandi og í Lettlandi verið að vinna að ýmsum fjölbreyttum verkefnum sem öll hafa það að markmiði að vekja athygli á málefnum sjálfbærrar þróunar og hverja einstaklinga til að taka virkan þátt í samfélaginu. Á viðburðinum munu þátttakendur deila reynslu af hagsmunastarfi ungs fólks [...]

Tengslanetaviðburður LUF og LAPAS2022-11-17T16:51:42+00:00
Go to Top