LUF

About LUF

This author has not yet filled in any details.
So far LUF has created 26 blog entries.

Fjarfundur Leiðtogaráðs LUF

2020-05-26T10:08:13+00:00

Stjórn LUF boðar til fjarfundar með nýju Leiðtogaráði LUF vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem nú ríkja í samfélaginu. Fundurinn fer fram í gegnum ZOOM fimmtudaginn nk. klukkan 17:15-18:30. Dagskrá fundarins: 1) Staða aðildarfélaga LUF 2) Viðbrögð LUF við breyttum samfélagsaðstæðum Leiðtogar geta nálgast frekari upplýsingar um Leiðtogaráð LUF inni á Facebook hóp Leiðtogaráðs LUF. Við hvetjum leiðtoga aðildarfélaga LUF til að taka þátt og deila reynslu þeirra félaga af aðstæðum. Hlökkum til að sjá sem flesta, stjórn og starfsmenn

Fjarfundur Leiðtogaráðs LUF 2020-05-26T10:08:13+00:00

Staða félaga í samkomubanni: Könnun

2020-04-08T13:01:48+00:00

LUF vill gjarnan ná utan um áhrifin sem breyttar samfélagsaðstæður hafa á starf ungmennafélaga. Ef félög þurfa á einhvers konar stuðning að halda vegna aðstæðna vill LUF bregðast við. Auk þess vill LUF varpa ljósi á sniðug verkefni sem henta ungmennafélögum í ástandinu. Þess vegna biðjum við félög að fylla út eftirfarandi könnun (smellið á mynd): Ef þið vinnið að spennandi verkefnum eða óskið eftir stuðning LUF endilega hafið samband á youth@youth.is .

Staða félaga í samkomubanni: Könnun 2020-04-08T13:01:48+00:00

Verkfærakista ungmennafélaga

2020-04-03T16:25:50+00:00

Landssamband ungmennafélaga kynnir með stolti Verkfærakistu ungmennafélaga. Verkfærin í kistunni fjalla um ýmsa anga í rekstri félagasamtaka, um lög þeirra, rekstur, fundahald og margt fleira. Markmiðið með verkefninu er að valdefla ungmennafélög, styðja við innra starf þeirra og safna saman öllum þeim upplýsingum sem eru hjálplegar fyrir starf þeirra. Á þessum óljósu tímum getur skapast rými fyrir ungmennafélög að einbeita sér að sínu innra starfi. Verkfærakistan er unnin með þarfir aðildarfélaga LUF í huga og verður uppfærð reglulega þannig að efni hennar endurspegli þarfir félagasamtaka hverju sinni. Verkfærakistan er enn í vinnslu og fleiri verkfæri á leiðinni. Auk þess viljum við hvetja aðildarfélög [...]

Verkfærakista ungmennafélaga 2020-04-03T16:25:50+00:00

Fulltrúaráð breytist í leiðtogaráð

2020-03-23T15:23:49+00:00

Á sambandsþingi LUF sem fram fór 29. febrúar sl. voru samþykktar breytingar á fulltrúaráði félagsins sem breyttist í leiðtogaráð LUF. Von LUF er að auka vægi ráðsins þar sem fulltrúar þess hafi skýrt umboð frá stjórn síns aðildarfélags og hafa umboð til að taka mikilvægar ákvarðanir. Leiðtogaráð mun skipa stjórnarformenn allra aðildarfélaga LUF. Fráfarandi stjórn LUF taldi þessar breytingar geta eflt enn frekar eflt tengsl LUF og aðildarfélaga þess. Markmiðið er ekki síst að skapa ráðgefandi vettvang ungra leiðtoga gagnvart stjórnvöldum, vegna aukinnar áherslu stjórnvalda á virkt samráð við ungt fólk. Með breytingunum er leitast við að tryggja breytt umboð [...]

Fulltrúaráð breytist í leiðtogaráð 2020-03-23T15:23:49+00:00

Ungmennafulltrúi Íslands hjá SÞ á sviði sjálfbærrar þróunar kjörinn

2020-03-03T15:46:59+00:00

Tinna Hallgrímsdóttir var kjörin ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði sjálfbærrar þórunar á sambandsþingi Landssambands ungmennafélaga (LUF), sem fram fór í Hinu húsinu laugardaginn 29. febrúar sl.  Alls voru 4 fulltrúar aðildarfélaga LUF í framboði á fundinum. Tinna, fulltrúi Ungra umhverfissinna (UU), hlaut kjör með meirihluta atkvæða, en kosið var í tveimur umferðum. Karen Björk Eyþórsdóttir, fulltrúi UAK, hlaut næst flest atkvæði og er því varafulltrúi. Karen Björk, varafulltrúi, og Tinna, ungmennafulltrúi Íslands. „virkja og fræða ungt fólk“ Tinna er bæði með reynslu af réttindabaráttu sem tengist sjálfbærri þróun og fræðilegan bakgrunn. Hún er meistaranemi í umhverfis- og [...]

Ungmennafulltrúi Íslands hjá SÞ á sviði sjálfbærrar þróunar kjörinn 2020-03-03T15:46:59+00:00

Una endurkjörin forseti LUF

2020-03-03T11:43:17+00:00

Síðastliðinn laugardag,  29. febrúar, fór fram sambandsþing Landssambands ungmennafélaga (LUF) í Hinu húsinu þar sem fulltrúar þingsins kusu sér nýja stjórn og ungmennafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Una Hildardóttir, fulltrúi Ungra Vinstri grænna var endurkjörin forseti LUF,  hún er að hefja fjórða kjörtímabilið sitt í stjórn félagsins. Geir Finnsson fulltrúi Uppreisnar – Ungliðahreyfingu Viðreisnar var endurkjörinn varaforseti, Ásdís Nína Magnúsdóttir, fulltrúi Ungra umhverfissinna var kjörin gjaldkeri, Rut Einarsdóttir fulltrúi Sambands íslenskra námsmanna erlendis, var endurkjörin ritari og Sara Þöll Finnbogadóttir fulltrúi Samband íslenskra framhaldskólanema var endurkjörin alþjóðafulltrúi félagsins. Kosnir voru tveir meðstjórnendur en alls bárust þrjú framboð, kjörnar voru þær Tanja [...]

Una endurkjörin forseti LUF 2020-03-03T11:43:17+00:00

Aðalbjörg Félagi ársins 2019

2020-02-28T15:28:30+00:00

Uppskeruhátíð og tengslaviðburðuinn „Félagi ársins” fór fram í gær, fimmtudaginn 27. febrúar, á Loft hostel í Reykjavík. „Félagi ársins“ er viðurkenning fyrir sjálfboðastarf innan aðildarfélaga LUF og er heiðraður fyrir að hafa tekið óeigingjarna forystu og sýnt alúð í starfi í þágu ungs fólks á árinu. Hvert aðildarfélag gat tilnefnt einn framúrskarandi félagsmann til Félaga ársins 2019. Framúrskarandi árið 2019 Þeir sem tilnefndir voru: Gunnar Ásgrímsson, tilnefndur af Ungum framsóknarmönnum,  Svava Arnardóttir, tilnefnd af JCI á Íslandi,  Jóna Björg Hlöðversdóttir, tilnefnd af Samtökum ungra bænda  Aðalbjörg Egilsdóttir, tilnefnd af Stúdentaráði Háskóla Íslands. Í dómnefnd sátu þau Una Hildardóttir, formaður LUF, Tinna [...]

Aðalbjörg Félagi ársins 2019 2020-02-28T15:28:30+00:00

Nágrannaþjóðir funduðu um framtíð hafsins

2020-02-27T14:17:24+00:00

Ungmennaráðstefnan Hafið fór fram föstudaginn síðastliðin þar sem ungmenni frá Íslandi, Færeyjum, Grænlandi og Noregi komu saman í Norræna húsinu í Reykjavík. Rúmlega 30 ungmenni tóku þátt í vinnustofu þar sem þau ræddu kröfur sínar og hugmyndir um varðveislu líffræðilegs fjölbreytileika og vistkerfa heimsins. Markmiðið er að koma röddum þeirra á framfæri í setningu nýrra alþjóðamarkmiða innan Sameinu Þjóðanna sem samþykkt verða í október árið 2020.  NORA samstarfið stykti ráðstefnuna. Ferðavenjur eyjaskeggja Ólík sjónarhorn komu af stað áhugaverðum umræðum. Við heyrðum meðal annars um sjaldgæfar fuglategundir í Færeyjum í útrýmingarhættu og um útrýmingu mannsins á kaldkóralrif sem eitt sinn voru algeng [...]

Nágrannaþjóðir funduðu um framtíð hafsins 2020-02-27T14:17:24+00:00

Skráning raunverulegra eiganda félagasamtaka

2020-02-24T16:02:50+00:00

Tilkynning til aðildarfélaga: Fyrir 1. mars 2020 þurfa öll félagasamtök að skrá „raunverulega eigendur" á vefsíðu Skattsins. Við ráðleggjum félögum eindregið að klára skráningu fyrir mánaðamót. Endurskoðendur og bókarar félaga hafa leyfi til að aðstoða félög við skráningu fram að mánaðamótum með fagaðilalykli en eftir 1. mars verður lokað fyrir aðgang fagaðila að skráningunni. Ef ekki verður búið að skrá fyrir mánaðamót verður væntanlega boðuð fjársekt á félagið og því gefið fyrirvari til að ljúka skráningu. Hvernig? Raunverulegir eigendur félagasamtaka eru skilgreindir þeir sem stjórna félaginu og taka ákvarðanir um fjárhag þess. Yfirleitt er nóg að setja stjórnarformann og gjaldkera sem raunverulega eigendur en [...]

Skráning raunverulegra eiganda félagasamtaka 2020-02-24T16:02:50+00:00

Pallborðsumræður um líffræðilega fjölbreytni

2020-02-18T15:44:30+00:00

Þér er boðið í opið samtal við vest-norræn ungmenni um framtíðina, föstudaginn 21. febrúar klukkan 15:00 í Norræna húsinu í Reykjavík. Viðburðurinn fer fram á ensku. Pallborðsumræðurnar eru liður í NORA vinnustofunni: Líffræðilegur fjölbreytileiki fyrir „nýjan alþjóðasamning." Dagskráin byrjar með skandinavískum vísum í flutningi sveitarinnar Vísur og skvísur. Unga fólkið tekur svo við og kynnir afrakstur NORA vinnustofunnar. Í kjölfarið byrja pallborðsumræður um líffræðilegan fjölbreytileika. í pallborði verða: Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Umhverfis- og auðlindaráðherra Hafdís Hanna Ægisdóttir, plöntuvistfræðingur og forstöðumaður Landgræðsluskólans Elva Hrönn Hjartardóttir, ungmennafulltrúi Norðurlanda á sviði líffræðilegrar fjölbreytni og Pétur Halldórsson, formaður Ungra umhverfissinna. Umræðunum verður streymt í beinni útsendingu [...]

Pallborðsumræður um líffræðilega fjölbreytni 2020-02-18T15:44:30+00:00