LUF

About LUF

This author has not yet filled in any details.
So far LUF has created 42 blog entries.

LUF tekur þátt í jafnréttisráðstefnu UN Women

2020-09-15T15:43:34+00:00

Ungmennaráðstefna í tilefni af átaksins Kynslóð jafnréttis (e. Generation Equality Forum) fer fram á vefnum næstkomandi fimmtudag 17. september klukkan 13:00 - 15:00 á íslenskum tíma.  Átakið er á vegum stofnunar Sameinuðu Þjóðanna (SÞ) um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna, UN Women. Ester Hallsdóttir Ungmennafulltrúi Íslands á sviði mannréttinda kemur til með að sækja fundinn í umboði ungs fólks á Íslandi. LUF hvetur félagsmenn eindregið til að skrá sig til þátttöku á vefsíðu viðburðarins. Ísland í forystu gegn kynbundu ofbeldi Ísland er meðal forysturíkja í aðgerðarbandalagi um kynbundið ofbeldi í verkefni UN Women, Kynslóð jafnréttis. Um er að ræða stærsta verkefni [...]

LUF tekur þátt í jafnréttisráðstefnu UN Women 2020-09-15T15:43:34+00:00

JCI leitar að framúrskarandi ungum Íslendingum

2020-09-10T12:22:11+00:00

„Þú veist eflaust um ungan Íslending sem á skilið viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur. Vilt þú tilnefna þennan einstakling til verðlauna?“ Segir í fréttatilkynningu JCI á Ísland. JCI, sem er eitt aðildarfélaga LUF, óskar eftir tilnefningum til verðlaunanna: „Framúrskarandi ungur Íslendingur“ árið 2020. Verðlaunin eru veitt einstaklingum sem hafa tekist á við krefjandi og athyglisverð verkefni og hafa náð góðum árangri. Markmið verðlaunanna eru að veita ungu fólki hvatningu til frekari dáða og vekja athygli á verkum þeirra. Tilnefnt í tíu flokkum Skilyrði fyrir tilnefningu er að viðkomandi einstaklingar hafi með sýnilegum hætti skarað fram úr, verið góðar fyrirmyndir og gefið [...]

JCI leitar að framúrskarandi ungum Íslendingum 2020-09-10T12:22:11+00:00

Opið er fyrir umsóknir í Leiðtogaskóla Íslands 2020

2020-09-10T14:10:35+00:00

Leiðtogaskóli Íslands (LSÍ) þjálfar persónulega hæfni, eflir tengslanet, deilir reynslu og eykur leiðtogahæfni. Námskeið skólans veita aukna hagnýta þekkingu, verkfæri sem nýtast almennu starfi ungmennafélaga og nýtast í hagsmuna- og réttindabaráttu ungs fólks.  Leiðtogaskólinn 2020 fer fram helgarnar 10. – 11. & 24. – 25. október í Hinu húsinu. Vakin er athygli á að stjórn LSÍ áskilur sér rétt til breytinga. Fyrir hverja? Skólinn er sameiginlegur vettvangur aðildarfélaga LUF. Hann er ætlaður fólki á aldrinum 16-35 ára sem situr í stjórnum ungmennafélaga, sjálfboðaliða og almenna félagsmenn aðildarfélaganna sem vilja láta til sín taka í þágu samfélagsins. Þátttaka [...]

Opið er fyrir umsóknir í Leiðtogaskóla Íslands 2020 2020-09-10T14:10:35+00:00

Taktu þátt í ungmennaþingi Sameinuðu þjóðanna

2020-09-08T15:39:54+00:00

Ungmennaþing í tilefni 75 ára afmælis Sameinuðu þjóðanna (e. UN75 Virtual Youth Plenary) fer fram í gegnum netið, 9. september, frá kl. 14:00 - 17:00 á íslenskum tíma. Þetta er einstakt tækifæri fyrir ungt fólk til að taka þátt í starfi Sameinuðu Þjóðanna (SÞ) og koma sjónarmiðum sínum á framfæri á alþjóðlegum vettvangi. LUF hvetur félagsmenn aðildafélaga sinna eindregið til þátttöku. Markmið þingsins Þingið er vettvangur fyrir ungt fólk til að móta hugmyndir að lausnum við framkvæmd á Heimsmarkmiðunum. Þingið er framlag SÞ til að koma sjónarmiðum ungs fólks á framfæri í mótun verkefnisins: Áratugur aðgerða (e. Decade of Actions.) [...]

Taktu þátt í ungmennaþingi Sameinuðu þjóðanna 2020-09-08T15:39:54+00:00

Ungmennafulltrúi Íslands hjá SÞ á sviði barna og ungmenna kjörinn

2020-09-03T23:02:11+00:00

Jökull Ingi Þorvaldsson var kjörinn ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum (SÞ) á sviði barna og ungmenna á 2. leiðtogaráðsfundi Landssambands ungmennafélaga (LUF), sem fram fór í Hinu húsinu fyrr í dag, 3. september. Magnea Gná Jóhannsdóttir, fulltrúi SUF, hlaut næst flest atkvæði og er því varafulltrúi. „Ekkert er börnum óviðkomandi“ Jökull Ingi býr yfir reynslu af réttindabaráttu barna, sér í lagi í starfi sínu sem formaður ungmennaráðs UNICEF. Þar vakti hann m.a. athygli á stöðu fylgdarlausra barna og fátækt á átaksvæðum.. Hann sat einnig í ritstjórn Umbi - barnaskýrslu til barnaréttindanefndar SÞ þar sem fjallað er um ýmis málefni út frá [...]

Ungmennafulltrúi Íslands hjá SÞ á sviði barna og ungmenna kjörinn 2020-09-03T23:02:11+00:00

Ungir fjárfestar undir regnhlíf LUF

2020-08-19T11:44:57+00:00

Efla fræðslu ungs fólks á sviði fjármála, fjárfestinga, sparnaðar og verðbréfamarkaði.  Ungir fjárfestar undir regnhlíf LUF Á stjórnarfundi 18. ágúst 2020 samþykkti stjórn LUF umsókn Ungra fjárfesta um aðild að sambandinu. Þeir hljóta hér með áherynraraðild, umsókn um fulla aðild fer fyrir sambandsþing LUF 2021. Tilgangur Ungra fjárfesta er að skapa vettvang fyrir faglega umræðu og tengsl milli félagsmanna. Félagið vinnur að því að vekja áhuga ungs fólks á fjármálum, fjárfestingum, sparnaði og verðbréfamarkaði. Ungir fjárfestar vinna að markmiðum sínum með reglulegum umræðu- og fræðslufundum og hafa einnig fræðsluefni á heimasíðu sinni. Félagið er ætlað ungu fólki á aldrinum 18-35 [...]

Ungir fjárfestar undir regnhlíf LUF 2020-08-19T11:44:57+00:00

Ungheill undir regnhlíf LUF

2020-08-19T09:38:57+00:00

„Hlutverk ungmennaráðsins er að hvetja ungt fólk til þátttöku, hafa áhrif á sitt samfélag og berjast fyrir mannréttindum barna.“  Hluti af stjórn Ungheilla. Á stjórnarfundi 18. ágúst 2020 samþykkti stjórn LUF umsókn Ungheilla - Ungmennráðs Barnaheilla um áheyrnaraðild að sambandinu.  Markmið Ungheilla er að vekja athygli á réttindum bara og og berjast fyrir réttindum þeirra jafnt á Íslandi sem erlendis. Þau horfa á heiminn frá sjónarhorni barna og ungmenna - og eru stolt af því. Ráðið vinnur að því að endurspegla sem flesta hópa samfélagsins og þeirra skoðanir og er fyrir fólk á aldrinum 13-25 ára. Hægt er [...]

Ungheill undir regnhlíf LUF 2020-08-19T09:38:57+00:00

Óskað eftir framboðum til ungmennafulltrúa Íslands hjá SÞ á sviði barna og ungmenna.

2020-08-14T13:28:18+00:00

Kjörinn fulltrúi sækir fund ungmennavettvangs efnahags- og félagamálaráð Sameinuðu þjóðanna ( e. The Economic and Social Council (ECOSOC) Youth Forum). Landssamband ungmennafélaga (LUF), í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og félagsmálaráðuneytið, óskar hér með eftir framboðum til Ungmennafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði barna og ungmenna.  Ungmennafulltrúinn verður lýðræðislega kjörinn á 2. leiðtogaráðsfundi LUF þann 3. september nk. Hann kemur til með að taka þátt á ungmennavettvangi efnahags- og félagsmálaráðs Sameinuðu þjóðanna, í umboði ungs fólks á Íslandi. Tímasetning fundar ungmennavettvangisns verður auglýst síðar. Hvernig býð ég mig fram?  Öll aðildarfélög LUF (með fulla aðild og áheyrnaraðild) [...]

Óskað eftir framboðum til ungmennafulltrúa Íslands hjá SÞ á sviði barna og ungmenna. 2020-08-14T13:28:18+00:00

Heiða Vigdís ráðin verkefnastjóri LUF

2020-07-24T14:43:47+00:00

Landssamband Ungmennafélaga (LUF) hefur ráðið Heiðu Vigdísi Sigfúsdóttur í starf verkefnastjóra félagsins. Hún var ráðin verkefnastjóri tímabundið hjá félaginu í byrjun árs til að stýra norrænni ráðstefnu og hefur samningur við hana verið framlengdur. Heiða Vigdís er með BA gráðu í hagfræði með sagnfræði sem aukafag frá Háskóla Íslands (2017)  og er að hefja meistaranám í ritlist við sama skóla. Hún býr yfir víðtækri reynslu af starfi félagasamtaka, en Heiða gegndi embætti gjaldkera LUF árið 2015-2016, gjaldkera Alþjóðlegra ungmennaskipta (AUS), árið 2014-2015 og formans AUS, árið 2015-2016. Auk þess hefur hún tekið þátt í starfi ýmissa félagasamtaka á alþjóðavísu.  Heiða Vigdís [...]

Heiða Vigdís ráðin verkefnastjóri LUF 2020-07-24T14:43:47+00:00

Unghugar Hugarafls undir regnhlíf LUF

2020-07-27T13:18:33+00:00

Á stjórnarfundi 22. júlí 2020 samþykkti stjórn LUF umsókn Unghuga Hugarafls um áheyrnaraðild að sambandinu. Unghugar vinna í þágu ungs fólks með persónulega reynslu af andlegum áskorunum. Stefna Unghuga er að efla fyrirmyndir fyrir aðra í sjálfsvinnu, styðja félagsmenn í bataferli og vinna að valdeflingu ungs fólks með persónulega reynslu af andlegum áskorunum. Með því móti vinna Unghugar að markmiði sínu sem er að hafa jákvæð áhrif á íslenskt geðheilbrigðiskerfi. Stuðla að heilsu og vellíðan Stjórn LUF telur tilgang og markmið Unghuga samræmast stefnu LUF um heilsu og vellíðan. Þar segir: „LUF telur að bregðast þurfi við því [...]

Unghugar Hugarafls undir regnhlíf LUF 2020-07-27T13:18:33+00:00