LUF

About LUF

This author has not yet filled in any details.
So far LUF has created 31 blog entries.

Ný alþjóðanefnd og stefnumótun hafin

2020-07-03T13:36:56+00:00

Nýstofnað Leiðtogaráð LUF kom saman á fyrsta fundi ráðsins í Hinu húsinu í gær. Á fundinum kynntu leiðtogarnir sín félög og þau spennandi verkefni sem eru framundan. Auk þess voru framkvæmdar- og fjárhagsáætlun LUF fyrir 2020-2021 samþykkt og alþjóðanefnd var skipuð. Eftir hefðbundin fundarhöld hófst stefnumótunarvinna sem mun halda áfram yfir stjórnarárið. Alþjóðanefnd Kosið var í Alþjóðanefnd LUF sem kemur til með að vinna náið með alþjóðafulltrúa stjórnar, Söru Þöll, ásamt ungmennafulltrúum Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Stjórn LUF býður nýja Alþjóðanefnd velkomna til starfa, hana skipa: Guðmundur Sigurður Stefánsson fulltrúi AUS, Nikólína Hildur Sveinsdóttir fulltrúi UJ, Þorgerður M. Þorbjarnardóttir fulltrúi [...]

Ný alþjóðanefnd og stefnumótun hafin 2020-07-03T13:36:56+00:00

Nýir starfsnemar hjá LUF í sumar

2020-06-30T11:47:29+00:00

LUF býður starfsnemana, þá Gísla örn Guðjónsson og Ólafur Daði Birgisson, velkomna til starfa. Þeir voru ráðnir í sumarstarf í kjölfar úthlutun LUF úr Nýsköpunarsjóði námsmanna fyrir verkefninu: Greining á rekstrarstöðu ungmennafélaga á Íslandi. Starfsnemarnir hafa þegar hafið rannsóknina og munu koma til með að vera í samskiptum við aðildarfélög LUF í sumar. Við óskum því eftir áframhaldandi góðu samstarfi við aðildarfélögin í sumar og vonum að forsvarmenn þeirra geti veitt þeim Gísla og Ólafi þær upplýsingar sem þeir þurfa til að vinna verkefnið af hendi. Markmið þeirra er að safna gögnum sem gefa raunverulega mynd af rekstrarstöðu og rekstrarumhverfi ungmennafélaga [...]

Nýir starfsnemar hjá LUF í sumar 2020-06-30T11:47:29+00:00

Vinnustofa fyrir ungt fólk á Norðurlöndunum

2020-07-06T11:46:21+00:00

Ný Norræn styrkjaáætlun NUBF býður ungmennum í vinnustofu í Danmörku Norræn ungmenni í sjálfbærum samfélögum, NUBF, er samstarfsverkefni milli landssambanda ungmennafélaga á Norðurlöndunum og Mennta- og banramálaráðuneyti Danmerkur.  Markmið NUBF er að efla tengslanet ungs fólks á Norðurlöndunum með styrkjum fyrir samstarfsverkefnum ungs fólks á svæðinu. Bæði ungmennafélög og óformlegir hópar ungs fólks geta sótt um styrk fyrir verkefni ef skipuleggjendur þess eru frá tveim Norðurlöndum eða fleirum.  Auk þess mun NUBF styðja við starfið með árlegri þjálfun fyrir ungt fólk þar sem þátttakendur fá tækifæri til að kynnast nágrönnum sínum á Norðurlöndunum og geta fengið aðstoð við umsóknarferlið!  Hægt er [...]

Vinnustofa fyrir ungt fólk á Norðurlöndunum 2020-07-06T11:46:21+00:00

LUF leitar að starfsnemum

2020-06-12T13:38:58+00:00

Athuga: Framlengdur umsóknafrestur Í gær hlaut LUF úthlutun úr Nýsköpunarsjóði námsmanna fyrir greiningu á rekstrarumhverfi ungmennafélaga á Íslandi. LUF auglýsir því eftir tveimur starfsnemum til að sinna rannsókninni. Umsóknarfrestur er til og með 15. júní. Nánar um rannsóknina: Greining á rekstrarumhverfi ungmennafélaga á Íslandi LUF hlaut styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna fyrir verkefninu. Markmiðið er að vinna greinagóða skýrslu um rekstrarumhverfi ungmennafélag á Íslandi. Sótt var um verkefnið að beiðni aðildarfélaga LUF vegna hve mörg þeirra stríða við mannauðs- og fjárhagsskort. Verkefnið samanstendur af tvíhliða greiningu, annars vegar á fjárhag grunneininganna, þ.e. áskoranir og þarfir félaganna sjálfra og hins vegar á málaflokknum [...]

LUF leitar að starfsnemum 2020-06-12T13:38:58+00:00

Ungvarpið – Hlaðvarp ungmennafélaga

2020-05-30T11:22:09+00:00

Nýtt hlaðvarp LUF þar sem rætt er við ungt fólk á Íslandi um allt mögulegt, umhverfismál, stjórnmál, fjölmenningu og margt fleira. 1. þáttur: Ungt fólk í sveitastjórn Í fyrsta þætti var rætt við ungt fólk í sveitastjórnum þau Bjart Aðalbjörnsson, oddvita Samfylkingarinnar á Vopnafirði og Helgu Dís Jakobsdóttur, oddvita Raddar unga fólksins í Grindavík. Helga Dís og Bjartur Helga Dís og Bjartur segja frá sinni reynslu í sveitastjórn af sitthvoru horni landsins en þau hlutu bæði kjör í  árið 2018. Þá varð Bjartur yngsti kjörni oddviti landsins, 24 ára gamall, en hann er jafnframt varaþingmaður [...]

Ungvarpið – Hlaðvarp ungmennafélaga 2020-05-30T11:22:09+00:00

Fjarfundur Leiðtogaráðs LUF

2020-05-26T10:08:13+00:00

Stjórn LUF boðar til fjarfundar með nýju Leiðtogaráði LUF vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem nú ríkja í samfélaginu. Fundurinn fer fram í gegnum ZOOM fimmtudaginn nk. klukkan 17:15-18:30. Dagskrá fundarins: 1) Staða aðildarfélaga LUF 2) Viðbrögð LUF við breyttum samfélagsaðstæðum Leiðtogar geta nálgast frekari upplýsingar um Leiðtogaráð LUF inni á Facebook hóp Leiðtogaráðs LUF. Við hvetjum leiðtoga aðildarfélaga LUF til að taka þátt og deila reynslu þeirra félaga af aðstæðum. Hlökkum til að sjá sem flesta, stjórn og starfsmenn

Fjarfundur Leiðtogaráðs LUF 2020-05-26T10:08:13+00:00

Staða félaga í samkomubanni: Könnun

2020-04-08T13:01:48+00:00

LUF vill gjarnan ná utan um áhrifin sem breyttar samfélagsaðstæður hafa á starf ungmennafélaga. Ef félög þurfa á einhvers konar stuðning að halda vegna aðstæðna vill LUF bregðast við. Auk þess vill LUF varpa ljósi á sniðug verkefni sem henta ungmennafélögum í ástandinu. Þess vegna biðjum við félög að fylla út eftirfarandi könnun (smellið á mynd): Ef þið vinnið að spennandi verkefnum eða óskið eftir stuðning LUF endilega hafið samband á youth@youth.is .

Staða félaga í samkomubanni: Könnun 2020-04-08T13:01:48+00:00

Verkfærakista ungmennafélaga

2020-04-03T16:25:50+00:00

Landssamband ungmennafélaga kynnir með stolti Verkfærakistu ungmennafélaga. Verkfærin í kistunni fjalla um ýmsa anga í rekstri félagasamtaka, um lög þeirra, rekstur, fundahald og margt fleira. Markmiðið með verkefninu er að valdefla ungmennafélög, styðja við innra starf þeirra og safna saman öllum þeim upplýsingum sem eru hjálplegar fyrir starf þeirra. Á þessum óljósu tímum getur skapast rými fyrir ungmennafélög að einbeita sér að sínu innra starfi. Verkfærakistan er unnin með þarfir aðildarfélaga LUF í huga og verður uppfærð reglulega þannig að efni hennar endurspegli þarfir félagasamtaka hverju sinni. Verkfærakistan er enn í vinnslu og fleiri verkfæri á leiðinni. Auk þess viljum við hvetja aðildarfélög [...]

Verkfærakista ungmennafélaga 2020-04-03T16:25:50+00:00

Fulltrúaráð breytist í leiðtogaráð

2020-03-23T15:23:49+00:00

Á sambandsþingi LUF sem fram fór 29. febrúar sl. voru samþykktar breytingar á fulltrúaráði félagsins sem breyttist í leiðtogaráð LUF. Von LUF er að auka vægi ráðsins þar sem fulltrúar þess hafi skýrt umboð frá stjórn síns aðildarfélags og hafa umboð til að taka mikilvægar ákvarðanir. Leiðtogaráð mun skipa stjórnarformenn allra aðildarfélaga LUF. Fráfarandi stjórn LUF taldi þessar breytingar geta eflt enn frekar eflt tengsl LUF og aðildarfélaga þess. Markmiðið er ekki síst að skapa ráðgefandi vettvang ungra leiðtoga gagnvart stjórnvöldum, vegna aukinnar áherslu stjórnvalda á virkt samráð við ungt fólk. Með breytingunum er leitast við að tryggja breytt umboð [...]

Fulltrúaráð breytist í leiðtogaráð 2020-03-23T15:23:49+00:00

Ungmennafulltrúi Íslands hjá SÞ á sviði sjálfbærrar þróunar kjörinn

2020-03-03T15:46:59+00:00

Tinna Hallgrímsdóttir var kjörin ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði sjálfbærrar þórunar á sambandsþingi Landssambands ungmennafélaga (LUF), sem fram fór í Hinu húsinu laugardaginn 29. febrúar sl.  Alls voru 4 fulltrúar aðildarfélaga LUF í framboði á fundinum. Tinna, fulltrúi Ungra umhverfissinna (UU), hlaut kjör með meirihluta atkvæða, en kosið var í tveimur umferðum. Karen Björk Eyþórsdóttir, fulltrúi UAK, hlaut næst flest atkvæði og er því varafulltrúi. Karen Björk, varafulltrúi, og Tinna, ungmennafulltrúi Íslands. „virkja og fræða ungt fólk“ Tinna er bæði með reynslu af réttindabaráttu sem tengist sjálfbærri þróun og fræðilegan bakgrunn. Hún er meistaranemi í umhverfis- og [...]

Ungmennafulltrúi Íslands hjá SÞ á sviði sjálfbærrar þróunar kjörinn 2020-03-03T15:46:59+00:00