LUF

About LUF

This author has not yet filled in any details.
So far LUF has created 66 blog entries.

Eva Dröfn kjörin Ungmennafulltrúi Íslands hjá SÞ á sviði kynjajafnréttis

2020-11-05T14:19:55+00:00

Eva Dröfn, ungmennafulltrúi LUF hjá SÞ á sviði kynjajafnréttis. Eva Dröfn Hassell Guðmundsdóttir, fulltrúi UAK, var kjörin ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum (SÞ) á sviði kynjajafnréttis á 3. leiðtogaráðsfundi Landssambands ungmennafélaga (LUF), sem fram fór í gær 4. nóvember. Fundurinn fór fram rafrænt  og var fyrsti fjarfundur leiðtogaráðs frá upphafi.  Alls voru fimm full­trú­ar aðild­ar­fé­laga LUF í fram­boði á fund­in­um og kosið var í tveimur umferðum. Andrea Gunnarsdóttir, fulltrúi Hugrúnar, hlaut næst flest atkvæði og er því varafulltrúi. Skipun ungmennafulltrúans á sviði kynjajafnréttis og þátttaka hans er samstarfsverkefni LUF, Félags SÞ á Íslandi og forsætisráðuneytisins. Kynjajafnrétti þvert á [...]

Eva Dröfn kjörin Ungmennafulltrúi Íslands hjá SÞ á sviði kynjajafnréttis 2020-11-05T14:19:55+00:00

Skýrsla um stöðu ungmennafélaga utan höfuðborgarsvæðisins

2020-11-03T12:46:02+00:00

Skýrsla á stöðu ungmennafélaga utan höfuðborgarsvæðisins var unnin sem þáttur í víðtækari rannsókn á rekstrarstöðu ungmennafélaga á Íslandi. Framkvæmd rannsóknarinnar var styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna og var unnin að beiðni aðildarfélaga LUF. Til þess að auka skilning á stöðunni tók starfsnemi LUF, Ólafur Daði Birgisson, viðtöl við stjórnarmenn nokkurra aðildarfélaga LUF sem eru með virka starfsemi á landsbyggðinni. Sækja skýrslu á PDF formi Skýrslan er unnin í samræmi við markmið 17 í framkvæmdaráætlun LUF 2020-2021; „Þarfagreining á starfsemi ungmennafélaga utan höfuðborgarsvæðisins.“ En þar kemur fram að aðildarfélög LUF hafi bent á að félög ungs fólks utan höfuðborgarsvæðisins [...]

Skýrsla um stöðu ungmennafélaga utan höfuðborgarsvæðisins 2020-11-03T12:46:02+00:00

Áframhaldandi samstarf LUF og félagsmálaráðuneytisins

2020-10-29T11:59:29+00:00

Áframhaldandi samstarf LUF og félagsmálaráðuneytisins Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Tinna Isebarn, framkvæmdarstjóri Landssambands ungmennafélaga (LUF), rituðu nýverið undir samstarfssamning LUF við ráðuneytið. Samningurinn felur í sér aukna áherslu á aðkomu ungs fólks að ákvörðunartöku í þeim málefnum er þau varða. Unnið verður að markmiðum með reglulegum fundum og verður LUF ráðherra til ráðgjafar með t.a.m. rýni í lagafrumvörp, þingsályktunartillögur og faglegu áliti annarra mál er varða börn og ungt fólk.  Geir Finnsson, varaforseti LUF sótti einnig samningafundinn. Áttu fulltrúar LUF gott samtal við ráðherra um stöðu ungs fólks á tímum sem þessum. Var LUF hrósað fyrir viðbrögð við [...]

Áframhaldandi samstarf LUF og félagsmálaráðuneytisins 2020-10-29T11:59:29+00:00

Óskað eftir framboðum til Ungmennafulltrúa Íslands hjá SÞ á sviði kynjajafnréttis

2020-10-28T12:28:06+00:00

Landssamband ungmennafélaga (LUF), í samstarfi við forsætisráðuneytið og Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi óskar hér með eftir framboðum til ungmennafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum (SÞ) á sviði kynjajafnréttis. Skipun fulltrúa er liður í forystuhlutverki Íslands í aðgerðarbandalagi um kynbundið ofbeldi í verkefni UN Women, Kynslóð jafnréttis (e. Generation Equality Forum). Áhersla er lögð á þátttöku ungmenna og samtal á milli kynslóða um framtíðaráherslur í jafnréttismálum.  Kjörinn ungmennafulltrúi kemur til með að sækja viðburði tengda verkefninu Kynslóð jafnréttis. Auk þess að skipa sæti áheyrnarfulltrúa í stýrihóp utanríkisráðuneytisins og forsætisráðuneytisins um verkefnið.  Ungmennafulltrúinn verður lýðræðislega kjörinn á 3. leiðtogaráðsfundi LUF þann 4. nóvember nk. Hvernig [...]

Óskað eftir framboðum til Ungmennafulltrúa Íslands hjá SÞ á sviði kynjajafnréttis 2020-10-28T12:28:06+00:00

Ósamræmi milli fjárlaga og markmiða stjórnvalda

2020-10-27T13:00:09+00:00

Á sama tíma og mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að ráðast í metnaðarfulla stefnumótun á sviði æskulýðsmála er lagt til í fjárlögum að skera niður úthlutanir til málaflokksins. LUF kallar eftir því að stjórnvöld standi við skuldbindingar sínar gagnvart ungu fólki á Íslandi með endurskoðun á lögunum. LUF hefur skilað til Alþingis umsögn um fjárlög 2021 og fjármálaætlun 2021-2025. Í umsögn sinni gerir LUF meðal annars athugasemd við niðurskurð á fjárútlátum stjórnvalda til ungmennafélaga. Þar er bent á að afleiðingar þessa geta orðið afar slæmar, sérstaklega á tímum sem þessum. Þá gerir LUF eftirfarandi athugasemd ósamræmið sem fram kemur [...]

Ósamræmi milli fjárlaga og markmiða stjórnvalda 2020-10-27T13:00:09+00:00

LUF gagnrýnir niðurskurð á úthlutunum til ungmennafélaga

2020-10-26T14:08:03+00:00

Í umsögn Landssambands ungmennafélaga (LUF) um frumvarp Alþingis til fjárlaga er gerð grein fyrir hættulegum niðurskurð á fjárútlátum stjórnvalda til ungmennafélaga. LUF telur afleiðingar geta orðið afar slæmar, sérstaklega á tímum sem þessum. LUF hefur skilað til Alþingis umsögn um fjárlög 2021 og fjármálaætlun 2021-2025. Í umsögn sinni gerir LUF eftirfarandi athugasemd við niðurskurðinn og leggur fram tillögu að úrbótum: Hættulegur niðurskurður Ef litið er til málefnasviðs 18 í fjárlögum: Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál má sjá að fjárframlög til málefnasviðsins hækka frá fyrri fjárlögum, eða um 14,7% frá ríkisreikningi 2019 og 8,7% frá fjárlögum 2020. Rennur sú [...]

LUF gagnrýnir niðurskurð á úthlutunum til ungmennafélaga 2020-10-26T14:08:03+00:00

Jökull talar fyrir réttindum hinsegin fólks innan SÞ

2020-10-26T13:37:00+00:00

Jökull Ingi Þorvaldsson greinir frá þáttöku sinni á stafrænni ungmennaráðstefnu félags- og efnahagsdeildar Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Jökull er ungmennafulltrúi Íslands á sviði barna og ungmenna í Sendinefnd LUF hjá SÞ.  Tilefni ráðstefnunnar voru óformlegar umræður ungmennafulltrúa SÞ innan þriðju nefndar allsherjarþings SÞ (e.Third Committee Informal Debate of UN Youth Delegates). Á ráðstefnunni var sjónum beint að kynjajafnrétti, mismunun og málefnum ungs fólks. „Eins mikilvæg og þessi málefni eru fannst mér kominn tími til að vekja athygli á málefnum hinsegin fólks sem hefur farið huldu höfði á alþjóðavettvangi,“ segir Jökull Ingi í greinargerð um þátttökuna.  Jökull Ingi krefst aðgerða [...]

Jökull talar fyrir réttindum hinsegin fólks innan SÞ 2020-10-26T13:37:00+00:00

Ungmennafélög í fjársvelti

2020-10-22T14:18:10+00:00

Landssamband ungmennafélaga (LUF) krefst þess að stjórnvöld styðji við starfsemi ungmennafélaga og standi þannig við þær skuldbindingar sem hvíla á þeim gagnvart ungu fólki á Íslandi. Umsögn LUF um fjárlög og fjármálaætlun LUF hefur skilað til Alþingis umsögn um fjárlög 2021 og fjármálaætlun 2021-2025. Miklar skerðingar hafa orðið í félagslegu umhverfi barna og ungs fólks af völdum COVID-19 faraldursins, aukin hætta er á félagslegri einangrun og enn ríkir óvissa um þær samfélagslegu afleiðingar sem faraldurinn getur haft í för með sér. Á sama tíma leggja stjórnvöld til þess að skerða fjárúthlutanir til „æskulýðsmála“ og viðhalda sama ójafnræði í [...]

Ungmennafélög í fjársvelti 2020-10-22T14:18:10+00:00

Fulltrúi LUF á Evrópuráðstefnu um framtíð sjálfbærra borga

2020-10-20T12:29:23+00:00

Rut Einarsdóttur, ritari stjórnar Landssambands ungmennafélaga (LUF), tók nýlega þátt í pallborðsumræðum um framtíð sjálfbærra borga á Evrópuráðstefnunni Mannheim 2020. Í innleggi sínu lagði hún áherslu á mikilvægi þáttöku ungs fólks í ákvörðunartöku og kallaði eftir aukinni áherslu á vellíðan og andlega heilsu. Rut tók þátt fyrir hönd LUF og fyrrverandi ungmennafulltrúa Sveitarstjórnarþings Evrópuráðs.  Rut var ungmennafulltrúi Sveitarstjórnarþings Evrópuráðs árið 2016-2017. Á tíma sínum þar talaði hún m.a. fyrir auknu gagnsæi, réttindum kvenna og aukinni þátttöku ungmenna í ákvarðanatöku á sveitarstjórnarstigi. Síðan þá hefur hún m.a. setið í ráðgjafaráði Evrópuráðs um málefni ungs fólks (e. Advisory Council on Youth to [...]

Fulltrúi LUF á Evrópuráðstefnu um framtíð sjálfbærra borga 2020-10-20T12:29:23+00:00

Sigurður Helgi verður nýr lögfræðingur LUF

2020-10-15T13:20:34+00:00

Sigurður Helgi Birgisson var ráðinn inn sem verkefnastjóri Landssambands ungmennafélaga (LUF) sumarið 2019 og gegndi m.a. hlutverki starfandi framkvæmdastjóra félagsins tímabundið síðastliðinn vetur. Verða þá starfsmenn á skrifstofu félagsins alls þrír talsins, þ.e. framkvæmdastjóri, verkefnastjóri og lögfræðingur. Markmið LUF er skv. samþykktum „að tala fyrir hagsmunum ungs fólks á Íslandi“ og „vernda og efla réttindi ungs fólks og bregðast við þegar þau eru virt að vettugi.“ Þá telur stjórn LUF nauðsynlegt að félagsmenn LUF hafi aðgengi að löglærðum sérfræðingi í ljósi þeirra grafalvarlegu mála sem hafa ratað á skrifstofu LUF í gegnum tíðina.  Í ljósi þess að víða er pottur [...]

Sigurður Helgi verður nýr lögfræðingur LUF 2020-10-15T13:20:34+00:00