Metþátttaka í skuggakosningum
LUF2021-09-13T12:12:07+00:00Framhaldsskólanemendur ganga til kosninga í skuggakosningum þann 9. september næstkomandi. Þetta er í fjórða sinn sem skuggakosningar fara fram hér á landi, en aldrei hafa jafn margir skólar verið skráðir til leiks. Á kjörskrá verða 13.265 nemendur úr 26 framhaldsskólum sem ekki höfðu aldur til að kjósa í síðustu alþingiskosningum. Þeir sem eru að kjósa í fyrsta sinn til Alþingis verða þannig betur undirbúnir til að kjósa fyrir alvöru. Einnig koma þeir sem ekki hafa náð kosningaaldri til með að segja sína skoðun. Skuggakosningar í framhaldsskólum er liður í lýðræðisherferðinni #ÉgKýs sem Landssamband ungmennafélaga (LUF) stendur fyrir í samstarfi við Samband [...]