LUF

About LUF

This author has not yet filled in any details.
So far LUF has created 44 blog entries.

Heiða Vigdís ráðin verkefnastjóri LUF

2020-07-24T14:43:47+00:00

Landssamband Ungmennafélaga (LUF) hefur ráðið Heiðu Vigdísi Sigfúsdóttur í starf verkefnastjóra félagsins. Hún var ráðin verkefnastjóri tímabundið hjá félaginu í byrjun árs til að stýra norrænni ráðstefnu og hefur samningur við hana verið framlengdur. Heiða Vigdís er með BA gráðu í hagfræði með sagnfræði sem aukafag frá Háskóla Íslands (2017)  og er að hefja meistaranám í ritlist við sama skóla. Hún býr yfir víðtækri reynslu af starfi félagasamtaka, en Heiða gegndi embætti gjaldkera LUF árið 2015-2016, gjaldkera Alþjóðlegra ungmennaskipta (AUS), árið 2014-2015 og formans AUS, árið 2015-2016. Auk þess hefur hún tekið þátt í starfi ýmissa félagasamtaka á alþjóðavísu.  Heiða Vigdís [...]

Heiða Vigdís ráðin verkefnastjóri LUF 2020-07-24T14:43:47+00:00

Unghugar Hugarafls undir regnhlíf LUF

2020-07-27T13:18:33+00:00

Á stjórnarfundi 22. júlí 2020 samþykkti stjórn LUF umsókn Unghuga Hugarafls um áheyrnaraðild að sambandinu. Unghugar vinna í þágu ungs fólks með persónulega reynslu af andlegum áskorunum. Stefna Unghuga er að efla fyrirmyndir fyrir aðra í sjálfsvinnu, styðja félagsmenn í bataferli og vinna að valdeflingu ungs fólks með persónulega reynslu af andlegum áskorunum. Með því móti vinna Unghugar að markmiði sínu sem er að hafa jákvæð áhrif á íslenskt geðheilbrigðiskerfi. Stuðla að heilsu og vellíðan Stjórn LUF telur tilgang og markmið Unghuga samræmast stefnu LUF um heilsu og vellíðan. Þar segir: „LUF telur að bregðast þurfi við því [...]

Unghugar Hugarafls undir regnhlíf LUF 2020-07-27T13:18:33+00:00

Auglýst eftir þjálfurum fyrir Leiðtogaskóla Íslands 2020

2020-07-28T14:01:17+00:00

Landssamband ungmennafélaga (LUF) kallar eftir umsóknum um stöður þjálfara til þess að leiða námskeið í Leiðtogaskóla Íslands 2020. LUF vinnur nú að áframhaldandi uppbyggingu Þjálfarateymis LUF (e. Pool of Trainers - PoT) - sem er aðferð sem notuð er víða í Evrópu til þess að byggja upp getu ungmennafélaga í að miðla óformlegu námi. Þjálfaralið LUF samanstanda af þjálfurum sem hafa reynslu, getu og þekkingu til að miðla fræðslu og þjálfa færni ungs fólks í margvíslegu ungmennastarfi. LUF sækir innblástur aðferðarinnar til Evrópuráðsins og Evrópska ungmennavettvangsins þar sem um er að ræða afurð af „þjálfun þjálfara“ (e. Train the Trainers).  [...]

Auglýst eftir þjálfurum fyrir Leiðtogaskóla Íslands 2020 2020-07-28T14:01:17+00:00

Ný alþjóðanefnd og stefnumótun hafin

2020-07-03T13:36:56+00:00

Nýstofnað Leiðtogaráð LUF kom saman á fyrsta fundi ráðsins í Hinu húsinu í gær. Á fundinum kynntu leiðtogarnir sín félög og þau spennandi verkefni sem eru framundan. Auk þess voru framkvæmdar- og fjárhagsáætlun LUF fyrir 2020-2021 samþykkt og alþjóðanefnd var skipuð. Eftir hefðbundin fundarhöld hófst stefnumótunarvinna sem mun halda áfram yfir stjórnarárið. Alþjóðanefnd Kosið var í Alþjóðanefnd LUF sem kemur til með að vinna náið með alþjóðafulltrúa stjórnar, Söru Þöll, ásamt ungmennafulltrúum Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Stjórn LUF býður nýja Alþjóðanefnd velkomna til starfa, hana skipa: Guðmundur Sigurður Stefánsson fulltrúi AUS, Nikólína Hildur Sveinsdóttir fulltrúi UJ, Þorgerður M. Þorbjarnardóttir fulltrúi [...]

Ný alþjóðanefnd og stefnumótun hafin 2020-07-03T13:36:56+00:00

Nýir starfsnemar hjá LUF í sumar

2020-07-23T12:14:26+00:00

LUF býður starfsnemana, þá Gísla Örn Guðjónsson og Ólafur Daði Birgisson, velkomna til starfa. Þeir voru ráðnir í sumarstarf í kjölfar úthlutun LUF úr Nýsköpunarsjóði námsmanna fyrir verkefninu: Greining á rekstrarstöðu ungmennafélaga á Íslandi. Starfsnemarnir hafa þegar hafið rannsóknina og munu koma til með að vera í samskiptum við aðildarfélög LUF í sumar. Við óskum því eftir áframhaldandi góðu samstarfi við aðildarfélögin í sumar og vonum að forsvarmenn þeirra geti veitt þeim Gísla og Ólafi þær upplýsingar sem þeir þurfa til að vinna verkefnið af hendi. Markmið þeirra er að safna gögnum sem gefa raunverulega mynd af rekstrarstöðu og rekstrarumhverfi ungmennafélaga [...]

Nýir starfsnemar hjá LUF í sumar 2020-07-23T12:14:26+00:00

Vinnustofa fyrir ungt fólk á Norðurlöndunum

2020-07-29T09:29:11+00:00

Ný Norræn styrkjaáætlun NUBF býður ungmennum í vinnustofu í Danmörku Norræn ungmenni í sjálfbærum samfélögum, NUBF, er samstarfsverkefni milli landssambanda ungmennafélaga á Norðurlöndunum og Mennta- og banramálaráðuneyti Danmerkur.  uppfært: Umsóknarfrestur til og með 1. ágúst. Markmið NUBF er að efla tengslanet ungs fólks á Norðurlöndunum með styrkjum fyrir samstarfsverkefnum ungs fólks á svæðinu. Bæði ungmennafélög og óformlegir hópar ungs fólks geta sótt um styrk fyrir verkefni ef skipuleggjendur þess eru frá tveim Norðurlöndum eða fleirum.  Auk þess mun NUBF styðja við starfið með árlegri þjálfun fyrir ungt fólk þar sem þátttakendur fá tækifæri til að kynnast nágrönnum sínum á Norðurlöndunum og [...]

Vinnustofa fyrir ungt fólk á Norðurlöndunum 2020-07-29T09:29:11+00:00

LUF leitar að starfsnemum

2020-06-12T13:38:58+00:00

Athuga: Framlengdur umsóknafrestur Í gær hlaut LUF úthlutun úr Nýsköpunarsjóði námsmanna fyrir greiningu á rekstrarumhverfi ungmennafélaga á Íslandi. LUF auglýsir því eftir tveimur starfsnemum til að sinna rannsókninni. Umsóknarfrestur er til og með 15. júní. Nánar um rannsóknina: Greining á rekstrarumhverfi ungmennafélaga á Íslandi LUF hlaut styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna fyrir verkefninu. Markmiðið er að vinna greinagóða skýrslu um rekstrarumhverfi ungmennafélag á Íslandi. Sótt var um verkefnið að beiðni aðildarfélaga LUF vegna hve mörg þeirra stríða við mannauðs- og fjárhagsskort. Verkefnið samanstendur af tvíhliða greiningu, annars vegar á fjárhag grunneininganna, þ.e. áskoranir og þarfir félaganna sjálfra og hins vegar á málaflokknum [...]

LUF leitar að starfsnemum 2020-06-12T13:38:58+00:00

Ungvarpið – Hlaðvarp ungmennafélaga

2020-05-30T11:22:09+00:00

Nýtt hlaðvarp LUF þar sem rætt er við ungt fólk á Íslandi um allt mögulegt, umhverfismál, stjórnmál, fjölmenningu og margt fleira. 1. þáttur: Ungt fólk í sveitastjórn Í fyrsta þætti var rætt við ungt fólk í sveitastjórnum þau Bjart Aðalbjörnsson, oddvita Samfylkingarinnar á Vopnafirði og Helgu Dís Jakobsdóttur, oddvita Raddar unga fólksins í Grindavík. Helga Dís og Bjartur Helga Dís og Bjartur segja frá sinni reynslu í sveitastjórn af sitthvoru horni landsins en þau hlutu bæði kjör í  árið 2018. Þá varð Bjartur yngsti kjörni oddviti landsins, 24 ára gamall, en hann er jafnframt varaþingmaður [...]

Ungvarpið – Hlaðvarp ungmennafélaga 2020-05-30T11:22:09+00:00

Fjarfundur Leiðtogaráðs LUF

2020-05-26T10:08:13+00:00

Stjórn LUF boðar til fjarfundar með nýju Leiðtogaráði LUF vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem nú ríkja í samfélaginu. Fundurinn fer fram í gegnum ZOOM fimmtudaginn nk. klukkan 17:15-18:30. Dagskrá fundarins: 1) Staða aðildarfélaga LUF 2) Viðbrögð LUF við breyttum samfélagsaðstæðum Leiðtogar geta nálgast frekari upplýsingar um Leiðtogaráð LUF inni á Facebook hóp Leiðtogaráðs LUF. Við hvetjum leiðtoga aðildarfélaga LUF til að taka þátt og deila reynslu þeirra félaga af aðstæðum. Hlökkum til að sjá sem flesta, stjórn og starfsmenn

Fjarfundur Leiðtogaráðs LUF 2020-05-26T10:08:13+00:00

Staða félaga í samkomubanni: Könnun

2020-04-08T13:01:48+00:00

LUF vill gjarnan ná utan um áhrifin sem breyttar samfélagsaðstæður hafa á starf ungmennafélaga. Ef félög þurfa á einhvers konar stuðning að halda vegna aðstæðna vill LUF bregðast við. Auk þess vill LUF varpa ljósi á sniðug verkefni sem henta ungmennafélögum í ástandinu. Þess vegna biðjum við félög að fylla út eftirfarandi könnun (smellið á mynd): Ef þið vinnið að spennandi verkefnum eða óskið eftir stuðning LUF endilega hafið samband á youth@youth.is .

Staða félaga í samkomubanni: Könnun 2020-04-08T13:01:48+00:00