LUF

About LUF

This author has not yet filled in any details.
So far LUF has created 71 blog entries.

LUF hlaut Múrbrjótinn í ár

2020-12-03T16:09:46+00:00

Landssamband ungmennafélaga (LUF) hlaut í dag viðurkenningu Landssamtaka Þroskahjálpar, Múrbrjótinn. Verðlaunin eru veitt þeim sem þykja brjóta niður múra í réttindamálum og viðhorfum til fatlaðs fólks. Viðurkenning var afhentur við hátíðlega athöfn, í beinu streymi á alþjóðlegum degi fatlaðs fólks þann 3. desember. Í umsögn Þroskahjálpar segir að LUF hljóti Múrbrjótinn í ár fyrir mikilvægt samstarf við ungmennaráð Þroskahjálpar og framlag í þágu margbreytileika og jafnra tækifæra fyrir ungt fólk. „Í vikunni eftir að ungmennaráð Þroskahjálpar var stofnað hafði LUF samband og buðu ráðinu að sækja um aðild að sambandinu, enda töldu þau mikilvægt að sá hópur sem heldur uppi starfsemi [...]

LUF hlaut Múrbrjótinn í ár 2020-12-03T16:09:46+00:00

LUF leitar að verkefnastjóra

2020-11-26T11:46:10+00:00

Landssamband ungmennafélaga (LUF) auglýsir laust til umsóknar starf verkefnastjóra til að sjá um upplýsingamiðlun og stýra helstu verkefnum félagsins. LUF er regnhlífasamtök frjálsra félagasamtaka ungs fólks á Íslandi og þeim tilheyra 36 aðildarfélög. LUF er þverpólitískur samstarfs- og samráðsvettvangur, málsvari ungs fólks gagnvart íslenskum stjórnvöldum og talar fyrir hagsmunum ungra Íslendinga á alþjóðavettvangi. Hæfniskröfur:  Brennandi áhugi á málefnum ungs fólks Háskólamenntun sem nýtist í starfi Reynsla og þekking á réttindabaráttu ungs fólks Afburðahæfni í mannlegum samskiptum Framúrskarandi vald á íslensku og ensku í ræðu og riti Leiðtogahæfni og frumkvæði Sjálfstæð og öguð vinnubrögð Haldbær reynsla á sviðum miðlunar, [...]

LUF leitar að verkefnastjóra 2020-11-26T11:46:10+00:00

Rut kallar eftir aukinni aðkomu ungs fólks á TEDx Talks

2020-11-24T12:17:53+00:00

Rut Einarsdóttir, ritari Landssambands ungmennafélaga (LUF), hélt nýverið ávarp á TEDx Talks. Þar segir hún brýnt að auka aðkomu ungs fólks að ákvörðunartöku, á öllum stjórnsýslustigum, til að sporna við hlýnun jarðar. Rut talar um mikilvægi þess að vinna í átt að sjálfbærni með aðgerðum sem taki mið af samtali þvert á kynslóðir. Hún vekur athygli á þeim gríðarlegu áhrifum sem stríðsátök hafa á umhverfið og að brýnt sé að endurskoða útgjöld til hernaðar á heimsvísu. Í því samhengi segir Rut mikilvægt að auka aðkomu ungs fólks að allri ákvarðanatöku, þar með talið á þeim sviðum er varða öryggis- og [...]

Rut kallar eftir aukinni aðkomu ungs fólks á TEDx Talks 2020-11-24T12:17:53+00:00

Eva Dröfn á fundi Sameinuðu þjóðanna

2020-11-17T18:19:35+00:00

Eva Dröfn Hassell Guðmundsdóttir, ungmennafulltrúi Íslands hjá SÞ á sviði kynjajafnréttis sótti nýverið fund á vegum efnahags- og félagsmálaskrifstofu SÞ (UN DESA) sem hluta af 75. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Fundurinn samanstóð af óformlegu samtali á milli þriðju nefndar SÞ og ungmennafulltrúa hjá SÞ. Markmið fundarins var að greina frá mikilvægi vinnu og framlags ungmennafulltrúa innan SÞ, og innan vinnu þriðju nefndarinnar sérstaklega. Eva Dröfn greinir frá þátttöku sinni: Forseti nefndarinnar, Katalin Annamária Bogyay ávarpaði fundinn, og skýrði frá hlutverki Þriðju nefndarinnar ásamt niðurstöðum vinnu þeirra, gagnvirkra viðræðna og þátttöku. Bogyay talaði um þau fjölbreyttu mál sem falla undir starfsemi [...]

Eva Dröfn á fundi Sameinuðu þjóðanna 2020-11-17T18:19:35+00:00

Engin opinber markmið í málefnum ungs fólks

2020-11-10T12:32:52+00:00

Í umsögn Landssambands ungmennafélaga (LUF) um frumvarp Alþingis til fjárlaga er gerð grein fyrir markmiðaleysi í málefnum ungs fólks og gagnrýnt að þarfir barna og ungs fólks séu settar undir sama hatt. LUF kallar eftir því að mótaður verði skýr lagarammi sem endurspegli þarfir ungs fólks annars vegar og barna hins vegar. Afleiðingarnar þessa markmiðaleysis hafa þegar sýnt sig en útbreiðsla COVID-19 hefur haft gríðarleg áhrif á þátttöku og réttindi ungs fólks. Um helmingur atvinnulausra er ungt fólk og vaxandi áhyggjur eru af auknu brottfalli úr framhaldsskólum. Á sama tíma og þessi þróun á sér stað styðja stjórnvöld takmarkað við [...]

Engin opinber markmið í málefnum ungs fólks 2020-11-10T12:32:52+00:00

Eva Dröfn kjörin Ungmennafulltrúi Íslands hjá SÞ á sviði kynjajafnréttis

2020-11-05T14:19:55+00:00

Eva Dröfn, ungmennafulltrúi LUF hjá SÞ á sviði kynjajafnréttis. Eva Dröfn Hassell Guðmundsdóttir, fulltrúi UAK, var kjörin ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum (SÞ) á sviði kynjajafnréttis á 3. leiðtogaráðsfundi Landssambands ungmennafélaga (LUF), sem fram fór í gær 4. nóvember. Fundurinn fór fram rafrænt  og var fyrsti fjarfundur leiðtogaráðs frá upphafi.  Alls voru fimm full­trú­ar aðild­ar­fé­laga LUF í fram­boði á fund­in­um og kosið var í tveimur umferðum. Andrea Gunnarsdóttir, fulltrúi Hugrúnar, hlaut næst flest atkvæði og er því varafulltrúi. Skipun ungmennafulltrúans á sviði kynjajafnréttis og þátttaka hans er samstarfsverkefni LUF, Félags SÞ á Íslandi og forsætisráðuneytisins. Kynjajafnrétti þvert á [...]

Eva Dröfn kjörin Ungmennafulltrúi Íslands hjá SÞ á sviði kynjajafnréttis 2020-11-05T14:19:55+00:00

Skýrsla um stöðu ungmennafélaga utan höfuðborgarsvæðisins

2020-11-03T12:46:02+00:00

Skýrsla á stöðu ungmennafélaga utan höfuðborgarsvæðisins var unnin sem þáttur í víðtækari rannsókn á rekstrarstöðu ungmennafélaga á Íslandi. Framkvæmd rannsóknarinnar var styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna og var unnin að beiðni aðildarfélaga LUF. Til þess að auka skilning á stöðunni tók starfsnemi LUF, Ólafur Daði Birgisson, viðtöl við stjórnarmenn nokkurra aðildarfélaga LUF sem eru með virka starfsemi á landsbyggðinni. Sækja skýrslu á PDF formi Skýrslan er unnin í samræmi við markmið 17 í framkvæmdaráætlun LUF 2020-2021; „Þarfagreining á starfsemi ungmennafélaga utan höfuðborgarsvæðisins.“ En þar kemur fram að aðildarfélög LUF hafi bent á að félög ungs fólks utan höfuðborgarsvæðisins [...]

Skýrsla um stöðu ungmennafélaga utan höfuðborgarsvæðisins 2020-11-03T12:46:02+00:00

Áframhaldandi samstarf LUF og félagsmálaráðuneytisins

2020-10-29T11:59:29+00:00

Áframhaldandi samstarf LUF og félagsmálaráðuneytisins Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Tinna Isebarn, framkvæmdarstjóri Landssambands ungmennafélaga (LUF), rituðu nýverið undir samstarfssamning LUF við ráðuneytið. Samningurinn felur í sér aukna áherslu á aðkomu ungs fólks að ákvörðunartöku í þeim málefnum er þau varða. Unnið verður að markmiðum með reglulegum fundum og verður LUF ráðherra til ráðgjafar með t.a.m. rýni í lagafrumvörp, þingsályktunartillögur og faglegu áliti annarra mál er varða börn og ungt fólk.  Geir Finnsson, varaforseti LUF sótti einnig samningafundinn. Áttu fulltrúar LUF gott samtal við ráðherra um stöðu ungs fólks á tímum sem þessum. Var LUF hrósað fyrir viðbrögð við [...]

Áframhaldandi samstarf LUF og félagsmálaráðuneytisins 2020-10-29T11:59:29+00:00

Óskað eftir framboðum til Ungmennafulltrúa Íslands hjá SÞ á sviði kynjajafnréttis

2020-10-28T12:28:06+00:00

Landssamband ungmennafélaga (LUF), í samstarfi við forsætisráðuneytið og Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi óskar hér með eftir framboðum til ungmennafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum (SÞ) á sviði kynjajafnréttis. Skipun fulltrúa er liður í forystuhlutverki Íslands í aðgerðarbandalagi um kynbundið ofbeldi í verkefni UN Women, Kynslóð jafnréttis (e. Generation Equality Forum). Áhersla er lögð á þátttöku ungmenna og samtal á milli kynslóða um framtíðaráherslur í jafnréttismálum.  Kjörinn ungmennafulltrúi kemur til með að sækja viðburði tengda verkefninu Kynslóð jafnréttis. Auk þess að skipa sæti áheyrnarfulltrúa í stýrihóp utanríkisráðuneytisins og forsætisráðuneytisins um verkefnið.  Ungmennafulltrúinn verður lýðræðislega kjörinn á 3. leiðtogaráðsfundi LUF þann 4. nóvember nk. Hvernig [...]

Óskað eftir framboðum til Ungmennafulltrúa Íslands hjá SÞ á sviði kynjajafnréttis 2020-10-28T12:28:06+00:00

Ósamræmi milli fjárlaga og markmiða stjórnvalda

2020-10-27T13:00:09+00:00

Á sama tíma og mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að ráðast í metnaðarfulla stefnumótun á sviði æskulýðsmála er lagt til í fjárlögum að skera niður úthlutanir til málaflokksins. LUF kallar eftir því að stjórnvöld standi við skuldbindingar sínar gagnvart ungu fólki á Íslandi með endurskoðun á lögunum. LUF hefur skilað til Alþingis umsögn um fjárlög 2021 og fjármálaætlun 2021-2025. Í umsögn sinni gerir LUF meðal annars athugasemd við niðurskurð á fjárútlátum stjórnvalda til ungmennafélaga. Þar er bent á að afleiðingar þessa geta orðið afar slæmar, sérstaklega á tímum sem þessum. Þá gerir LUF eftirfarandi athugasemd ósamræmið sem fram kemur [...]

Ósamræmi milli fjárlaga og markmiða stjórnvalda 2020-10-27T13:00:09+00:00