LUF

About LUF

This author has not yet filled in any details.
So far LUF has created 71 blog entries.

LUF gagnrýnir niðurskurð á úthlutunum til ungmennafélaga

2020-10-26T14:08:03+00:00

Í umsögn Landssambands ungmennafélaga (LUF) um frumvarp Alþingis til fjárlaga er gerð grein fyrir hættulegum niðurskurð á fjárútlátum stjórnvalda til ungmennafélaga. LUF telur afleiðingar geta orðið afar slæmar, sérstaklega á tímum sem þessum. LUF hefur skilað til Alþingis umsögn um fjárlög 2021 og fjármálaætlun 2021-2025. Í umsögn sinni gerir LUF eftirfarandi athugasemd við niðurskurðinn og leggur fram tillögu að úrbótum: Hættulegur niðurskurður Ef litið er til málefnasviðs 18 í fjárlögum: Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál má sjá að fjárframlög til málefnasviðsins hækka frá fyrri fjárlögum, eða um 14,7% frá ríkisreikningi 2019 og 8,7% frá fjárlögum 2020. Rennur sú [...]

LUF gagnrýnir niðurskurð á úthlutunum til ungmennafélaga 2020-10-26T14:08:03+00:00

Jökull talar fyrir réttindum hinsegin fólks innan SÞ

2020-10-26T13:37:00+00:00

Jökull Ingi Þorvaldsson greinir frá þáttöku sinni á stafrænni ungmennaráðstefnu félags- og efnahagsdeildar Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Jökull er ungmennafulltrúi Íslands á sviði barna og ungmenna í Sendinefnd LUF hjá SÞ.  Tilefni ráðstefnunnar voru óformlegar umræður ungmennafulltrúa SÞ innan þriðju nefndar allsherjarþings SÞ (e.Third Committee Informal Debate of UN Youth Delegates). Á ráðstefnunni var sjónum beint að kynjajafnrétti, mismunun og málefnum ungs fólks. „Eins mikilvæg og þessi málefni eru fannst mér kominn tími til að vekja athygli á málefnum hinsegin fólks sem hefur farið huldu höfði á alþjóðavettvangi,“ segir Jökull Ingi í greinargerð um þátttökuna.  Jökull Ingi krefst aðgerða [...]

Jökull talar fyrir réttindum hinsegin fólks innan SÞ 2020-10-26T13:37:00+00:00

Ungmennafélög í fjársvelti

2020-10-22T14:18:10+00:00

Landssamband ungmennafélaga (LUF) krefst þess að stjórnvöld styðji við starfsemi ungmennafélaga og standi þannig við þær skuldbindingar sem hvíla á þeim gagnvart ungu fólki á Íslandi. Umsögn LUF um fjárlög og fjármálaætlun LUF hefur skilað til Alþingis umsögn um fjárlög 2021 og fjármálaætlun 2021-2025. Miklar skerðingar hafa orðið í félagslegu umhverfi barna og ungs fólks af völdum COVID-19 faraldursins, aukin hætta er á félagslegri einangrun og enn ríkir óvissa um þær samfélagslegu afleiðingar sem faraldurinn getur haft í för með sér. Á sama tíma leggja stjórnvöld til þess að skerða fjárúthlutanir til „æskulýðsmála“ og viðhalda sama ójafnræði í [...]

Ungmennafélög í fjársvelti 2020-10-22T14:18:10+00:00

Fulltrúi LUF á Evrópuráðstefnu um framtíð sjálfbærra borga

2020-10-20T12:29:23+00:00

Rut Einarsdóttur, ritari stjórnar Landssambands ungmennafélaga (LUF), tók nýlega þátt í pallborðsumræðum um framtíð sjálfbærra borga á Evrópuráðstefnunni Mannheim 2020. Í innleggi sínu lagði hún áherslu á mikilvægi þáttöku ungs fólks í ákvörðunartöku og kallaði eftir aukinni áherslu á vellíðan og andlega heilsu. Rut tók þátt fyrir hönd LUF og fyrrverandi ungmennafulltrúa Sveitarstjórnarþings Evrópuráðs.  Rut var ungmennafulltrúi Sveitarstjórnarþings Evrópuráðs árið 2016-2017. Á tíma sínum þar talaði hún m.a. fyrir auknu gagnsæi, réttindum kvenna og aukinni þátttöku ungmenna í ákvarðanatöku á sveitarstjórnarstigi. Síðan þá hefur hún m.a. setið í ráðgjafaráði Evrópuráðs um málefni ungs fólks (e. Advisory Council on Youth to [...]

Fulltrúi LUF á Evrópuráðstefnu um framtíð sjálfbærra borga 2020-10-20T12:29:23+00:00

Sigurður Helgi verður nýr lögfræðingur LUF

2020-10-15T13:20:34+00:00

Sigurður Helgi Birgisson var ráðinn inn sem verkefnastjóri Landssambands ungmennafélaga (LUF) sumarið 2019 og gegndi m.a. hlutverki starfandi framkvæmdastjóra félagsins tímabundið síðastliðinn vetur. Verða þá starfsmenn á skrifstofu félagsins alls þrír talsins, þ.e. framkvæmdastjóri, verkefnastjóri og lögfræðingur. Markmið LUF er skv. samþykktum „að tala fyrir hagsmunum ungs fólks á Íslandi“ og „vernda og efla réttindi ungs fólks og bregðast við þegar þau eru virt að vettugi.“ Þá telur stjórn LUF nauðsynlegt að félagsmenn LUF hafi aðgengi að löglærðum sérfræðingi í ljósi þeirra grafalvarlegu mála sem hafa ratað á skrifstofu LUF í gegnum tíðina.  Í ljósi þess að víða er pottur [...]

Sigurður Helgi verður nýr lögfræðingur LUF 2020-10-15T13:20:34+00:00

ELSA Iceland undir regnhlíf LUF

2020-10-09T12:08:23+00:00

Félagið er hluti af evrópskri heild laganema sem vinna að því að læra og miðla lögfræðiþekkingu með það að markmiðið að byggja upp réttlátara samfélag – þar sem mannréttindi eru höfð að leiðarljósi.  Á stjórnarfundi 8. október 2020 samþykkti stjórn LUF umsókn ELSA Iceland að sambandinu. Félagið hlýtur hér með áheyrnaraðild, umsókn um fulla aðild fer fyrir sambandsþing LUF 2021. ELSA Iceland er hluti af ELSA International: „European Law Student Association“ sem er samráðsvettvangur evrópskra laganema og nýútskrifaða lögfræðinga á svæðinu. Tilgangur félagsins er að efla lögfræðimenntun, stuðla að gagnkvæmum skilningi og efla félagslega ábyrgð laganema og ungra lögfræðinga. ELSA [...]

ELSA Iceland undir regnhlíf LUF 2020-10-09T12:08:23+00:00

Fulltrúar LUF á ungmennaráðstefnu Evrópusambandins

2020-10-07T12:19:51+00:00

Geir Finnsson, varaforseti LUF, og Tanja Teresa Leifsdóttir, réttindafulltrúi LUF, tóku þátt í stafrænni ungmennaráðstefnu Evrópusambandsins (ESB) sem fór fram á  dögunum, 2.-5. október sl. Ráðstefnan var vettvangur fyrir unga leiðtoga Evrópu til að leita leiða til að efla lýðræðis- og samfélagsþátttöku ungs fólks á svæðinu, en ráðstefnan bar yfirskriftina ,,Europe for YOUth - YOUth for Europe: Space for Democracy and Participation.“  Ráðstefnan var haldin í tilefni af formennsku Þýskalands í ESB og sem framlag til ungs fólks innan sambandsins. Þátttakendur komu úr röðum landssambanda ungmennafélaga (e. National Youth Council´s) í Evrópu og voru fulltrúar LUF tilnefndir af mennta- og [...]

Fulltrúar LUF á ungmennaráðstefnu Evrópusambandins 2020-10-07T12:19:51+00:00

Ungmennaráð UN Women undir regnhlíf LUF

2020-09-22T17:54:08+00:00

„Ungmennaráð UN Women fræðir og eflir ungmenni í málefnum kvenna og jafnréttis í fátækari löndum og stríðsátakasvæðum.“  Á stjórnarfundi 18. september 2020 samþykkti stjórn LUF umsókn Ungmennaráðs UN Women um áheyrnaraðild að sambandinu.  Markmið ráðsins er að vera málsvari kvenna í fátækari ríkjum heims með það að leiðarljósi að störf þeirra séu órjúfanlegur hluti efnahags- og félagslegrar framþróunar. Ráðið vinnur að markmiðum sínum með ýmsum vitundarvakningar- og fjáröflunuarviðburðum í þágu UN Women á Íslandi. Ráðið gengur út frá þeirri stefnu að ungur fræðir ungan en helstu kynningar ráðsins fara fram í grunn- og framhaldsskólum.  Ungt fólk á aldrinum 16-30 ára [...]

Ungmennaráð UN Women undir regnhlíf LUF 2020-09-22T17:54:08+00:00

Ungliðahreyfing ÖBÍ undir regnhlíf LUF

2020-09-23T09:33:55+00:00

Vettvangur fyrir fólk á aldrinum 18- 35 ára sem er með fötlun, skerðingar, langvinna sjúkdóma eða raskanir.  Á stjórnarfundi 18. september 2020 samþykkti stjórn LUF umsókn Ungliðahreyfingar Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) um áheyrnaraðild að sambandinu.  Tilgangur Ungliðahreyfingar ÖBÍ er að veita jafningjastuðning, stuðla að sjálfstyrkingu og berjast fyrir réttindum ungs fatlaðs fólks. Félagar ungliðahreyfingarinnar eiga sæti í öllum málefnahópum innan ÖBÍ sem tryggir aðkomu ungs fólks að ákvörðunartöku innan bandalagsins. Ungliðahreyfingin stendur fyrir ýmsum viðburðum fyrir félagsmenn og hægt er að sækja um aðild á Facebook síðu hópsins.  Mikilvæg í réttindabaráttu ungs fólks Markmið Ungliðahreyfingar ÖBÍ eflir LUF í hlutverki sínu [...]

Ungliðahreyfing ÖBÍ undir regnhlíf LUF 2020-09-23T09:33:55+00:00

LUF tekur þátt í jafnréttisráðstefnu UN Women

2020-09-15T15:43:34+00:00

Ungmennaráðstefna í tilefni af átaksins Kynslóð jafnréttis (e. Generation Equality Forum) fer fram á vefnum næstkomandi fimmtudag 17. september klukkan 13:00 - 15:00 á íslenskum tíma.  Átakið er á vegum stofnunar Sameinuðu Þjóðanna (SÞ) um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna, UN Women. Ester Hallsdóttir Ungmennafulltrúi Íslands á sviði mannréttinda kemur til með að sækja fundinn í umboði ungs fólks á Íslandi. LUF hvetur félagsmenn eindregið til að skrá sig til þátttöku á vefsíðu viðburðarins. Ísland í forystu gegn kynbundu ofbeldi Ísland er meðal forysturíkja í aðgerðarbandalagi um kynbundið ofbeldi í verkefni UN Women, Kynslóð jafnréttis. Um er að ræða stærsta verkefni [...]

LUF tekur þátt í jafnréttisráðstefnu UN Women 2020-09-15T15:43:34+00:00