About LUF

This author has not yet filled in any details.
So far LUF has created 84 blog entries.

Styrkir til ungmennafélaga vegna áhrifa COVID-19

2021-01-18T13:47:05+00:00

LUF hvetur aðildarfélög sín til þess að sækja um styrk frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu vegna áhrifa COVID-19. Um er að ræða sértæka aðgerð til að styðja við ungmennastarf sem raskast hefur verulega vegna afleiðinga sóttvarnaráðstafana COVID-19 frá 1. júní sl.   Athugið að umsóknarfrestur er til og með 25. janúar 2021.  Skilyrði fyrir styrkveitingu er tekjutap þar sem hætt hefur verið við viðburði eða félög sem hafa þurft að skerða starfsemi vegna samkomubanns. Sýna þarf fram á að tekjutapið hafi haft veruleg neikvæð áhrif á afkomu félagsins. Með því er einnig átt við félög með uppsöfnuð verkefni á bið svo unnt [...]

Styrkir til ungmennafélaga vegna áhrifa COVID-192021-01-18T13:47:05+00:00

LUF kallar eftir tilnefningum til Félaga ársins 2020

2021-02-11T16:45:58+00:00

Landssamband ungmennafélaga (LUF) kallar hér með eftir tilnefningum til „Félaga ársins 2020“. Það er viðurkenning fyrir sjálfboðastarf innan aðildarfélaga LUF sem veitt verður í þriðja sinn. Um er að ræða hvatningarviðburð þar sem aðildarfélögin velja framúrskarandi félagsmann sem þau vilja umbuna fyrir vel unnin störf. Allir sem hljóta tilnefninguna fá viðurkenningu fyrir vel unnin störf. Einn af þeim verður valinn fyrir að standa upp úr  og hlýtur titilinn Félagi ársins 2020 og þar með farandbikar LUF fyrir framúrskarandi störf í þágu ungs fólks á Íslandi. Heiðurinn hlýtur sá einstaklingur sem hefur á árinu 2020 tekið óeigingjarna forystu og sýnt alúð í [...]

LUF kallar eftir tilnefningum til Félaga ársins 20202021-02-11T16:45:58+00:00

Rut Einarsdóttir nýr verkefnastjóri LUF

2021-01-05T12:41:49+00:00

Landssamband ungmennafélaga (LUF) hefur ráðið Rut Einarsdóttur í stöðu verkefnastjóra félagsins. Rut tekur við af Heiðu Vigdísi Sigfúsdóttur sem sinnt hefur starfinu síðastliðið árið.  Rut er með BBA gráðu í hagfræði og nýsköpun frá Ritsumeikan Asia Pacific University í Japan. Hún er að ljúka við MSc í átaka-, stríðs- og þróunarfræðum frá SOAS, háskóla í London.  Rut býr yfir víðtækri reynslu af starfi félagasamtaka, jafnt hérlendis sem erlendis. Hún hefur setið í stjórn LUF frá vorinu 2019 og situr hún einnig í stjórn Kvenréttindafélags Íslands. Í rúman áratug hefur Rut tekið þátt í fjölbreyttu ungmennastarfi á vegum ýmissa félagasamtaka víða um [...]

Rut Einarsdóttir nýr verkefnastjóri LUF2021-01-05T12:41:49+00:00

LUF hlaut Múrbrjótinn í ár

2020-12-03T16:09:46+00:00

Landssamband ungmennafélaga (LUF) hlaut í dag viðurkenningu Landssamtaka Þroskahjálpar, Múrbrjótinn. Verðlaunin eru veitt þeim sem þykja brjóta niður múra í réttindamálum og viðhorfum til fatlaðs fólks. Viðurkenning var afhentur við hátíðlega athöfn, í beinu streymi á alþjóðlegum degi fatlaðs fólks þann 3. desember. Í umsögn Þroskahjálpar segir að LUF hljóti Múrbrjótinn í ár fyrir mikilvægt samstarf við ungmennaráð Þroskahjálpar og framlag í þágu margbreytileika og jafnra tækifæra fyrir ungt fólk. „Í vikunni eftir að ungmennaráð Þroskahjálpar var stofnað hafði LUF samband og buðu ráðinu að sækja um aðild að sambandinu, enda töldu þau mikilvægt að sá hópur sem heldur uppi starfsemi [...]

LUF hlaut Múrbrjótinn í ár2020-12-03T16:09:46+00:00

LUF leitar að verkefnastjóra

2020-11-26T11:46:10+00:00

Landssamband ungmennafélaga (LUF) auglýsir laust til umsóknar starf verkefnastjóra til að sjá um upplýsingamiðlun og stýra helstu verkefnum félagsins. LUF er regnhlífasamtök frjálsra félagasamtaka ungs fólks á Íslandi og þeim tilheyra 36 aðildarfélög. LUF er þverpólitískur samstarfs- og samráðsvettvangur, málsvari ungs fólks gagnvart íslenskum stjórnvöldum og talar fyrir hagsmunum ungra Íslendinga á alþjóðavettvangi. Hæfniskröfur:  Brennandi áhugi á málefnum ungs fólks Háskólamenntun sem nýtist í starfi Reynsla og þekking á réttindabaráttu ungs fólks Afburðahæfni í mannlegum samskiptum Framúrskarandi vald á íslensku og ensku í ræðu og riti Leiðtogahæfni og frumkvæði Sjálfstæð og öguð vinnubrögð Haldbær reynsla á sviðum miðlunar, [...]

LUF leitar að verkefnastjóra2020-11-26T11:46:10+00:00

Rut kallar eftir aukinni aðkomu ungs fólks á TEDx Talks

2020-11-24T12:17:53+00:00

Rut Einarsdóttir, ritari Landssambands ungmennafélaga (LUF), hélt nýverið ávarp á TEDx Talks. Þar segir hún brýnt að auka aðkomu ungs fólks að ákvörðunartöku, á öllum stjórnsýslustigum, til að sporna við hlýnun jarðar. Rut talar um mikilvægi þess að vinna í átt að sjálfbærni með aðgerðum sem taki mið af samtali þvert á kynslóðir. Hún vekur athygli á þeim gríðarlegu áhrifum sem stríðsátök hafa á umhverfið og að brýnt sé að endurskoða útgjöld til hernaðar á heimsvísu. Í því samhengi segir Rut mikilvægt að auka aðkomu ungs fólks að allri ákvarðanatöku, þar með talið á þeim sviðum er varða öryggis- og [...]

Rut kallar eftir aukinni aðkomu ungs fólks á TEDx Talks2020-11-24T12:17:53+00:00

Eva Dröfn á fundi Sameinuðu þjóðanna

2020-11-17T18:19:35+00:00

Eva Dröfn Hassell Guðmundsdóttir, ungmennafulltrúi Íslands hjá SÞ á sviði kynjajafnréttis sótti nýverið fund á vegum efnahags- og félagsmálaskrifstofu SÞ (UN DESA) sem hluta af 75. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Fundurinn samanstóð af óformlegu samtali á milli þriðju nefndar SÞ og ungmennafulltrúa hjá SÞ. Markmið fundarins var að greina frá mikilvægi vinnu og framlags ungmennafulltrúa innan SÞ, og innan vinnu þriðju nefndarinnar sérstaklega. Eva Dröfn greinir frá þátttöku sinni: Forseti nefndarinnar, Katalin Annamária Bogyay ávarpaði fundinn, og skýrði frá hlutverki Þriðju nefndarinnar ásamt niðurstöðum vinnu þeirra, gagnvirkra viðræðna og þátttöku. Bogyay talaði um þau fjölbreyttu mál sem falla undir starfsemi [...]

Eva Dröfn á fundi Sameinuðu þjóðanna2020-11-17T18:19:35+00:00

Engin opinber markmið í málefnum ungs fólks

2020-11-10T12:32:52+00:00

Í umsögn Landssambands ungmennafélaga (LUF) um frumvarp Alþingis til fjárlaga er gerð grein fyrir markmiðaleysi í málefnum ungs fólks og gagnrýnt að þarfir barna og ungs fólks séu settar undir sama hatt. LUF kallar eftir því að mótaður verði skýr lagarammi sem endurspegli þarfir ungs fólks annars vegar og barna hins vegar. Afleiðingarnar þessa markmiðaleysis hafa þegar sýnt sig en útbreiðsla COVID-19 hefur haft gríðarleg áhrif á þátttöku og réttindi ungs fólks. Um helmingur atvinnulausra er ungt fólk og vaxandi áhyggjur eru af auknu brottfalli úr framhaldsskólum. Á sama tíma og þessi þróun á sér stað styðja stjórnvöld takmarkað við [...]

Engin opinber markmið í málefnum ungs fólks2020-11-10T12:32:52+00:00

Eva Dröfn kjörin Ungmennafulltrúi Íslands hjá SÞ á sviði kynjajafnréttis

2020-11-05T14:19:55+00:00

Eva Dröfn, ungmennafulltrúi LUF hjá SÞ á sviði kynjajafnréttis. Eva Dröfn Hassell Guðmundsdóttir, fulltrúi UAK, var kjörin ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum (SÞ) á sviði kynjajafnréttis á 3. leiðtogaráðsfundi Landssambands ungmennafélaga (LUF), sem fram fór í gær 4. nóvember. Fundurinn fór fram rafrænt  og var fyrsti fjarfundur leiðtogaráðs frá upphafi.  Alls voru fimm full­trú­ar aðild­ar­fé­laga LUF í fram­boði á fund­in­um og kosið var í tveimur umferðum. Andrea Gunnarsdóttir, fulltrúi Hugrúnar, hlaut næst flest atkvæði og er því varafulltrúi. Skipun ungmennafulltrúans á sviði kynjajafnréttis og þátttaka hans er samstarfsverkefni LUF, Félags SÞ á Íslandi og forsætisráðuneytisins. Kynjajafnrétti þvert á [...]

Eva Dröfn kjörin Ungmennafulltrúi Íslands hjá SÞ á sviði kynjajafnréttis2020-11-05T14:19:55+00:00

Skýrsla um stöðu ungmennafélaga utan höfuðborgarsvæðisins

2020-11-03T12:46:02+00:00

Skýrsla á stöðu ungmennafélaga utan höfuðborgarsvæðisins var unnin sem þáttur í víðtækari rannsókn á rekstrarstöðu ungmennafélaga á Íslandi. Framkvæmd rannsóknarinnar var styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna og var unnin að beiðni aðildarfélaga LUF. Til þess að auka skilning á stöðunni tók starfsnemi LUF, Ólafur Daði Birgisson, viðtöl við stjórnarmenn nokkurra aðildarfélaga LUF sem eru með virka starfsemi á landsbyggðinni. Sækja skýrslu á PDF formi Skýrslan er unnin í samræmi við markmið 17 í framkvæmdaráætlun LUF 2020-2021; „Þarfagreining á starfsemi ungmennafélaga utan höfuðborgarsvæðisins.“ En þar kemur fram að aðildarfélög LUF hafi bent á að félög ungs fólks utan höfuðborgarsvæðisins [...]

Skýrsla um stöðu ungmennafélaga utan höfuðborgarsvæðisins2020-11-03T12:46:02+00:00
Go to Top