Ungmennaráð UN Women undir regnhlíf LUF
LUF 2020-09-22T17:54:08+00:00„Ungmennaráð UN Women fræðir og eflir ungmenni í málefnum kvenna og jafnréttis í fátækari löndum og stríðsátakasvæðum.“ Á stjórnarfundi 18. september 2020 samþykkti stjórn LUF umsókn Ungmennaráðs UN Women um áheyrnaraðild að sambandinu. Markmið ráðsins er að vera málsvari kvenna í fátækari ríkjum heims með það að leiðarljósi að störf þeirra séu órjúfanlegur hluti efnahags- og félagslegrar framþróunar. Ráðið vinnur að markmiðum sínum með ýmsum vitundarvakningar- og fjáröflunuarviðburðum í þágu UN Women á Íslandi. Ráðið gengur út frá þeirri stefnu að ungur fræðir ungan en helstu kynningar ráðsins fara fram í grunn- og framhaldsskólum. Ungt fólk á aldrinum 16-30 ára [...]