Óskað eftir framboðum til ungmennafulltrúa Sameinuðu þjóðanna á sviði loftslagsmála

2022-09-06T11:58:46+00:00

Landssamband ungmennafélaga (LUF) í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið óskar hér með eftir framboðum  til  ungmennafulltrúa Íslands hjáSameinuðu þjóðunum á sviði loftslagsmála (e. United Nations Youth Delegate of Iceland on Climate Change).na. Fulltrúinn kemur til með að vera skráður í opinbera sendinefnd Íslands og kemur meðal annars til með að sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27. Hvernig býð ég mig fram?  Öll aðildarfélög LUF (með fulla aðild og áheyrnaraðild) geta boðið fram einn fulltrúa. Áhugasamir félagsmenn aðildarfélaga LUF þurfa því að óska eftir umboði frá stjórn viðkomandi félags. Stjórnin tilkynnir framboð með því að [...]