Hugrún – geðfræðslufélag undir regnhlíf LUF
Tinna Isebarn2018-07-13T11:32:38+00:00Á stjórnarfundi 14. maí 2018 samþykkti stjórn LUF umsókn Hugrúnar - geðfræðslufélags um aðild að sambandinu. En tilgangur Hugrúnar er að sinna jafningjafræðslu um geðheilsu og geðraskanir fyrir ungmenni. Stjórn LUF telur tilgang og markmið Hugrúnar samræmast stefnu LUF um heilsu og vellíðan. Þar segir: „LUF telur að bregðast þurfi við því að hátt hlutfall ungs fólks stríðir við geðsjúkdóma á við kvíða og depurð. Er það grafalvarlegt að um þriðjungur háskólanema glímir við andleg veikindi, sérstaklega kvíða- og þunglyndi. LUF kallar því eftir fyrirbyggjandi aðgerðum og meðferðum sem stuðla að geðheilbrigði og vellíðan ungmenna. Einnig þarf að efla forvarnir og [...]