About Viktor

This author has not yet filled in any details.
So far Viktor has created 27 blog entries.

Fyrsti Alþjóðaráðsfundur LUF

2023-09-28T17:36:08+00:00

Miðvikudaginn 27. september fór fram fyrsti fundur Alþjóðaráðs LUF og markaði hann því tímamót í sögu félagsins. Fundurinn fór fram í nýjum húsakynnum LUF, í Mannréttindahúsi ÖBÍ að Sigtúni 42 og var hann settur af Jessý Jónsdóttur, alþjóðafulltrúa LUF og oddvita ráðsins. Fundurinn bar yfirskriftina “Heimsdagskrá ungs fólks” sem vísar í heimsdagskrá Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir fyrir ungt fólk (e. United Nations World Programme of Action for Youth). Sérstakur gestur fundarins var Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, sem gagnrýndi tilhneigingu stofnana og stjórnvalda til að koma fram við ungt fólk sem skraut, hvatti hún ungt fólk til að taka meira [...]

Fyrsti Alþjóðaráðsfundur LUF2023-09-28T17:36:08+00:00

Alþjóðaráðsfundur LUF 2023

2023-09-12T17:53:16+00:00

Stjórn LUF boðar til fundar Alþjóðaráðs LUF þann 27. september 2023 kl. 17:15. Fundurinn mun fara fram Mannréttindahúsi ÖBÍ, að Sigtúni 42. Er þetta fyrsti fundur Alþjóðaráðs og er markmið hans að veita aðildarfélögum LUF innsýn inn í alla alþjóðlega þátttöku og samvinnu LUF, þau tækifæri sem í henni eru fólgin fyrir aðildarfélög auk þess að ræða umgjörð alþjóðlegrar þátttöku ungs fólks á Íslandi. Stefnt er á að hafa fundinn flæðandi og með virkri þátttöku fundargesta. Sérstakur gestur verður Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, utanríkisráðherra. Í Alþjóðaráði eiga sæti alþjóðafulltrúar/ábyrgðaraðilar alþjóðamála allra aðildarfélaga auk sendinefndar LUF hjá Sameinuðu þjóðunum. Aðildarfélögum er [...]

Alþjóðaráðsfundur LUF 20232023-09-12T17:53:16+00:00

LUF auglýsir eftir þjálfurum fyrir Leiðtogaskóla Íslands 2023

2023-08-17T14:12:26+00:00

Landssamband ungmennafélaga (LUF) kallar eftir umsóknum um stöður þjálfara til þess að leiða námskeið í Leiðtogaskóla Íslands 2023.  LUF vinnur nú að áframhaldandi uppbyggingu Þjálfarateymis LUF (e. Pool of Trainers - PoT) - sem er aðferð sem notuð er víða í Evrópu til þess að byggja upp getu ungmennafélaga í að miðla óformlegu námi. Þjálfaralið LUF samanstanda af þjálfurum sem hafa reynslu, getu og þekkingu til að miðla fræðslu og þjálfa færni ungs fólks í margvíslegu ungmennastarfi. LUF sækir innblástur aðferðarinnar til Evrópuráðsins og Evrópska ungmennavettvangsins þar sem um er að ræða afurð af „þjálfun þjálfara“ (e. Train the Trainers).  [...]

LUF auglýsir eftir þjálfurum fyrir Leiðtogaskóla Íslands 20232023-08-17T14:12:26+00:00

LUF auglýsir eftir umsóknum í inngildingarráð

2023-05-23T14:25:36+00:00

Stjórn landssambands ungmennafélaga (LUF) auglýsir eftir umsóknum í Inngildingarráð LUF (e. Social Inclusion Committee). Hlutverk ráðsins er að vera til ráðgjafar í málefnum jaðarsettra ungmenna. Markmiðið með stofnun ráðsins er að skapa vettvang fyrir sérfræðiþekkingu um málefnasviðið og að veita ungu fólki, sem er berskjaldað fyrir margþættri mismunun sterkari rödd innan starfsemi LUF. Tilgangur ráðsins er m.a. liður í því verkefni sem stjórnvöld hafa falið LUF sem snýr að þarfagreiningu í tengslum við stofnun rafræns samráðsvettvangs sem er markmið í aðgerðaráætlun um Barnvænt Ísland. Þar er gerð sú krafa að sérstök áhersla verði lögð á að ná til „viðkvæmra hópa [...]

LUF auglýsir eftir umsóknum í inngildingarráð2023-05-23T14:25:36+00:00

Ungu fólki boðið á viðburð Sveitastjórnaþings Evrópuráðsins fyrir leiðtogafund

2023-05-15T11:50:33+00:00

Í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík stendur Sveitarstjórnarþing ráðsins, í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg, fyrir viðburði í Ráðhúsi Reykjavíkur. Viðburðurinn verður haldinn 15. maí nk. frá kl. 09:00-13:00. Yfirskrift hans er: ”Embedding democratic values at grassroots level”. Meðfylgjandi eru drög að dagskrá og upplýsingar um af hverju er verið að halda þennan viðburð sem og hér. Hann verður öllum opinn en ungt fólk er sérstaklega hvatt til þátttöku. Sveitarstjórnarþingið (Congress of Local and Regional Authorities) er skipað kjörnum fulltrúum af sveitarstjórnar- og millistjórnsýslustigi í aðildarríkjum Evrópuráðsins og er meginhlutverk þess að styrkja staðbundið lýðræði í aðildarríkjum ráðsins.  Ísland [...]

Ungu fólki boðið á viðburð Sveitastjórnaþings Evrópuráðsins fyrir leiðtogafund2023-05-15T11:50:33+00:00

1. leiðtogaráðsfundur og stofnun Inngildingarráðs LUF

2023-05-08T14:53:29+00:00

Fyrsti leiðtogaráðsfundur LUF, starfsárið 2023-2024 var haldinn 26. apríl á Grand hóteli. Er það fyrsti leiðtogaráðsfundur sem haldinn er eftir breytingar á samþykktum félagins. En í nýsamþykktum breytingum voru fundum fækkað úr fjórum í tvo sem leið til að auka gæði og mikilvægi fundanna sem og að búa til rými fyrir fleiri óformlegar samkomur leiðtogaráðs. Þá var leiðtogaráð einnig stækkað, þar sem aðildarfélög hafa nú einnig rétt á að senda varafulltrúa á fundi ráðsins auks oddvita og þá eiga einnig meðlimir alþjóðaráðs LUF ásamt sendinefnd LUF hjá SÞ seturétt á fundum ráðsins. Bar fyrsti leiðtogaráðsfundurinn yfirskriftina „Frá samráði til sóknar" [...]

1. leiðtogaráðsfundur og stofnun Inngildingarráðs LUF2023-05-08T14:53:29+00:00

Birta og Unnur kjörnar ungmennafulltrúar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviðum kynjajafnréttis og loftslagsmála

2023-05-04T10:36:23+00:00

Birta og Unnur kjörnar ungmennafulltrúar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviðum kynjajafnréttis og loftslagsmála Þær Birta B. Kjerúlf, fulltrúi Q-félagsins og Unnur Þórdís Kristinsdóttir, fulltrúi Ungra athafnakvenna (UAK) voru lýðræðislega kjörnar ungmennafulltrúar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum (SÞ) á sviðum kynjajafnréttis og loftslagsmála á leiðtogaráðsfundi Landssambands ungmennafélaga (LUF). Fundurinn fór fram á Grand hóteli, miðvikudaginn, 26. apríl og var um leið samráðsfundur samstarfsverkefni LUF og mennta- og barnamálaráðuneytisins um rafrænan samráðsvettvang barna og ungmenna. Ungmennafulltrúi á sviði kynjajafnréttis Voru 5 í framboði til ungmennafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði kynjajafnréttis, en Birta hlaut mestan stuðning leiðtogaráðs LUF, sem skipað er [...]

Birta og Unnur kjörnar ungmennafulltrúar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviðum kynjajafnréttis og loftslagsmála2023-05-04T10:36:23+00:00

Jessý Jónsdóttir kjörin í Ráðgjafaráð um málefni ungs fólks hjá Evrópuráðinu

2023-04-26T14:49:41+00:00

Jessý Jónsdóttir, alþjóðafulltrúi LUF, hefur verið kjörin í Ráðgjafaráð um málefni ungs fólks hjá Evrópuráðinu (e. Advisory Council on Youth to The Council of Jessý ásamt Emmu Roos, frambjóðanda LSU á aðalþingi YFJ. Europe). Var hún kjörin sem slík á aðalþingi Evrópska ungmennavettvangsins (YFJ), sem haldið var í Brussel dagana 20.-23. apríl. Hlaut hún þriðja hæsta atkvæðafjölda frambjóðanda á þinginu, en kjörið var í 7 stöður og voru 12 frambjóðendur. Í framboði sínu átti Jessý samtöl við fjölda félaga ungs fólks um alla Evrópu, þar sem hún greindi frá áherslum sínum um að lögð sé áhersla á valdeflingu [...]

Jessý Jónsdóttir kjörin í Ráðgjafaráð um málefni ungs fólks hjá Evrópuráðinu2023-04-26T14:49:41+00:00

Hvað finnst þér um innleiðingu Íslands á heimsmarkmiðum SÞ?

2023-04-12T11:52:54+00:00

Rebekka Karlsdóttir, ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði sjálfbærrar þróunar mun sækja ráðherrafund Sameinuðu þjóðanna (e. United Nations High-Level Political Forum (HLPF) New York í júlí 2023 fyrir hönd ungmenna á Íslandi.  Um ráðherrafund Sameinuðu þjóðanna (HLPF) Fundurinn fer fram árlega, en á nokkurra ára fresti kynna aðildarríki Sameinuðu þjóðanna svokallaðar landrýnisskýrslur (e. Voluntary National Review), þar sem farið er yfir stöðuna á innleiðingu heimsmarkmiðana um sjálfbæra þróun í hverju landi fyrir sig. Þessar skýrslur eru hluti af alþjóðlegri eftirfylgni með framgangi heimsmarkmiðanna og er mælst til þess að ríki skili að minnsta kosti þrisvar sinnum inn slíkum skýrslum [...]

Hvað finnst þér um innleiðingu Íslands á heimsmarkmiðum SÞ?2023-04-12T11:52:54+00:00

LUF óskar eftir framboðum úr leiðtogaráði í stjórn Leiðtogaskóla Íslands

2023-03-29T15:53:34+00:00

Stjórn Landssambands ungmennafélaga óskar eftir framboðum úr leiðtogaráði LUF til setu í stjórn Leiðtogaskóla Íslands (LSÍ) starfsárið 2023-2024. Stjórn LSÍ samanstendur af fimm einstaklingum; Rektori LSÍ (fyrrverandi forseta LUF), framkvæmdastjóra LUF, yfirþjálfara þjálfarateymis LUF, stjórn LUF skipar einn á 1. stjórnarfundi og leiðtogaráð LUF skipar einn á 1. leiðtogaráðsfundi. Starfstímabil stjórnar LSÍ er eitt ár sem hefst frá 1. leiðtogaráðsfundi LUF. Hlutverk stjórnar LSÍ er að: Tryggja að skólinn starfi í samræmi við lög, stefnu, framkvæmdaáætlun og siðareglur LUF. Tryggja að reglulegt gæðamat fari fram, einkum innleiðing á hæfnislíkani (e. Competence model for trainers) Evrópusambandsins sem þróað var samhliða Evrópsku [...]

LUF óskar eftir framboðum úr leiðtogaráði í stjórn Leiðtogaskóla Íslands2023-03-29T15:53:34+00:00
Go to Top