Fyrsti Alþjóðaráðsfundur LUF
Viktor2023-09-28T17:36:08+00:00Miðvikudaginn 27. september fór fram fyrsti fundur Alþjóðaráðs LUF og markaði hann því tímamót í sögu félagsins. Fundurinn fór fram í nýjum húsakynnum LUF, í Mannréttindahúsi ÖBÍ að Sigtúni 42 og var hann settur af Jessý Jónsdóttur, alþjóðafulltrúa LUF og oddvita ráðsins. Fundurinn bar yfirskriftina “Heimsdagskrá ungs fólks” sem vísar í heimsdagskrá Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir fyrir ungt fólk (e. United Nations World Programme of Action for Youth). Sérstakur gestur fundarins var Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, sem gagnrýndi tilhneigingu stofnana og stjórnvalda til að koma fram við ungt fólk sem skraut, hvatti hún ungt fólk til að taka meira [...]