About Viktor

This author has not yet filled in any details.
So far Viktor has created 31 blog entries.

Birta og Unnur kjörnar ungmennafulltrúar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviðum kynjajafnréttis og loftslagsmála

2023-05-04T10:36:23+00:00

Birta og Unnur kjörnar ungmennafulltrúar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviðum kynjajafnréttis og loftslagsmála Þær Birta B. Kjerúlf, fulltrúi Q-félagsins og Unnur Þórdís Kristinsdóttir, fulltrúi Ungra athafnakvenna (UAK) voru lýðræðislega kjörnar ungmennafulltrúar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum (SÞ) á sviðum kynjajafnréttis og loftslagsmála á leiðtogaráðsfundi Landssambands ungmennafélaga (LUF). Fundurinn fór fram á Grand hóteli, miðvikudaginn, 26. apríl og var um leið samráðsfundur samstarfsverkefni LUF og mennta- og barnamálaráðuneytisins um rafrænan samráðsvettvang barna og ungmenna. Ungmennafulltrúi á sviði kynjajafnréttis Voru 5 í framboði til ungmennafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði kynjajafnréttis, en Birta hlaut mestan stuðning leiðtogaráðs LUF, sem skipað er [...]

Birta og Unnur kjörnar ungmennafulltrúar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviðum kynjajafnréttis og loftslagsmála2023-05-04T10:36:23+00:00

Jessý Jónsdóttir kjörin í Ráðgjafaráð um málefni ungs fólks hjá Evrópuráðinu

2023-04-26T14:49:41+00:00

Jessý Jónsdóttir, alþjóðafulltrúi LUF, hefur verið kjörin í Ráðgjafaráð um málefni ungs fólks hjá Evrópuráðinu (e. Advisory Council on Youth to The Council of Jessý ásamt Emmu Roos, frambjóðanda LSU á aðalþingi YFJ. Europe). Var hún kjörin sem slík á aðalþingi Evrópska ungmennavettvangsins (YFJ), sem haldið var í Brussel dagana 20.-23. apríl. Hlaut hún þriðja hæsta atkvæðafjölda frambjóðanda á þinginu, en kjörið var í 7 stöður og voru 12 frambjóðendur. Í framboði sínu átti Jessý samtöl við fjölda félaga ungs fólks um alla Evrópu, þar sem hún greindi frá áherslum sínum um að lögð sé áhersla á valdeflingu [...]

Jessý Jónsdóttir kjörin í Ráðgjafaráð um málefni ungs fólks hjá Evrópuráðinu2023-04-26T14:49:41+00:00

Hvað finnst þér um innleiðingu Íslands á heimsmarkmiðum SÞ?

2023-04-12T11:52:54+00:00

Rebekka Karlsdóttir, ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði sjálfbærrar þróunar mun sækja ráðherrafund Sameinuðu þjóðanna (e. United Nations High-Level Political Forum (HLPF) New York í júlí 2023 fyrir hönd ungmenna á Íslandi.  Um ráðherrafund Sameinuðu þjóðanna (HLPF) Fundurinn fer fram árlega, en á nokkurra ára fresti kynna aðildarríki Sameinuðu þjóðanna svokallaðar landrýnisskýrslur (e. Voluntary National Review), þar sem farið er yfir stöðuna á innleiðingu heimsmarkmiðana um sjálfbæra þróun í hverju landi fyrir sig. Þessar skýrslur eru hluti af alþjóðlegri eftirfylgni með framgangi heimsmarkmiðanna og er mælst til þess að ríki skili að minnsta kosti þrisvar sinnum inn slíkum skýrslum [...]

Hvað finnst þér um innleiðingu Íslands á heimsmarkmiðum SÞ?2023-04-12T11:52:54+00:00

LUF óskar eftir framboðum úr leiðtogaráði í stjórn Leiðtogaskóla Íslands

2023-03-29T15:53:34+00:00

Stjórn Landssambands ungmennafélaga óskar eftir framboðum úr leiðtogaráði LUF til setu í stjórn Leiðtogaskóla Íslands (LSÍ) starfsárið 2023-2024. Stjórn LSÍ samanstendur af fimm einstaklingum; Rektori LSÍ (fyrrverandi forseta LUF), framkvæmdastjóra LUF, yfirþjálfara þjálfarateymis LUF, stjórn LUF skipar einn á 1. stjórnarfundi og leiðtogaráð LUF skipar einn á 1. leiðtogaráðsfundi. Starfstímabil stjórnar LSÍ er eitt ár sem hefst frá 1. leiðtogaráðsfundi LUF. Hlutverk stjórnar LSÍ er að: Tryggja að skólinn starfi í samræmi við lög, stefnu, framkvæmdaáætlun og siðareglur LUF. Tryggja að reglulegt gæðamat fari fram, einkum innleiðing á hæfnislíkani (e. Competence model for trainers) Evrópusambandsins sem þróað var samhliða Evrópsku [...]

LUF óskar eftir framboðum úr leiðtogaráði í stjórn Leiðtogaskóla Íslands2023-03-29T15:53:34+00:00

LUF óskar eftir tilnefningum til ungmennafulltrúa Íslands hjá SÞ á sviði kynjajafnréttis

2023-03-29T14:51:42+00:00

Landssamband ungmennafélaga (LUF) í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og forsætisráðuneytið auglýsir eftir framboðum ungmenna á aldrinum 18-25 ára til að gegna stöðu ungmennafulltrúa Íslands gagnvart Sameinuðu þjóðunum á sviði kynjajafnréttis (e. United Nations Youth Delegate of Iceland on Gender Equality) í umboði íslenskra ungmenna. Fulltrúinn kemur til með að sitja í stýrihóp forsætisráðuneytisins um kynslóð jafnréttis og sækja viðburð á vegum The Commission on the Status of Women (CSW). Ungmennafulltrúar Sameinuðu þjóðanna Sendinefnin er samstarfsverkefni LUF og Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi sem vinna að aukinni þátttöku Ungmennafulltrúa Íslands á viðburðum Sameinuðu þjóðanna (e. UN Youth Delegation Programme). [...]

LUF óskar eftir tilnefningum til ungmennafulltrúa Íslands hjá SÞ á sviði kynjajafnréttis2023-03-29T14:51:42+00:00

LUF óskar eftir tilnefningum til ungmennafulltrúa Íslands hjá SÞ á sviði loftslagsmála

2023-03-29T14:36:20+00:00

Landssamband ungmennafélaga (LUF) í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir eftir framboðum ungmenna á aldrinum 18-25 ára til að gegna stöðu ungmennafulltrúa Íslands gagnvart Sameinuðu þjóðunum á sviði loftslagsmála (e. United Nations Youth Delegate of Iceland on Climate Change) í umboði íslenskra ungmenna. Fulltrúinn kemur til með að sækja 28. loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP28, sem fer fram í Dubai í desember 2023. Ungmennafulltrúar Sameinuðu þjóðanna Sendinefnin er samstarfsverkefni LUF og Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi sem vinna að aukinni þátttöku Ungmennafulltrúa Íslands á viðburðum Sameinuðu þjóðanna (e. UN Youth Delegation Programme). Ungmennafulltrúar eru lýðræðislega kjörnir af [...]

LUF óskar eftir tilnefningum til ungmennafulltrúa Íslands hjá SÞ á sviði loftslagsmála2023-03-29T14:36:20+00:00

Framtíðin er í okkar höndum!

2023-03-27T12:47:26+00:00

Ímyndið ykkur hvernig heimurinn var fyrir 50 þúsund árum. Á þeim tímapunkti lifði mannfólk á svokallaðri ‘fornsteinöld’ sem einkenndist af því að við notuðumst að mestu leyti við verkfæri úr steinum, bjuggum mörg hver í hellum og voru loðfílar einnig á reiki. Reynið nú að ímynda ykkur heiminn 50 þúsund ár í öfuga átt, fram í tímann. Það er nær ómögulegt að ímynda sér hvernig samfélagið okkar eða líf á jörðinni mun líta út þá, enda eru 50 þúsund ár mjög langur tími. Það er þó eitt sem er ljóst, að aðgerðir okkar í loftslagsmálum á næstu árum hafa verulega mótandi [...]

Framtíðin er í okkar höndum!2023-03-27T12:47:26+00:00

LUF landstengiliður samevrópsks lýðræðisátaks Evrópuráðsins

2023-03-10T12:07:25+00:00

Democracy Here | Democracy Now er verkefni Evrópuráðsins sem er samhæft af ungmennadeild ráðsins og miðar að því að efla lýðræðisþátttöku ungs fólks með því að efla gagnkvæmt traust milli ungs fólks og lýðræðislegra stofnana og kerfa. Hefur herferðin staðið yfir síðan árið 2020 og staðið fyrir fjölda verkefna víðsvegar um Evrópu auks ákalli um 50 aðgerðir til stuðnings lýðræðisþátttöku ungs fólks. Geta ungmennafélög sótt um styrki tengt verkefninu í gegnum Evrópska ungmennasjóðinn. Landstengiliðir herferðarinnar eru skipaðir af stýrihóp Evrópuráðsins um ungt fólk. Hlutverk þeirra er að samræma staðbundna og innlenda starfsemi herferðarinnar og upplýsa skrifstofu átaksins um málefni sem [...]

LUF landstengiliður samevrópsks lýðræðisátaks Evrópuráðsins2023-03-10T12:07:25+00:00

Stuðningur Ís­lands mikil­vægur til að standa vörð um mann­réttindi í ljósi lofts­lags­breytinga

2023-03-06T13:16:34+00:00

Á lítilli eyju út í miðju hafi búa rúmlega þrjú hundruð þúsund manns. Þetta þykir ekki vera fjölmennt samfélag miðað við önnur lönd heimsins en þrátt fyrir það er þetta sjálfstætt land með sitt eigið stjórnkerfi, gjaldmiðil og tungumál. Þó þessi eyja eigi margt sameiginlegt með Íslandi þá er þetta ekki lýsing á köldu eyjunni okkar hér í Norður Atlantshafi heldur er þetta lýsing á eyjunni Vanuatu í kyrrahafinu sem leiðir um þessar mundir mikilvægt verkefni um loftslagsmál og mannréttindi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru þegar farnar að hafa skaðleg áhrif á samfélög og [...]

Stuðningur Ís­lands mikil­vægur til að standa vörð um mann­réttindi í ljósi lofts­lags­breytinga2023-03-06T13:16:34+00:00

Ný stjórn LUF

2023-03-03T11:40:07+00:00

Geir endurkjörinn forseti LUFSambandsþing Landssambands Ungmennafélaga (LUF) fór fram laugardaginn 25. febrúar síðastliðinn á Háskólatorgi þar sem fulltrúar aðaildarfélaga LUF kusu nýja stjórn. Geir Finnsson, fulltrúi Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar var endurkjörinn forseti en hafði hann betur í kosningu gegn S. Magga Snorrasyni, fulltrúa Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Geir Finnsson, endurkjörinn forseti LUF. Í framboðsræðu sinni lagði Geir áherslu á mikilvægi þess að stækka LUF og að félagið beiti sér af krafti fyrir endurskoðun á æskulýðslögum. „LUF stendur í raun á tímamótum, það er að slíta barnsskónum og stefnir á hraðleið í þá átt að vera það hagsmunafélag sem við viljum að [...]

Ný stjórn LUF2023-03-03T11:40:07+00:00
Go to Top