Birta og Unnur kjörnar ungmennafulltrúar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviðum kynjajafnréttis og loftslagsmála
Viktor2023-05-04T10:36:23+00:00Birta og Unnur kjörnar ungmennafulltrúar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviðum kynjajafnréttis og loftslagsmála Þær Birta B. Kjerúlf, fulltrúi Q-félagsins og Unnur Þórdís Kristinsdóttir, fulltrúi Ungra athafnakvenna (UAK) voru lýðræðislega kjörnar ungmennafulltrúar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum (SÞ) á sviðum kynjajafnréttis og loftslagsmála á leiðtogaráðsfundi Landssambands ungmennafélaga (LUF). Fundurinn fór fram á Grand hóteli, miðvikudaginn, 26. apríl og var um leið samráðsfundur samstarfsverkefni LUF og mennta- og barnamálaráðuneytisins um rafrænan samráðsvettvang barna og ungmenna. Ungmennafulltrúi á sviði kynjajafnréttis Voru 5 í framboði til ungmennafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði kynjajafnréttis, en Birta hlaut mestan stuðning leiðtogaráðs LUF, sem skipað er [...]