Aðildarfélög LUF orðin 40 talsins
LUF2022-09-25T13:36:58+00:00Á stjórnarfundi LUF, miðvikudaginn 21. september sl., afgreiddi stjórn umsóknir félaganna UngSAFT og Sk8roots um áheyrnaraðild að LUF. Stjórn samþykkti umsóknir beggja félaga um áheyrnaraðild að félaginu einróma. Eru aðildarfélög LUF því alls orðin 40 talsins. UngSAFT UngSAFT er ungmennaráð SAFT sem er miðstöð netöryggisfræðslu barna og ungmenna á Íslandi. Ráðið samanstendur af ungmennum á aldrinum 13-18 ára sem koma allstaðar af á landinu. UngSAFT er með tvo staðfundi á ári í Reykjavík en þess á milli eru fundir ráðsins rafrænir. Meðlimir UngSAFT geta fengið tækifæri á að vera fulltrúar á innlendum og erlendum ráðstefnum og vinnuhópum. Ungmennaráð SAFT [...]