Unghugar Hugarafls undir regnhlíf LUF
LUF 2020-07-27T13:18:33+00:00Á stjórnarfundi 22. júlí 2020 samþykkti stjórn LUF umsókn Unghuga Hugarafls um áheyrnaraðild að sambandinu. Unghugar vinna í þágu ungs fólks með persónulega reynslu af andlegum áskorunum. Stefna Unghuga er að efla fyrirmyndir fyrir aðra í sjálfsvinnu, styðja félagsmenn í bataferli og vinna að valdeflingu ungs fólks með persónulega reynslu af andlegum áskorunum. Með því móti vinna Unghugar að markmiði sínu sem er að hafa jákvæð áhrif á íslenskt geðheilbrigðiskerfi. Stuðla að heilsu og vellíðan Stjórn LUF telur tilgang og markmið Unghuga samræmast stefnu LUF um heilsu og vellíðan. Þar segir: „LUF telur að bregðast þurfi við því [...]