Ný stjórn LUF
Viktor2023-03-03T11:40:07+00:00Geir endurkjörinn forseti LUFSambandsþing Landssambands Ungmennafélaga (LUF) fór fram laugardaginn 25. febrúar síðastliðinn á Háskólatorgi þar sem fulltrúar aðaildarfélaga LUF kusu nýja stjórn. Geir Finnsson, fulltrúi Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar var endurkjörinn forseti en hafði hann betur í kosningu gegn S. Magga Snorrasyni, fulltrúa Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Geir Finnsson, endurkjörinn forseti LUF. Í framboðsræðu sinni lagði Geir áherslu á mikilvægi þess að stækka LUF og að félagið beiti sér af krafti fyrir endurskoðun á æskulýðslögum. „LUF stendur í raun á tímamótum, það er að slíta barnsskónum og stefnir á hraðleið í þá átt að vera það hagsmunafélag sem við viljum að [...]