Jessý Jónsdóttir kjörin í Ráðgjafaráð um málefni ungs fólks hjá Evrópuráðinu

2023-04-26T14:49:41+00:00

Jessý Jónsdóttir, alþjóðafulltrúi LUF, hefur verið kjörin í Ráðgjafaráð um málefni ungs fólks hjá Evrópuráðinu (e. Advisory Council on Youth to The Council of Jessý ásamt Emmu Roos, frambjóðanda LSU á aðalþingi YFJ. Europe). Var hún kjörin sem slík á aðalþingi Evrópska ungmennavettvangsins (YFJ), sem haldið var í Brussel dagana 20.-23. apríl. Hlaut hún þriðja hæsta atkvæðafjölda frambjóðanda á þinginu, en kjörið var í 7 stöður og voru 12 frambjóðendur. Í framboði sínu átti Jessý samtöl við fjölda félaga ungs fólks um alla Evrópu, þar sem hún greindi frá áherslum sínum um að lögð sé áhersla á valdeflingu [...]

Jessý Jónsdóttir kjörin í Ráðgjafaráð um málefni ungs fólks hjá Evrópuráðinu2023-04-26T14:49:41+00:00

Ný stjórn LUF

2023-03-03T11:40:07+00:00

Geir endurkjörinn forseti LUFSambandsþing Landssambands Ungmennafélaga (LUF) fór fram laugardaginn 25. febrúar síðastliðinn á Háskólatorgi þar sem fulltrúar aðaildarfélaga LUF kusu nýja stjórn. Geir Finnsson, fulltrúi Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar var endurkjörinn forseti en hafði hann betur í kosningu gegn S. Magga Snorrasyni, fulltrúa Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Geir Finnsson, endurkjörinn forseti LUF. Í framboðsræðu sinni lagði Geir áherslu á mikilvægi þess að stækka LUF og að félagið beiti sér af krafti fyrir endurskoðun á æskulýðslögum. „LUF stendur í raun á tímamótum, það er að slíta barnsskónum og stefnir á hraðleið í þá átt að vera það hagsmunafélag sem við viljum að [...]

Ný stjórn LUF2023-03-03T11:40:07+00:00

Unnur kjörin ungmennafulltrúi Íslands á sviði mannréttinda

2023-02-27T10:57:11+00:00

Unnur kjörin ungmennafulltrúi Íslands á sviði mannréttinda Unnur Lárusdóttir, fulltrúi Sambands íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE), var lýðræðislega kjörin ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum (SÞ) á sviði mannréttinda á Sambandsþingi Landssambands ungmennafélaga (LUF). Þingið fór fram á Háskólatorgi laugardaginn, 25. janúar og voru 6 í framboði. Sólveig Ástudóttir Daðadóttir, fulltrúi Q-félags hinsegin stúdenta, hlaut næst flest atkvæði og mun hún því starfa sem varafulltrúi. Unnur Lárusdóttir, nýjkörinn ungmennafulltrúi á sviði mannréttinda. Unnur býr yfir reynslu af réttindabaráttu ungs fólks en hún hefur m.a. setið í stjórn UN Women á Íslandi. Þar tók hún þátt í því að efla þekkingu [...]

Unnur kjörin ungmennafulltrúi Íslands á sviði mannréttinda2023-02-27T10:57:11+00:00

LUF stækkar

2023-01-13T12:13:03+00:00

Á stjórnarfundi LUF, miðvikudaginn 11. janúar, afgreiddi stjórn umsókn Ungliðahreyfingar Íslandsdeildar Amnesty International um áheyrnaraðild að LUF. Stjórn samþykkti umsókn félagsins samhljóma. Eru aðildarfélög LUF því alls orðin 41 talsins. Ungliðahreyfing Íslandsdeildar Amnesty International Ungl­iða­hreyfing Íslands­deildar Amnesty Internati­onal er félags­skapur ungra mann­rétt­inda­sinna á aldr­inum 15-25 ára. Hlut­verk ungl­iða­hreyf­ing­ar­innar er að vekja athygli á mann­rétt­indum og mann­rétt­inda­brotum um heim allan í gegnum aðgerð­astarf. Ungl­iða­hreyfing Íslands­deildar Amnesty Internati­onal var stofnuð í mars árið 2012. Hreyf­ingin hefur frá fyrstu dögum haft það að leið­ar­ljósi að vekja athygli á mann­rétt­inda­málum í víðu samhengi. Þá er Ungliðahreyfingin er einn helsti kjarni í aðgerðarstarfi Íslandsdeildar Amnesty [...]

LUF stækkar2023-01-13T12:13:03+00:00

Guðmundur Bjarnason er Félagi ársins 2022

2022-12-06T14:59:50+00:00

Félagi ársins 2022 var haldinn á degi sjálfboðaliðans, 5. desember við hátíðlega athöfn á Stúdentakjallaranum. LUF heldur viðburðinn ár hvert til að hvetja til og heiðra sjálboðaliðastarf meðlima aðildarfélaga sinna. Að þessu sinni voru 7 tilnefnd sem Félagi ársins, þau: Baldur Blöndal frá ELSA, Benedikt Bjarnason frá Ung norræn, Dagmar Óladóttir frá SHÍ, Diana Íva Gunnarsdóttir frá Ungum framsóknarmönnum, Guðmundur Bjarnason frá Samtökum ungra bænda, Natan Kolbeinsson frá Uppreisn og Ragnar Björnsson frá JCI. Hlutu þau öll viðurkenningu fyrir óeigingjörn störf sín í þágu sinna félaga. Dómnefnd skipuð af Tinnu Isebarn framkvæmdastjóra LUF, Sigurði Sigurðssyni fyrrum forseta LUF [...]

Guðmundur Bjarnason er Félagi ársins 20222022-12-06T14:59:50+00:00

Rebekka Karlsdóttir nýr ungmennafulltrúi á sviði sjálfbærrar þróunar og málþing um stöðu og framtíð ungmennageirans

2022-12-07T16:13:13+00:00

Rebekka Karsdóttir, fulltrúi SHÍ, var kjörin ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum (SÞ) á sviði sjálfbærrar þróunar á þriðja fundi Leiðtogaráðs Landssambands ungmennafélaga (LUF). Fundurinn fór fram í Iðnó í gær, 29. nóvember. Evlalía Kolbrún Ágústsdóttir, fulltrúi UU, hlaut næst flest atkvæði og mun hún því starfa sem varafulltrúi. „Ég vil leggja upp úr því að valdefla fleiri til þess að rödd ungmenna hljómi enn hærra“ Rebekka hefur mikla reynslu af ýmsum sjálfboðastörfum og hefur hagsmunabarátta stúdenta innan Háslóla Íslands verið hennar helsti vettvangur að undanförnu þar sem hún gegnir nú starfi forseta Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Rebekka er með BA-gráðu í [...]

Rebekka Karlsdóttir nýr ungmennafulltrúi á sviði sjálfbærrar þróunar og málþing um stöðu og framtíð ungmennageirans2022-12-07T16:13:13+00:00

Aðildarfélög LUF orðin 40 talsins

2022-09-25T13:36:58+00:00

Á stjórnarfundi LUF, miðvikudaginn 21. september sl., afgreiddi stjórn umsóknir félaganna UngSAFT og Sk8roots um áheyrnaraðild að LUF. Stjórn samþykkti umsóknir beggja félaga um áheyrnaraðild að félaginu einróma. Eru aðildarfélög LUF því alls orðin 40 talsins.   UngSAFT   UngSAFT er ungmennaráð SAFT sem er miðstöð netöryggisfræðslu barna og ungmenna á Íslandi. Ráðið samanstendur af ungmennum á aldrinum 13-18 ára sem koma allstaðar af á landinu. UngSAFT er með tvo staðfundi á ári í Reykjavík en þess á milli eru fundir ráðsins rafrænir. Meðlimir UngSAFT geta fengið tækifæri á að vera fulltrúar á innlendum og erlendum ráðstefnum og vinnuhópum. Ungmennaráð SAFT [...]

Aðildarfélög LUF orðin 40 talsins2022-09-25T13:36:58+00:00

Óskað eftir framboðum til ungmennafulltrúa Íslands hjá SÞ á sviði sjálfbærrar þróunar

2021-11-11T13:39:35+00:00

Landssamband ungmennafélaga (LUF), í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og forsætisráðuneytið, óskar hér með eftir framboðum til Ungmennafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði sjálfbærrar þróunar (e. United Nations Youth Delegate of Iceland on Sustainable Development) sem verður lýðræðislega kjörinn á leiðtogaráðsfundi LUF þann 24. nóvember næstkomandi. Ungmennafulltrúinn kemur til með að taka þátt í störfum ráðherrafundar Sameiðuðu þjóðanna (e. United Nations High-Level Political Forum (HLPF 2022), sem fram fer í New York 5. - 15. júlí, í umboði ungs fólks á Íslandi. Ungmennafulltrúar Sameinuðu þjóðanna Sendinefndin er samstarfsverkefni LUF og Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi sem vinna að [...]

Óskað eftir framboðum til ungmennafulltrúa Íslands hjá SÞ á sviði sjálfbærrar þróunar2021-11-11T13:39:35+00:00

Q – félag hinsegin stúdenta undir regnhlíf LUF

2021-09-30T16:01:31+00:00

“Q - félag hinsegin stúdenta stuðlar að aukinni fræðslu, kennslu, umræðu og rannsóknum um málefni hinsegin fólks  innan sem flestra háskólagreina.” Á stjórnarfundi LUF þann 27. september sl. var samþykkt umsókn Q - félags hinsegin stúdenta um áheyrnaraðild að LUF. Hefur félagið því bæst við í hóp fjölbreyttra aðildarfélaga. Markmið félagsins eru að þjóna hagsmunum hinsegin stúdenta á Íslandi. Þau gefa hinsegin (LGBTQIA+) stúdentum tækifæri til að hittast, veita þeim stuðning og auka samheldni þeirra. Jafnframt eru samtökin sýnilegt afl innan háskóla og í forsvari þegar málefni hinsegin einstaklinga ber á góma, þau beita sér í réttindabaráttu hinsegin fólks innan og [...]

Q – félag hinsegin stúdenta undir regnhlíf LUF2021-09-30T16:01:31+00:00

Metþátttaka í skuggakosningum

2021-09-13T12:12:07+00:00

Framhaldsskólanemendur ganga til kosninga í skuggakosningum þann 9. september næstkomandi. Þetta er í fjórða sinn sem skuggakosningar fara fram hér á landi, en aldrei hafa jafn margir skólar verið skráðir til leiks. Á kjörskrá verða 13.265 nemendur úr 26 framhaldsskólum sem ekki höfðu aldur til að kjósa í síðustu alþingiskosningum. Þeir sem eru að kjósa í fyrsta sinn til Alþingis verða þannig betur undirbúnir til að kjósa fyrir alvöru. Einnig koma þeir sem ekki hafa náð kosningaaldri til með að segja sína skoðun. Skuggakosningar í framhaldsskólum er liður í lýðræðisherferðinni #ÉgKýs sem Landssamband ungmennafélaga (LUF) stendur fyrir í samstarfi við Samband [...]

Metþátttaka í skuggakosningum2021-09-13T12:12:07+00:00
Go to Top