Q – félag hinsegin stúdenta undir regnhlíf LUF

2021-09-30T16:01:31+00:00

“Q - félag hinsegin stúdenta stuðlar að aukinni fræðslu, kennslu, umræðu og rannsóknum um málefni hinsegin fólks  innan sem flestra háskólagreina.” Á stjórnarfundi LUF þann 27. september sl. var samþykkt umsókn Q - félags hinsegin stúdenta um áheyrnaraðild að LUF. Hefur félagið því bæst við í hóp fjölbreyttra aðildarfélaga. Markmið félagsins eru að þjóna hagsmunum hinsegin stúdenta á Íslandi. Þau gefa hinsegin (LGBTQIA+) stúdentum tækifæri til að hittast, veita þeim stuðning og auka samheldni þeirra. Jafnframt eru samtökin sýnilegt afl innan háskóla og í forsvari þegar málefni hinsegin einstaklinga ber á góma, þau beita sér í réttindabaráttu hinsegin fólks innan og [...]

Q – félag hinsegin stúdenta undir regnhlíf LUF2021-09-30T16:01:31+00:00

Metþátttaka í skuggakosningum

2021-09-13T12:12:07+00:00

Framhaldsskólanemendur ganga til kosninga í skuggakosningum þann 9. september næstkomandi. Þetta er í fjórða sinn sem skuggakosningar fara fram hér á landi, en aldrei hafa jafn margir skólar verið skráðir til leiks. Á kjörskrá verða 13.265 nemendur úr 26 framhaldsskólum sem ekki höfðu aldur til að kjósa í síðustu alþingiskosningum. Þeir sem eru að kjósa í fyrsta sinn til Alþingis verða þannig betur undirbúnir til að kjósa fyrir alvöru. Einnig koma þeir sem ekki hafa náð kosningaaldri til með að segja sína skoðun. Skuggakosningar í framhaldsskólum er liður í lýðræðisherferðinni #ÉgKýs sem Landssamband ungmennafélaga (LUF) stendur fyrir í samstarfi við Samband [...]

Metþátttaka í skuggakosningum2021-09-13T12:12:07+00:00

Opið fyrir umsóknir í Leiðtogaskóla Íslands 2021

2021-09-13T14:38:25+00:00

Býr leiðtogi í þér? Sækja um Leiðtogaskóli Íslands (LSÍ) þjálfar persónulega hæfni, eflir tengslanet, deilir reynslu og eykur leiðtogahæfni. Námskeið skólans veita aukna hagnýta þekkingu, verkfæri sem nýtast almennu starfi ungmennafélaga og nýtast í hagsmuna- og réttindabaráttu ungs fólks.  Leiðtogaskólinn 2021 fer fram helgarnar 9. – 10. & 23. – 24. október í Hinu húsinu. “Vakin er athygli á að stjórn LSÍ áskilur sér rétt til breytinga” Fyrir hverja? Skólinn er sameiginlegur vettvangur aðildarfélaga LUF. Hann er ætlaður fólki á aldrinum 16-35 ára sem situr í stjórnum ungmennafélaga, sjálfboðaliða og almenna félagsmenn aðildarfélaganna sem vilja láta til sín taka í þágu [...]

Opið fyrir umsóknir í Leiðtogaskóla Íslands 20212021-09-13T14:38:25+00:00

Þorbjörg Arna ráðin verkefnastjóri hjá LUF í sumar

2021-06-16T12:17:37+00:00

Landssamband ungmennafélaga (LUF) hefur ráðið Þorbjörgu Örnu Jónasdóttur í stöðu verkefnastjóra félagsins sumarið 2021. Þorbjörg er að klára sitt fyrsta ár í alþjóðafræði í Leiden University í Den Haag í Hollandi. Samhliða því námi er hún í stjórnsýslu og alþjóðamálum í Honours College við sama háskóla. Þorbjörg hefur verið virkur þátttakandi í félagsstörfum hérlendis sem og erlendis. Hún byrjaði ung í Ráðgjafahóp Umboðsmanns barna þar sem að hún sótti fundi, ráðstefnur og aðra viðburði sem að fjölluðu um málefni barna og ungmenna. Það var upphafið að frekari félagsstörfum en síðar hlaut hún námsstyrk til að sækja Norska alþjóðlega menntaskólann „United World [...]

Þorbjörg Arna ráðin verkefnastjóri hjá LUF í sumar2021-06-16T12:17:37+00:00

Auglýst eftir þjálfurum fyrir Leiðtogaskóla Íslands 2021

2021-06-03T15:09:39+00:00

Landssamband ungmennafélaga (LUF) kallar eftir umsóknum um stöður þjálfara til þess að leiða námskeið í Leiðtogaskóla Íslands 2021.  LUF vinnur nú að áframhaldandi uppbyggingu Þjálfarateymis LUF (e. Pool of Trainers - PoT) - sem er aðferð sem notuð er víða í Evrópu til þess að byggja upp getu ungmennafélaga í að miðla óformlegu námi. Þjálfaralið LUF samanstanda af þjálfurum sem hafa reynslu, getu og þekkingu til að miðla fræðslu og þjálfa færni ungs fólks í margvíslegu ungmennastarfi. LUF sækir innblástur aðferðarinnar til Evrópuráðsins og Evrópska ungmennavettvangsins þar sem um er að ræða afurð af „þjálfun þjálfara“ (e. Train the Trainers).  Þjálfarateymi [...]

Auglýst eftir þjálfurum fyrir Leiðtogaskóla Íslands 20212021-06-03T15:09:39+00:00

Sunna Dögg Ágústsdóttir Félagi Ársins 2020

2021-03-22T14:51:01+00:00

Félagi ársins er árleg viðurkenning fyrir sjálfboðastarf innan aðildarfélaga LUF. Um er að ræða hvatningarviðburð þar sem aðildarfélögin velja framúrskarandi félagsmann sem þau vilja umbuna fyrir vel unnin störf og hita upp fyrir sambandsþing. Allir sem hlutu tilnefningu fengu viðurkenningu fyrir vel unnin störf. Hvert aðildarfélag gat tilnefnt einn framúrskarandi félagsmann til Félaga ársins.  Viðburðurinn fór fram 25. febrúar 2021 með óhefðbundnu sniði í ljósi aðstæðna. Allir sem voru tilnefndir var boðið að koma í Hitt húsið að taka á móti viðurkenningum á opnum viðburði sem streymt var á samfélagsmiðlum. Sex einstaklingar sem voru tilnefndir til Félaga ársins 2020 voru eftirfarandi:  [...]

Sunna Dögg Ágústsdóttir Félagi Ársins 20202021-03-22T14:51:01+00:00

Brotið á félagafrelsi ungs fólks

2021-03-23T12:21:42+00:00

Undanfarin ár hefur LUF barist fyrir viðurkenningu á rétti ungs fólks til að sitja í stjórnum almennra félagasamtaka í samræmi við réttindi félagsmanna, samþykktir félaganna og sjálfsákvörðunarrétt þeirra. Baráttan hófst þegar fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra neitaði LUF um skráningu á stjórn félagsins vegna þess að einn stjórnarmaður hafði ekki náð 18 ára aldri. Vildi stofnunin því ekki taka tilkynninguna gilda. Málið hefur verið til meðferðar hjá stjórnvöldum undanfarin ár og verður málsmeðferð þess gerð betri skil í köflunum hér á eftir. Synjun Ríkisskattstjóra Eftir stjórnarskipti á sambandsþingi LUF 2017 sendi félagið tilkynningu um breytingar á stjórn til Ríkisskattstjóra (RSK); líkt og nýjum stjórnum [...]

Brotið á félagafrelsi ungs fólks2021-03-23T12:21:42+00:00

Ungmennafulltrúi SÞ á sviði kynjajafnréttis á árlegum fundi kvennanefndar SÞ

2021-03-16T12:59:12+00:00

Árlegur fundur kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (CSW65) hófst í gær, 15. mars og stendur yfir til 26. mars. Fundurinn fer nú fram í 65. skiptið undir yfirskriftinni: Þátttaka kvenna á opinberum vettvangi og við ákvarðanatöku (e. Women in public life: Equal participation in decision-making). Í ljósi aðstæðna vegna heimsfaraldurs COVID19 fer almenn dagskrá fram á fjarfundarformi. Ungmennafulltrúar Sameinuðu Þjóðanna á sviði kynjajafnréttis og á sviði mannréttinda, þær Eva Dröfn Hassell og Jóna Þórey Pétursdóttir, sátu fund íslensku sendinefndarinnar í gær þar sem Eva Dröfn hélt erindi. Ræðuna er hægt að lesa í heild sinni hér fyrir neðan; "Komið þið sæl. Eva Dröfn [...]

Ungmennafulltrúi SÞ á sviði kynjajafnréttis á árlegum fundi kvennanefndar SÞ2021-03-16T12:59:12+00:00

Óskað eftir framboðum til ungmennafulltrúa Íslands hjá SÞ á sviði mannréttinda

2021-02-12T11:43:50+00:00

Landssamband ungmennafélaga (LUF), í samstarfi við utanríkisráðuneytið og Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, óskar hér með eftir framboðum til ungmennafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum (SÞ) á sviði mannréttinda (e. United Nations Youth Delegate of Iceland on Human Rights). Kjörin ungmennafulltrúi mun taka þátt í allsherjarþingi SÞ (UNGA 76) sem fer fram dagana 14.-30. september, en tilkynnt verður síðar hvort það fari fram í New York eða rafrænt. Fulltrúinn mun taka við af Esther Hallsdóttir, sem var fyrsti kjörni Ungmennafulltrúi Íslands hjá SÞ. Á allsherjarþinginu 2019 tók Esther þátt í nefndarstörfum þingsins og flutti ræðu á fundi félags-, mannúðar- og menningarnefndar. Esther [...]

Óskað eftir framboðum til ungmennafulltrúa Íslands hjá SÞ á sviði mannréttinda2021-02-12T11:43:50+00:00

LUF auglýsir eftir framboðum í stjórn

2021-02-11T15:15:47+00:00

  LUF leitar nú eftir metnaðarfullu fólki til að bjóða sig fram og sækjast eftir lýðræðislegu umboði til að annast rekstur félagsins á kjörtímabilinu 2021-2022. LUF óskar eftir framboðum í eftirfarandi embætti: Forseti Málsvari og andlit félagsins út á við Leiðtogi stjórnar, boðar og stýrir stjórnarfundum Yfirmaður framkvæmdastjóra og tengiliður skrifstofu Varaforseti Staðgengill forseta Oddviti Leiðtogaráðs LUF Boðar og stýrir leiðtogaráðsfundum Ritari Staðgengill varaforseta Skjalavörður LUF Hefur eftirlit með fundargerðum og útgáfu Gjaldkeri Prókúruhafi félagsins og greiðir laun Hefur eftirlit með rekstraráætlun Upplýsir um stöðu fjármála Alþjóðafulltrúi Er formaður Alþjóðanefndar LUF Er málsvari LUF erlendis og gagnvart YFJ Mun gegna forsæti [...]

LUF auglýsir eftir framboðum í stjórn2021-02-11T15:15:47+00:00
Go to Top