Q – félag hinsegin stúdenta undir regnhlíf LUF
LUF2021-09-30T16:01:31+00:00“Q - félag hinsegin stúdenta stuðlar að aukinni fræðslu, kennslu, umræðu og rannsóknum um málefni hinsegin fólks innan sem flestra háskólagreina.” Á stjórnarfundi LUF þann 27. september sl. var samþykkt umsókn Q - félags hinsegin stúdenta um áheyrnaraðild að LUF. Hefur félagið því bæst við í hóp fjölbreyttra aðildarfélaga. Markmið félagsins eru að þjóna hagsmunum hinsegin stúdenta á Íslandi. Þau gefa hinsegin (LGBTQIA+) stúdentum tækifæri til að hittast, veita þeim stuðning og auka samheldni þeirra. Jafnframt eru samtökin sýnilegt afl innan háskóla og í forsvari þegar málefni hinsegin einstaklinga ber á góma, þau beita sér í réttindabaráttu hinsegin fólks innan og [...]