Framtíðin er í okkar höndum!
Viktor2023-03-27T12:47:26+00:00Ímyndið ykkur hvernig heimurinn var fyrir 50 þúsund árum. Á þeim tímapunkti lifði mannfólk á svokallaðri ‘fornsteinöld’ sem einkenndist af því að við notuðumst að mestu leyti við verkfæri úr steinum, bjuggum mörg hver í hellum og voru loðfílar einnig á reiki. Reynið nú að ímynda ykkur heiminn 50 þúsund ár í öfuga átt, fram í tímann. Það er nær ómögulegt að ímynda sér hvernig samfélagið okkar eða líf á jörðinni mun líta út þá, enda eru 50 þúsund ár mjög langur tími. Það er þó eitt sem er ljóst, að aðgerðir okkar í loftslagsmálum á næstu árum hafa verulega mótandi [...]