Auglýst eftir þjálfurum fyrir Leiðtogaskóla Íslands 2020
LUF 2020-07-28T14:01:17+00:00Landssamband ungmennafélaga (LUF) kallar eftir umsóknum um stöður þjálfara til þess að leiða námskeið í Leiðtogaskóla Íslands 2020. LUF vinnur nú að áframhaldandi uppbyggingu Þjálfarateymis LUF (e. Pool of Trainers - PoT) - sem er aðferð sem notuð er víða í Evrópu til þess að byggja upp getu ungmennafélaga í að miðla óformlegu námi. Þjálfaralið LUF samanstanda af þjálfurum sem hafa reynslu, getu og þekkingu til að miðla fræðslu og þjálfa færni ungs fólks í margvíslegu ungmennastarfi. LUF sækir innblástur aðferðarinnar til Evrópuráðsins og Evrópska ungmennavettvangsins þar sem um er að ræða afurð af „þjálfun þjálfara“ (e. Train the Trainers). [...]