Óskað eftir framboðum til ungmennafulltrúa Íslands hjá SÞ á sviði mannréttinda
LUF 2021-02-12T11:43:50+00:00Landssamband ungmennafélaga (LUF), í samstarfi við utanríkisráðuneytið og Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, óskar hér með eftir framboðum til ungmennafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum (SÞ) á sviði mannréttinda (e. United Nations Youth Delegate of Iceland on Human Rights). Kjörin ungmennafulltrúi mun taka þátt í allsherjarþingi SÞ (UNGA 76) sem fer fram dagana 14.-30. september, en tilkynnt verður síðar hvort það fari fram í New York eða rafrænt. Fulltrúinn mun taka við af Esther Hallsdóttir, sem var fyrsti kjörni Ungmennafulltrúi Íslands hjá SÞ. Á allsherjarþinginu 2019 tók Esther þátt í nefndarstörfum þingsins og flutti ræðu á fundi félags-, mannúðar- og menningarnefndar. Esther [...]