Aðildarfélög LUF orðin 40 talsins

2022-09-25T13:36:58+00:00

Á stjórnarfundi LUF, miðvikudaginn 21. september sl., afgreiddi stjórn umsóknir félaganna UngSAFT og Sk8roots um áheyrnaraðild að LUF. Stjórn samþykkti umsóknir beggja félaga um áheyrnaraðild að félaginu einróma. Eru aðildarfélög LUF því alls orðin 40 talsins.   UngSAFT   UngSAFT er ungmennaráð SAFT sem er miðstöð netöryggisfræðslu barna og ungmenna á Íslandi. Ráðið samanstendur af ungmennum á aldrinum 13-18 ára sem koma allstaðar af á landinu. UngSAFT er með tvo staðfundi á ári í Reykjavík en þess á milli eru fundir ráðsins rafrænir. Meðlimir UngSAFT geta fengið tækifæri á að vera fulltrúar á innlendum og erlendum ráðstefnum og vinnuhópum. Ungmennaráð SAFT [...]

Aðildarfélög LUF orðin 40 talsins2022-09-25T13:36:58+00:00

Q – félag hinsegin stúdenta undir regnhlíf LUF

2021-09-30T16:01:31+00:00

“Q - félag hinsegin stúdenta stuðlar að aukinni fræðslu, kennslu, umræðu og rannsóknum um málefni hinsegin fólks  innan sem flestra háskólagreina.” Á stjórnarfundi LUF þann 27. september sl. var samþykkt umsókn Q - félags hinsegin stúdenta um áheyrnaraðild að LUF. Hefur félagið því bæst við í hóp fjölbreyttra aðildarfélaga. Markmið félagsins eru að þjóna hagsmunum hinsegin stúdenta á Íslandi. Þau gefa hinsegin (LGBTQIA+) stúdentum tækifæri til að hittast, veita þeim stuðning og auka samheldni þeirra. Jafnframt eru samtökin sýnilegt afl innan háskóla og í forsvari þegar málefni hinsegin einstaklinga ber á góma, þau beita sér í réttindabaráttu hinsegin fólks innan og [...]

Q – félag hinsegin stúdenta undir regnhlíf LUF2021-09-30T16:01:31+00:00

Óskað eftir framboðum til ungmennafulltrúa Íslands hjá SÞ á sviði mannréttinda

2021-02-12T11:43:50+00:00

Landssamband ungmennafélaga (LUF), í samstarfi við utanríkisráðuneytið og Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, óskar hér með eftir framboðum til ungmennafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum (SÞ) á sviði mannréttinda (e. United Nations Youth Delegate of Iceland on Human Rights). Kjörin ungmennafulltrúi mun taka þátt í allsherjarþingi SÞ (UNGA 76) sem fer fram dagana 14.-30. september, en tilkynnt verður síðar hvort það fari fram í New York eða rafrænt. Fulltrúinn mun taka við af Esther Hallsdóttir, sem var fyrsti kjörni Ungmennafulltrúi Íslands hjá SÞ. Á allsherjarþinginu 2019 tók Esther þátt í nefndarstörfum þingsins og flutti ræðu á fundi félags-, mannúðar- og menningarnefndar. Esther [...]

Óskað eftir framboðum til ungmennafulltrúa Íslands hjá SÞ á sviði mannréttinda2021-02-12T11:43:50+00:00

LUF kallar eftir tilnefningum til Félaga ársins 2020

2021-02-11T16:45:58+00:00

Landssamband ungmennafélaga (LUF) kallar hér með eftir tilnefningum til „Félaga ársins 2020“. Það er viðurkenning fyrir sjálfboðastarf innan aðildarfélaga LUF sem veitt verður í þriðja sinn. Um er að ræða hvatningarviðburð þar sem aðildarfélögin velja framúrskarandi félagsmann sem þau vilja umbuna fyrir vel unnin störf. Allir sem hljóta tilnefninguna fá viðurkenningu fyrir vel unnin störf. Einn af þeim verður valinn fyrir að standa upp úr  og hlýtur titilinn Félagi ársins 2020 og þar með farandbikar LUF fyrir framúrskarandi störf í þágu ungs fólks á Íslandi. Heiðurinn hlýtur sá einstaklingur sem hefur á árinu 2020 tekið óeigingjarna forystu og sýnt alúð í [...]

LUF kallar eftir tilnefningum til Félaga ársins 20202021-02-11T16:45:58+00:00

Rut Einarsdóttir nýr verkefnastjóri LUF

2021-01-05T12:41:49+00:00

Landssamband ungmennafélaga (LUF) hefur ráðið Rut Einarsdóttur í stöðu verkefnastjóra félagsins. Rut tekur við af Heiðu Vigdísi Sigfúsdóttur sem sinnt hefur starfinu síðastliðið árið.  Rut er með BBA gráðu í hagfræði og nýsköpun frá Ritsumeikan Asia Pacific University í Japan. Hún er að ljúka við MSc í átaka-, stríðs- og þróunarfræðum frá SOAS, háskóla í London.  Rut býr yfir víðtækri reynslu af starfi félagasamtaka, jafnt hérlendis sem erlendis. Hún hefur setið í stjórn LUF frá vorinu 2019 og situr hún einnig í stjórn Kvenréttindafélags Íslands. Í rúman áratug hefur Rut tekið þátt í fjölbreyttu ungmennastarfi á vegum ýmissa félagasamtaka víða um [...]

Rut Einarsdóttir nýr verkefnastjóri LUF2021-01-05T12:41:49+00:00

Verkfærakista ungmennafélaga

2020-04-03T16:25:50+00:00

Landssamband ungmennafélaga kynnir með stolti Verkfærakistu ungmennafélaga. Verkfærin í kistunni fjalla um ýmsa anga í rekstri félagasamtaka, um lög þeirra, rekstur, fundahald og margt fleira. Markmiðið með verkefninu er að valdefla ungmennafélög, styðja við innra starf þeirra og safna saman öllum þeim upplýsingum sem eru hjálplegar fyrir starf þeirra. Á þessum óljósu tímum getur skapast rými fyrir ungmennafélög að einbeita sér að sínu innra starfi. Verkfærakistan er unnin með þarfir aðildarfélaga LUF í huga og verður uppfærð reglulega þannig að efni hennar endurspegli þarfir félagasamtaka hverju sinni. Verkfærakistan er enn í vinnslu og fleiri verkfæri á leiðinni. Auk þess viljum við hvetja aðildarfélög [...]

Verkfærakista ungmennafélaga2020-04-03T16:25:50+00:00

Óskað eftir framboðum til ungmennafulltrúa Íslands hjá SÞ á sviði sjálfbærrar þróunar

2020-02-11T22:40:36+00:00

Landssamband ungmennafélaga (LUF), í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og forsætisráðuneytið, óskar hér með eftir framboðum til Ungmennafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði sjálfbærrar þróunar (e. United Nations Youth Delegate of Iceland on Sustainable Development) sem verður lýðræðislega kjörinn á sambandsþingi LUF þann 29. febrúar næstkomandi. Ungmennafulltrúinn kemur til með að taka þátt í störfum ráðherrafundar Sameiðuðu þjóðanna (e. United Nations High-Level Political Forum (HLPF 2020), sem fram fer í New York 7. - 16. júlí 2020, í umboði ungs fólks á Íslandi. Hvernig býð ég mig fram?  Öll aðildarfélög LUF (með fulla aðild og áheyrnaraðild) geta boðið fram einn fulltrúa. Áhugasamir félagsmenn [...]

Óskað eftir framboðum til ungmennafulltrúa Íslands hjá SÞ á sviði sjálfbærrar þróunar2020-02-11T22:40:36+00:00

Boð á 4. fulltrúaráðsfund LUF

2020-01-20T19:57:45+00:00

English below ----------------- Kæru aðildarfélög,  Stjórn Landssambands ungmennafélaga (LUF) boðar hér með til 4. fundar fulltrúaráðs kjörtímabilsins 2019-2020 í Hinu húsinu, Rafstöðvarvegi 7, 110 Reykjavík miðvikudaginn 29. janúar nk. kl. 17:30. Vinsamlegast boðið komu ykkar á fundinn með því að skrá ykkur hér.   Hér eru drög að dagskrá.   Ef tilskipaðir fulltrúar í fulltrúaráði sjá sig ekki fært um að mæta biðjum við þá vinsamlegast um að finna staðgengil.    Facebookhópur Fulltrúaráðs.    Við hlökkum til að sjá ykkur. F.h. stjórnar LUF   --------- English   Dear Members, The board of The National Youth Council of Iceland (LUF) hereby invites you [...]

Boð á 4. fulltrúaráðsfund LUF2020-01-20T19:57:45+00:00

Óskað eftir framboðum til Ungmennafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði loftslagsmála

2019-11-03T13:13:33+00:00

Landssamband ungmennafélaga (LUF), í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og umhverfis- og auðlindaráðuneytið, óskar hér með eftir framboðum til Ungmennafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði loftslagsmála (e. United Nations Youth Delegate of Iceland on Climate Change) sem verður lýðræðislega kjörinn af fulltrúaráði LUF þann 4. nóvember næstkomandi. Ungmennafulltrúinn kemur til með að taka þátt í störfum Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (e. Conference of the Parties to the United Nations Framework Convention on Climate Change (COP25)) í umboði ungs fólks á Íslandi en fulltrúinn sækir hliðarviðburði ráðstefnunnar í Stokkhólmi. Hvernig býð ég mig fram?  Öll aðildarfélög LUF (með fulla aðild og [...]

Óskað eftir framboðum til Ungmennafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði loftslagsmála2019-11-03T13:13:33+00:00
Go to Top