Brotið á félagafrelsi ungs fólks
LUF2021-03-23T12:21:42+00:00Undanfarin ár hefur LUF barist fyrir viðurkenningu á rétti ungs fólks til að sitja í stjórnum almennra félagasamtaka í samræmi við réttindi félagsmanna, samþykktir félaganna og sjálfsákvörðunarrétt þeirra. Baráttan hófst þegar fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra neitaði LUF um skráningu á stjórn félagsins vegna þess að einn stjórnarmaður hafði ekki náð 18 ára aldri. Vildi stofnunin því ekki taka tilkynninguna gilda. Málið hefur verið til meðferðar hjá stjórnvöldum undanfarin ár og verður málsmeðferð þess gerð betri skil í köflunum hér á eftir. Synjun Ríkisskattstjóra Eftir stjórnarskipti á sambandsþingi LUF 2017 sendi félagið tilkynningu um breytingar á stjórn til Ríkisskattstjóra (RSK); líkt og nýjum stjórnum [...]