Brotið á félagafrelsi ungs fólks

2021-03-23T12:21:42+00:00

Undanfarin ár hefur LUF barist fyrir viðurkenningu á rétti ungs fólks til að sitja í stjórnum almennra félagasamtaka í samræmi við réttindi félagsmanna, samþykktir félaganna og sjálfsákvörðunarrétt þeirra. Baráttan hófst þegar fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra neitaði LUF um skráningu á stjórn félagsins vegna þess að einn stjórnarmaður hafði ekki náð 18 ára aldri. Vildi stofnunin því ekki taka tilkynninguna gilda. Málið hefur verið til meðferðar hjá stjórnvöldum undanfarin ár og verður málsmeðferð þess gerð betri skil í köflunum hér á eftir. Synjun Ríkisskattstjóra Eftir stjórnarskipti á sambandsþingi LUF 2017 sendi félagið tilkynningu um breytingar á stjórn til Ríkisskattstjóra (RSK); líkt og nýjum stjórnum [...]

Brotið á félagafrelsi ungs fólks2021-03-23T12:21:42+00:00

Óskað eftir framboðum til ungmennafulltrúa Íslands hjá SÞ á sviði mannréttinda

2021-02-12T11:43:50+00:00

Landssamband ungmennafélaga (LUF), í samstarfi við utanríkisráðuneytið og Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, óskar hér með eftir framboðum til ungmennafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum (SÞ) á sviði mannréttinda (e. United Nations Youth Delegate of Iceland on Human Rights). Kjörin ungmennafulltrúi mun taka þátt í allsherjarþingi SÞ (UNGA 76) sem fer fram dagana 14.-30. september, en tilkynnt verður síðar hvort það fari fram í New York eða rafrænt. Fulltrúinn mun taka við af Esther Hallsdóttir, sem var fyrsti kjörni Ungmennafulltrúi Íslands hjá SÞ. Á allsherjarþinginu 2019 tók Esther þátt í nefndarstörfum þingsins og flutti ræðu á fundi félags-, mannúðar- og menningarnefndar. Esther [...]

Óskað eftir framboðum til ungmennafulltrúa Íslands hjá SÞ á sviði mannréttinda2021-02-12T11:43:50+00:00

LUF gagnrýnir niðurskurð á úthlutunum til ungmennafélaga

2020-10-26T14:08:03+00:00

Í umsögn Landssambands ungmennafélaga (LUF) um frumvarp Alþingis til fjárlaga er gerð grein fyrir hættulegum niðurskurð á fjárútlátum stjórnvalda til ungmennafélaga. LUF telur afleiðingar geta orðið afar slæmar, sérstaklega á tímum sem þessum. LUF hefur skilað til Alþingis umsögn um fjárlög 2021 og fjármálaætlun 2021-2025. Í umsögn sinni gerir LUF eftirfarandi athugasemd við niðurskurðinn og leggur fram tillögu að úrbótum: Hættulegur niðurskurður Ef litið er til málefnasviðs 18 í fjárlögum: Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál má sjá að fjárframlög til málefnasviðsins hækka frá fyrri fjárlögum, eða um 14,7% frá ríkisreikningi 2019 og 8,7% frá fjárlögum 2020. Rennur sú [...]

LUF gagnrýnir niðurskurð á úthlutunum til ungmennafélaga2020-10-26T14:08:03+00:00
Go to Top