LUF auglýsir eftir framboðum í stjórn

2021-02-11T15:15:47+00:00

  LUF leitar nú eftir metnaðarfullu fólki til að bjóða sig fram og sækjast eftir lýðræðislegu umboði til að annast rekstur félagsins á kjörtímabilinu 2021-2022. LUF óskar eftir framboðum í eftirfarandi embætti: Forseti Málsvari og andlit félagsins út á við Leiðtogi stjórnar, boðar og stýrir stjórnarfundum Yfirmaður framkvæmdastjóra og tengiliður skrifstofu Varaforseti Staðgengill forseta Oddviti Leiðtogaráðs LUF Boðar og stýrir leiðtogaráðsfundum Ritari Staðgengill varaforseta Skjalavörður LUF Hefur eftirlit með fundargerðum og útgáfu Gjaldkeri Prókúruhafi félagsins og greiðir laun Hefur eftirlit með rekstraráætlun Upplýsir um stöðu fjármála Alþjóðafulltrúi Er formaður Alþjóðanefndar LUF Er málsvari LUF erlendis og gagnvart YFJ Mun gegna forsæti [...]

LUF auglýsir eftir framboðum í stjórn2021-02-11T15:15:47+00:00

Una endurkjörin forseti LUF

2020-03-03T11:43:17+00:00

Síðastliðinn laugardag,  29. febrúar, fór fram sambandsþing Landssambands ungmennafélaga (LUF) í Hinu húsinu þar sem fulltrúar þingsins kusu sér nýja stjórn og ungmennafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Una Hildardóttir, fulltrúi Ungra Vinstri grænna var endurkjörin forseti LUF,  hún er að hefja fjórða kjörtímabilið sitt í stjórn félagsins. Geir Finnsson fulltrúi Uppreisnar – Ungliðahreyfingu Viðreisnar var endurkjörinn varaforseti, Ásdís Nína Magnúsdóttir, fulltrúi Ungra umhverfissinna var kjörin gjaldkeri, Rut Einarsdóttir fulltrúi Sambands íslenskra námsmanna erlendis, var endurkjörin ritari og Sara Þöll Finnbogadóttir fulltrúi Samband íslenskra framhaldskólanema var endurkjörin alþjóðafulltrúi félagsins. Kosnir voru tveir meðstjórnendur en alls bárust þrjú framboð, kjörnar voru þær Tanja [...]

Una endurkjörin forseti LUF2020-03-03T11:43:17+00:00

Óskað eftir framboðum til ungmennafulltrúa Íslands hjá SÞ á sviði sjálfbærrar þróunar

2020-02-11T22:40:36+00:00

Landssamband ungmennafélaga (LUF), í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og forsætisráðuneytið, óskar hér með eftir framboðum til Ungmennafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði sjálfbærrar þróunar (e. United Nations Youth Delegate of Iceland on Sustainable Development) sem verður lýðræðislega kjörinn á sambandsþingi LUF þann 29. febrúar næstkomandi. Ungmennafulltrúinn kemur til með að taka þátt í störfum ráðherrafundar Sameiðuðu þjóðanna (e. United Nations High-Level Political Forum (HLPF 2020), sem fram fer í New York 7. - 16. júlí 2020, í umboði ungs fólks á Íslandi. Hvernig býð ég mig fram?  Öll aðildarfélög LUF (með fulla aðild og áheyrnaraðild) geta boðið fram einn fulltrúa. Áhugasamir félagsmenn [...]

Óskað eftir framboðum til ungmennafulltrúa Íslands hjá SÞ á sviði sjálfbærrar þróunar2020-02-11T22:40:36+00:00

Una Hildardóttir nýr formaður LUF

2019-03-22T19:14:56+00:00

Una Hildardóttir nýr formaður LUF Síðastliðinn fimmtudag,  28. febrúar, fór fram sambandsþing Landssambands ungmennafélaga (LUF) í Háskóla Íslands þar sem fulltrúar þingsins kusu sér nýja stjórn. Una Hildardóttir, fulltrúi Ungra Vinstri grænna var kjörin formaður, en síðustu tvö ár hafði hún gegnt embætti ritara. Er hún því að hefja þriðja kjörtímabilið sitt í stjórn LUF. Þá var Geir Finnsson fulltrúi Uppreisnar - Ungliðahreyfingu Viðreisnar kjörinn varaformaður, Marinó Örn Ólafsson fulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands var endurkjörinn gjaldkeri, Inger Erla Thomsen fulltrúi Ungra jafnaðarmanna kjörin ritari og Sara Þöll Finnbogadóttir fulltrúi Sambands íslenskra framhaldsskólanema var kjörin alþjóðafulltrúi félagsins. Kosnir voru tveir meðstjórnendur, þau [...]

Una Hildardóttir nýr formaður LUF2019-03-22T19:14:56+00:00

Sigurður Helgi endurkjörinn formaður LUF

2018-07-13T10:43:16+00:00

Síðastliðinn sunnudag,  25. febrúar, fór fram sambandsþing Landssambands ungmennafélaga (LUF) í Háskóla Íslands þar sem fulltrúar þingsins kusu sér nýja stjórn. Sigurður Helgi Birgisson, fulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands var endurkjörinn formaður, en áður hafði hann gegnt embætti alþjóðafulltrúa. Er hann því að hefja þriðja kjörtímabilið sitt í stjórn LUF. Þá var Laufey María Jóhannsdóttir fulltrúi Ungra athafnakvenna og fráfarandi alþjóðafulltúi var kjörin varaformaður, Marinó Örn Ólafsson fulltrúi Ungra jafnaðarmanna var endurkjörinn gjaldkeri, Una Hildardóttir fulltrúi Ungra Vinstri grænna var endurkjörin ritari og Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir fulltrúi Uppreisnar - Ungliðahreyfingu Viðreisnar var kjörin alþjóðafulltrúi félagsins. Kosnir voru tveir meðstjórnendur, þau Páll Marís [...]

Sigurður Helgi endurkjörinn formaður LUF2018-07-13T10:43:16+00:00

Sigurður Helgi nýr formaður Landssambands ungmennafélaga

2018-05-30T11:59:32+00:00

Síðastliðinn laugardag,  25. febrúar, fór fram sambandsþing Landssambands æskulýðsfélaga (LÆF) þar sem fulltrúar þingsins samþykktu breytingu á nafni félagsins í Landssamband ungmennafélaga (LUF). Þingið fór fram á Háskólatorgi Háskóla Íslands og var það hið fjölmennasta í sögu félagsins. Inga Auðbjörg Straumland, formaður félagsins 2015-2016, var kjörin þingforseti og stýrði þinginu. Sigurður Helgi Birgisson, fulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands og fráfarandi alþjóðafulltrúi var kjörinn formaður félagsins. Tók hann við af Sigurði Sigurðssyni, fulltrúa JCI. Í ræðu sinni lagði Sigurður Helgi áherslu á aukið samstarf ungmennafélaga á Íslandi og styrkingu innra starfs sambandsins. Þá benti hann enn fremur á þau tækifæri til breytinga sem felast í [...]

Sigurður Helgi nýr formaður Landssambands ungmennafélaga2018-05-30T11:59:32+00:00
Go to Top