Uncategorized

/Uncategorized

Staða félaga í samkomubanni: Könnun

2020-04-08T13:01:48+00:00

LUF vill gjarnan ná utan um áhrifin sem breyttar samfélagsaðstæður hafa á starf ungmennafélaga. Ef félög þurfa á einhvers konar stuðning að halda vegna aðstæðna vill LUF bregðast við. Auk þess vill LUF varpa ljósi á sniðug verkefni sem henta ungmennafélögum í ástandinu. Þess vegna biðjum við félög að fylla út eftirfarandi könnun (smellið á mynd): Ef þið vinnið að spennandi verkefnum eða óskið eftir stuðning LUF endilega hafið samband á youth@youth.is .

Staða félaga í samkomubanni: Könnun 2020-04-08T13:01:48+00:00

Fulltrúaráð breytist í leiðtogaráð

2020-03-23T15:23:49+00:00

Á sambandsþingi LUF sem fram fór 29. febrúar sl. voru samþykktar breytingar á fulltrúaráði félagsins sem breyttist í leiðtogaráð LUF. Von LUF er að auka vægi ráðsins þar sem fulltrúar þess hafi skýrt umboð frá stjórn síns aðildarfélags og hafa umboð til að taka mikilvægar ákvarðanir. Leiðtogaráð mun skipa stjórnarformenn allra aðildarfélaga LUF. Fráfarandi stjórn LUF taldi þessar breytingar geta eflt enn frekar eflt tengsl LUF og aðildarfélaga þess. Markmiðið er ekki síst að skapa ráðgefandi vettvang ungra leiðtoga gagnvart stjórnvöldum, vegna aukinnar áherslu stjórnvalda á virkt samráð við ungt fólk. Með breytingunum er leitast við að tryggja breytt umboð [...]

Fulltrúaráð breytist í leiðtogaráð 2020-03-23T15:23:49+00:00

Ungmennafulltrúi Íslands hjá SÞ á sviði sjálfbærrar þróunar kjörinn

2020-03-03T15:46:59+00:00

Tinna Hallgrímsdóttir var kjörin ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði sjálfbærrar þórunar á sambandsþingi Landssambands ungmennafélaga (LUF), sem fram fór í Hinu húsinu laugardaginn 29. febrúar sl.  Alls voru 4 fulltrúar aðildarfélaga LUF í framboði á fundinum. Tinna, fulltrúi Ungra umhverfissinna (UU), hlaut kjör með meirihluta atkvæða, en kosið var í tveimur umferðum. Karen Björk Eyþórsdóttir, fulltrúi UAK, hlaut næst flest atkvæði og er því varafulltrúi. Karen Björk, varafulltrúi, og Tinna, ungmennafulltrúi Íslands. „virkja og fræða ungt fólk“ Tinna er bæði með reynslu af réttindabaráttu sem tengist sjálfbærri þróun og fræðilegan bakgrunn. Hún er meistaranemi í umhverfis- og [...]

Ungmennafulltrúi Íslands hjá SÞ á sviði sjálfbærrar þróunar kjörinn 2020-03-03T15:46:59+00:00

Aðalbjörg Félagi ársins 2019

2020-02-28T15:28:30+00:00

Uppskeruhátíð og tengslaviðburðuinn „Félagi ársins” fór fram í gær, fimmtudaginn 27. febrúar, á Loft hostel í Reykjavík. „Félagi ársins“ er viðurkenning fyrir sjálfboðastarf innan aðildarfélaga LUF og er heiðraður fyrir að hafa tekið óeigingjarna forystu og sýnt alúð í starfi í þágu ungs fólks á árinu. Hvert aðildarfélag gat tilnefnt einn framúrskarandi félagsmann til Félaga ársins 2019. Framúrskarandi árið 2019 Þeir sem tilnefndir voru: Gunnar Ásgrímsson, tilnefndur af Ungum framsóknarmönnum,  Svava Arnardóttir, tilnefnd af JCI á Íslandi,  Jóna Björg Hlöðversdóttir, tilnefnd af Samtökum ungra bænda  Aðalbjörg Egilsdóttir, tilnefnd af Stúdentaráði Háskóla Íslands. Í dómnefnd sátu þau Una Hildardóttir, formaður LUF, Tinna [...]

Aðalbjörg Félagi ársins 2019 2020-02-28T15:28:30+00:00