LUF hlaut Múrbrjótinn í ár
LUF 2020-12-03T16:09:46+00:00Landssamband ungmennafélaga (LUF) hlaut í dag viðurkenningu Landssamtaka Þroskahjálpar, Múrbrjótinn. Verðlaunin eru veitt þeim sem þykja brjóta niður múra í réttindamálum og viðhorfum til fatlaðs fólks. Viðurkenning var afhentur við hátíðlega athöfn, í beinu streymi á alþjóðlegum degi fatlaðs fólks þann 3. desember. Í umsögn Þroskahjálpar segir að LUF hljóti Múrbrjótinn í ár fyrir mikilvægt samstarf við ungmennaráð Þroskahjálpar og framlag í þágu margbreytileika og jafnra tækifæra fyrir ungt fólk. „Í vikunni eftir að ungmennaráð Þroskahjálpar var stofnað hafði LUF samband og buðu ráðinu að sækja um aðild að sambandinu, enda töldu þau mikilvægt að sá hópur sem heldur uppi starfsemi [...]