LUF auglýsir eftir verkefnastjóra

2024-04-05T14:23:42+00:00

Landssamband ungmennafélaga (LUF) auglýsir laust til umsóknar starf verkefnastjóra til að sjá um upplýsingamiðlun og stýra helstu verkefnum félagsins. LUF er regnhlífasamtök frjálsra félagasamtaka ungs fólks á Íslandi og þeim tilheyra 43 aðildarfélög. LUF er þverpólitískur samstarfs- og samráðsvettvangur, málsvari ungs fólks gagnvart íslenskum stjórnvöldum og talar fyrir hagsmunum ungra Íslendinga á alþjóðavettvangi. Helstu verkefni og ábyrgð Umsjón með helstu verkefnum LUF, t.d. lýðræðisverkefnum, leiðtogafræðslu og alþjóðastarfi Utanumhald upplýsingamiðlunar félagsins, t.d. vefsíðu og samfélagsmiðlum Skipulagning viðburða á vegum félagsins Aðstoð við rannsóknir, fjármögnun, stefnumótun, málefnastarf, skýrslu- og greinaskrif Tilfallandi verkefni Menntunar- og hæfniskröfur Brennandi áhugi á málefnum ungs fólks Reynsla [...]

LUF auglýsir eftir verkefnastjóra2024-04-05T14:23:42+00:00

Auglýst eftir framboðum í stjórn

2024-02-13T11:04:46+00:00

LUF leitar nú eftir metnaðarfullu fólki til að bjóða sig fram og sækjast eftir lýðræðislegu umboði til að annast rekstur félagsins á kjörtímabilinu 2024-2025. LUF óskar eftir framboðum í eftirfarandi embætti: Forseti Málsvari og andlit félagsins út á við Leiðtogi stjórnar, boðar og stýrir stjórnarfundum Yfirmaður framkvæmdastjóra og tengiliður skrifstofu Varaforseti Staðgengill forseta Oddviti Leiðtogaráðs LUF Boðar og stýrir leiðtogaráðsfundum Ritari Staðgengill varaforseta Skjalavörður LUF Hefur eftirlit með fundargerðum og útgáfu Gjaldkeri Prókúruhafi félagsins og greiðir laun Hefur eftirlit með rekstraráætlun Upplýsir um stöðu fjármála Alþjóðafulltrúi Er formaður Alþjóðaráðs LUF Er málsvari LUF erlendis og gagnvart YFJ Meðstjórnandi Meðstjórnandi Tveir varamenn [...]

Auglýst eftir framboðum í stjórn2024-02-13T11:04:46+00:00

LUF óskar eftir þátttakendum í norrænni ráðstefnu um frið og öryggi

2024-02-19T10:36:34+00:00

Ungmenni, friður og öryggi - Norræn ungmennaráðstefna 🚀Um ráðstefnuna Uppgvötaðu kraft norræns samstarfs á ráðstefnu um ungt fólk, frið og öryggi frá 5-7 April í Helsinki. Ráðstefnan er ætluð ungum leiðtogum sem eru meðlimir í ungmennafélögum og brenna fyrir friðsamari og öruggari heim.  🤝Lykilþemu Norræn samvinna: Kynnumst hvernig norræn samvinna getur styrkt  félagið þínu og eflt áhrif innra starfsins. Efling þekkingar og hæfileika: Fylltu verkfærakisuna með tólum sem styðja við breytingar.  Smiðjur og vinnustofur sem setja áherslu á valdeflingu, þekkingu og kunnáttu til þess að vinna með umfjöllunarefnin ungmenni, friður og öryggi sem og þátttöku ungs fólks í ákvörðunartöku.  Innblástur [...]

LUF óskar eftir þátttakendum í norrænni ráðstefnu um frið og öryggi2024-02-19T10:36:34+00:00

Auglýst eftir tilnefningum til ungmennafulltrúa Íslands á sviði mannréttinda

2024-01-26T10:28:31+00:00

Landssamband ungmennafélaga (LUF) í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi auglýsir eftir framboðum ungs fólks á aldrinum 18-25 ára til að gegna stöðu ungmennafulltrúa Íslands gagnvart Sameinuðu þjóðunum á sviði Mannréttinda. Kjörið fer fram á Sambandsþingi LUF 2024 í Hörpu þann 24. febrúar. Ungmennafulltrúi Íslands á sviði mannréttinda er skipaður til eins árs og mun þurfa sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York. Sömuleiðis situr ungmennafulltrúinn í sendinefnd LUF hjá SÞ auk þess að eiga sæti í alþjóðaráði LUF. Umsækjendur verða að geta skuldbundið sig stöðunni í tvö ár auk þess að sækja alla viðburði sem af þeim er [...]

Auglýst eftir tilnefningum til ungmennafulltrúa Íslands á sviði mannréttinda2024-01-26T10:28:31+00:00

Óskað eftir umsóknum um ungmennafulltrúa á sveitastjórnarþingi Evrópuráðsins

2023-12-20T14:58:04+00:00

Samband íslenskra sveitarfélaga óskar eftir umsóknum fyrir ungmennafulltrúa á sveitastjórnarþingi Evrópuráðsins. Auglýst er eftir umsóknum frá ungu fólki á aldrinum 18-30 ára sem eru tilbúin að sækja og taka virkan þátt í tveimur þingfundum ráðsins sem fara munu fram í mars og október 2024. Þurfa umsóknir að berast fyrir 7. janúar. Umsóknarformið má finna hér. Hvað er þingið? Þingið er samevrópskt stjórnmálaþing, meðlimir þess eru kjörnir fulltrúar yfir 130.000 svæðis- og sveitastjórna í 46 Evrópuríkjum. Hlutverk þess er að efla byggða- og svæðisbundið lýðræði, bæta stjórn sveitarfélaga efla sjálfsstjórn sveitarfélaga. Það kemur saman til fundar tvisvar á ári. Eins og [...]

Óskað eftir umsóknum um ungmennafulltrúa á sveitastjórnarþingi Evrópuráðsins2023-12-20T14:58:04+00:00

Skörungur – íslensku ungmennaverðlaunin veitt í fyrsta skipti

2023-12-07T15:42:28+00:00

Skörungur - íslensku ungmennaverðlaunin veitt í fyrsta sinn Skörungur - íslensku ungmennaverðlaunin fóru fram í fyrsta sinn þriðjudaginn 5. desember á alþjóðlegum degi sjálfboðaliðans. Um er að ræða nýjan þakkar- og hvatningarviðburð ungs fólks þar sem sjálfboðaliðastörf og framtök í þágu hagsmuna og réttinda ungs fólks eru heiðruð. Landssamband ungmennafélaga (LUF) stendur fyrir viðburðinum. Veitt voru verðlaun og viðurkenningar í fjórum flokkum: Verkefni ársins: Verðlaunin eru veitt fyrir verkefni sem fram hefur farið á árinu sem skilað hefur árangri í hagsmuna- og réttindabaráttu ungs fólks. Samtök ungra bænda hlutu viðurkenningu fyrir baráttufund sinn Laun fyrir lífi þar sem þau „börðust [...]

Skörungur – íslensku ungmennaverðlaunin veitt í fyrsta skipti2023-12-07T15:42:28+00:00

LUF auglýsir eftir tilnefningum til Skörungsins – íslensku ungmennaverðlaunanna 2023

2023-11-30T07:13:18+00:00

LUF auglýsir eftir tilnefningum til Skörungsins - íslensku ungmennaverðlaunanna Skörungur - íslensku ungmennaverðlaunin fer fram á degi sjálfboðaliðans þann 5. desember, kl. 17:15 í Mannréttindahúsinu að Sigtúni 42. Um er að ræða nýjan þakkar- og hvatningarviðburð ungs fólks sem tekur við af „Félaga ársins” sem LUF hefur staðið fyrir síðastliðin 5 ár. Facebook viðburð má finna hér. LUF auglýsir hér með eftir tilnefningum frá aðildarfélögunum til Skörungsins fyrir sjálfboðaliða ársins (áður „Félagi ársins“). Hvert aðildarfélag getur tilnefnt einn einstakling til verðlaunanna og hvetur LUF öll aðildarfélög sín til þess að senda inn tilnefningu ásamt rökstuðningi hér. Öll sem hljóta tilnefningu [...]

LUF auglýsir eftir tilnefningum til Skörungsins – íslensku ungmennaverðlaunanna 20232023-11-30T07:13:18+00:00

LUF auglýsir eftir framboðum í stöður ungmennafulltrúa á sviði sjálfbærrar þróunar og á sviði barna og ungmenna

2023-11-03T16:45:46+00:00

Landssamband ungmennafélaga (LUF) í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi auglýsir eftir framboðum ungs fólks á aldrinum 18-25 ára til að gegna stöðu ungmennafulltrúa Íslands gagnvart Sameinuðu þjóðunum. Kjörið verður í stöður tveggja ungmennafulltrúa, annars vegar á sviði sjálfbærrar þróunar og hins vegar á sviði barna og ungmenna. Fer kjörið fram á Farsældarþingi ungs fólks - 2. leiðtogaráðsfundi LUF 2023, þann 24. nóvember, á Center Hotels Plaza. Svið sjálfbærrar þróunar Ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði sjálfbærrar þróunar (e. United Nations Youth Delegate of Iceland on Sustainable Development) kemur með til að sækja og taka þátt í störfum ráðherrafundar [...]

LUF auglýsir eftir framboðum í stöður ungmennafulltrúa á sviði sjálfbærrar þróunar og á sviði barna og ungmenna2023-11-03T16:45:46+00:00

Umsögn LUF um fjárlög 2024

2023-11-01T00:51:57+00:00

Landssamband ungmennafélaga (LUF) hefur skilað umsögn um frumvarp til fjárlaga ársins 2024.  Þann 25. október sl. sendi LUF umsögn um frumvarp til fjárlaga ársins 2024 til fjárlaganefndar Alþingis. Í umsögninni heldur LUF á lofti gagnrýni sinni á útdeilingu fjármagns til æskulýðsmála.  Umsögnin inniheldur aðeins þau atriði sem félagið taldi brýnast að koma áleiðis til nefndarmanna að svo stöddu. En athugasemdir lúta m.a. að viðvarandi ógagnsæi við útdeilingu fjármuna - þvert á meginmarkmið breytinga á lögum um opinber fjármál, að stjórnvöld fylgi ekki eftir sinni eigin stefnu í málaflokknum þegar kemur að samningum og úthlutun opinbers fés en helsta uppgötvun félagsins [...]

Umsögn LUF um fjárlög 20242023-11-01T00:51:57+00:00

Leiðtogaskóli Íslands 2023

2023-10-05T14:24:27+00:00

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Leiðtogaskóla Íslands 2023. Mun skólinn fara fram helgina 14.-15. og miðvikudaginn 18. október. 19. október fer svo fram útskrift leiðtogaskólans samhliða málþingi um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Skólinn er sameiginlegur vettvangur aðildarfélaga LUF til að þjálfa persónulega hæfni, efla tengslanet, deila reynslu, auka getu og valdefla ungt fólk á Íslandi. Er leiðtogaskólinn m.a. leið til að styðja við sjálbærni aðildarfélaga LUF með því að efla meðlimi þeirra í leiðtogafærni og félagsstörfum sínum. Markmið Leiðtogaskólans er að efla leiðtogahæfni og valdefla ungt fólk í félagasamtökum með því að: Veita ungu fólki nauðsynleg verkfæri og hagnýta fræðslu [...]

Leiðtogaskóli Íslands 20232023-10-05T14:24:27+00:00
Go to Top