LUF óskar eftir framboðum í embætti meðstjórnanda

2022-09-22T13:25:35+00:00

Vegna breytinga á stjórn LUF er hér með óskað eftir framboðum til embættis meðstjórnanda félagsins í samræmi við b-lið 24. gr. samþykkta LUF. Kjör meðstjórnanda mun fara fram á 2. fundi Leiðtogaráðs LUF þann 29. september nk. og rennur framboðsfrestur út á fundinum. Fyrir hverja? Meðlimi aðildarfélaga LUF á aldrinum 16-35 ára. Þá sem hafa brennandi áhuga á málefnum ungs fólks á Íslandi og erlendis og vilja láta gott af sér leiða. Reynsla/þekking á félagastörfum/hagsmunabaráttu er æskileg. Tilvalið er að búa yfir leiðtogahæfileikum.  Hvernig býð ég mig fram? Hvert aðildarfélag má tilnefna einn einstakling í stjórn.  Sá sem hyggst bjóða [...]

LUF óskar eftir framboðum í embætti meðstjórnanda2022-09-22T13:25:35+00:00

Opið fyrir umsóknir í Leiðtogaskóla Íslands 2022

2022-09-08T11:04:50+00:00

Býr leiðtogi í þér? Sækja um Leiðtogaskóli Íslands (LSÍ) þjálfar persónulega hæfni, eflir tengslanet, deilir reynslu og eykur leiðtogahæfni. Námskeið skólans veita aukna hagnýta þekkingu, verkfæri sem nýtast almennu starfi ungmennafélaga og nýtast í hagsmuna- og réttindabaráttu ungs fólks. Leiðtogaskólinn 2021 fer fram helgarnar 8. – 9. & 22. – 23. október í Hinu húsinu. Vakin er athygli á að stjórn LSÍ áskilur sér rétt til breytinga Fyrir hverja? Skólinn er sameiginlegur vettvangur aðildarfélaga LUF. Hann er ætlaður fólki á aldrinum 16-35 ára sem situr í stjórnum ungmennafélaga, sjálfboðaliða og almenna félagsmenn aðildarfélaganna sem vilja láta til sín taka í þágu [...]

Opið fyrir umsóknir í Leiðtogaskóla Íslands 20222022-09-08T11:04:50+00:00

Inga Huld kjörin ungmennafulltrúi hjá SÞ á sviði barna og ungmenna

2022-04-07T13:59:59+00:00

Inga Huld Ármann, fulltrúi SHÍ, var kjörin ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum (SÞ) á sviði barna og ungmenna á fyrsta fundi Leiðtogaráðs Landssambands ungmennafélaga (LUF). Fundurinn fór fram í Hinu húsinu í gær, 6. apríl. Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, fulltrúi UJ, hlaut næst flest atkvæði og mun hún því starfa sem varafulltrúi. Inga Huld Ármann, ungmennafulltrúi Íslands hjá SÞ á sviði barna og ungmenna „Við erum einnig nútíðin“ Inga Huld býr yfir reynslu af réttindabaráttu barna, en hún hefur m.a. setið í ráðgjafahóp umboðsmanns barna þar sem hún kynnist vel helstu áherslum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og öðlaðist þekkingu á málaflokknum í [...]

Inga Huld kjörin ungmennafulltrúi hjá SÞ á sviði barna og ungmenna2022-04-07T13:59:59+00:00

Óskað eftir framboðum til ungmennafulltrúa Íslands hjá SÞ á sviði barna og ungmenna

2022-03-23T19:49:10+00:00

Kjörinn fulltrúi sækir fundi ungmennavettvangs efnahags- og félagamálaráð Sameinuðu þjóðanna ( e. The Economic and Social Council (ECOSOC) Youth Forum). Landssamband ungmennafélaga (LUF), í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og mennta- og barnamálaráðuneytið, óskar hér með eftir framboðum til Ungmennafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði barna og ungmenna.  Ungmennafulltrúinn verður lýðræðislega kjörinn á 1. leiðtogaráðsfundi LUF þann 6. apríl nk. Hann kemur til með að taka þátt í Ungmennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem haldin verður rafrænt dagana 19. og 20. apríl nk., í umboði ungs fólks á Íslandi. Tímasetning fundar ungmennavettvangisns verður auglýst síðar. Hvernig býð ég mig fram?  [...]

Óskað eftir framboðum til ungmennafulltrúa Íslands hjá SÞ á sviði barna og ungmenna2022-03-23T19:49:10+00:00

Ný stjórn kjörin og lagabreytingar samþykktar á sambandsþingi LUF

2022-03-15T12:48:38+00:00

Sambandsþing Landssambands ungmennafélaga (LUF) var haldið í Hinu húsinu laugardaginn 12. mars 2021. Á þinginu vora farið yfir hefðbundin aðalfundarstörf. Var þar m.a. kjörin ný stjórn og samþykktar lagabreytingar sem lúta að því að jafna atkvæðavægi aðildarfélaga að teknu tilliti til fjölda félagsmanna þeirra. Una Hildardóttir stígur til hliðar Á sambandsþinginu bauð Geir Finnsson, fulltrúi Uppreisnar, sig fram sem forseti félagsins og hlaut hann kjör. Hann tekur því við embætti forseta LUF af Unu Hildardóttur, fulltrúa UVG, sem gengt hafði embættinu undanfarin þrjú starfsár. Í framboðsræðu sinni lagði Geir áherslu á að mikilvægt væri að valdefla ungt fólk og ungmennafélög landsins [...]

Ný stjórn kjörin og lagabreytingar samþykktar á sambandsþingi LUF2022-03-15T12:48:38+00:00

Tinna Hallgrímsdóttir Félagi ársins 2021

2021-12-06T11:16:50+00:00

Una Hildardóttir, forseti LUF Þann 5 desember, á Alþjóðlegum degi sjálfboðaliðans veitti Landssamband Ungmennafélaga viðurkenninguna Félagi ársins í fjórða sinn við hátíðlega athöfn í Lestrarsal Safnahússins. Tilgangur viðburðarins er að hvetja ungt fólk í sjálfboðastarfi til dáða enda er starfsemi ungmennageirans að nær öllu leiti drifin áfram af ómetanlegu sjálfboðaliðastarfi öflugra ungmenna. Er tilgangur viðurkenningarinnar ekki síður að kynna ungmennastarfsemi fyrir almenningi með því að varpa ljósi á vel unnin störf innan ungmennafélaga á Íslandi. Í ár voru sex ungmenni heiðruð fyrir vel óeigingjarna vinnu, þau Inga Huld Ármann frá Stúdentaráði Háskóla Íslands, Inger Erla Thomsen, frá Ungum jafnaðarmönnum, Kolbrún Tómasdóttir, [...]

Tinna Hallgrímsdóttir Félagi ársins 20212021-12-06T11:16:50+00:00

Kolbrún Fríða Hrafnkelsdóttir kjörin ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði sjálfbærrar þróunnar

2021-12-02T11:44:41+00:00

Kolbrún Fríða kemur til með að taka þátt í störfum ráðherrafundar Sameiðuðu þjóðanna (e. United Nations High-Level Political Forum (HLPF 2022), sem fram fer í New York 5. – 15. júlí og mun Finnur taka þátt í störfum hennar í umboði íslenskra ungmenna. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má nálgast hér. Kolbrún er 25 ára meistaranemi í Sjálfbærni Verkfræði við Konunglega tækniháskólann í Stokkólmi, KTH og með BSc gráðu í Umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur verið virk í starfi UU síðastliðin ár og situr nú í meðstjórn hringrásahagkerfisnefnd UU. Kolbrún Fríða „Sjálfbærni er mjög vítt hugtak og snertir alla [...]

Kolbrún Fríða Hrafnkelsdóttir kjörin ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði sjálfbærrar þróunnar2021-12-02T11:44:41+00:00

LUF kallar eftir tilnefningum til Félaga ársins 2021

2021-11-29T14:43:29+00:00

Landssamband ungmennafélaga (LUF) kallar hér með eftir tilnefningum frá aðildarfélögunum til „Félaga ársins 2021“. Þann 5. desember næstkomandi veitir LUF í fjórða sinn félagsmönnum viðurkenningar fyrir óeigingjarnt sjálfboðastarf innan aðildarfélaga LUF. Félagi ársins er hvatningarviðburður þar sem aðildarfélögin fá tækifæri til þess að velja framúrskarandi félaga sem þau vilja umbuna fyrir vel unnin störf. Valnefnd fer yfir tilnefningar og mun sá einstaklingur sem hefur á árinu 2021 tekið óeigingjarna forystu og sýnt alúð í starfi innan ungmennageirans hljóta nafnbótina „Félagi ársins 2021“. Allir sem hljóta tilnefningu taka við viðurkenningu þess efnis og fær Félagi ársins 2021 afhentan farandbikar. Hvert aðildarfélag getur [...]

LUF kallar eftir tilnefningum til Félaga ársins 20212021-11-29T14:43:29+00:00

Finnur Ricart kjörinn Ungmennafulltrúi hjá SÞ á sviði loftslagsmála

2021-09-30T17:28:49+00:00

Finnur Ricart Andrason, fulltrúi Ungra umhverfissinna (UU) var í gær kjörinn ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði loftslagsmála. Kjörið fór fram á fulltrúaráðsfundi LUF í Hinu húsinu. Finnur Ricart kemur til með að sækja Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow (COP26). Ráðstefnan fer fram dagana 31. október - 12. nóvember nk. og mun Finnur taka þátt í störfum hennar í umboði íslenskra ungmenna. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má nálgast hér. Finnur stundar nám í hnattrænum sjálfbærnivísindum við Háskólann í Utrecht. Þá gegnir hann stöðu loftslagsfulltrúa í stjórn Ungra umhverfissinna og formennsku í loftslagsnefnd félagsins. Einnig situr Finnur í Ungmennaráði heimsmarkmiða Sameinuðu [...]

Finnur Ricart kjörinn Ungmennafulltrúi hjá SÞ á sviði loftslagsmála2021-09-30T17:28:49+00:00

Óskað eftir framboðum til ungmennafulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði loftslagsmála

2021-09-15T11:57:09+00:00

Landssamband ungmennafélaga (LUF) í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir eftir framboðum ungmenna á aldrinum 18-25 ára til að gegna stöðu ungmennafulltrúa Íslands gagnvart Sameinuðu þjóðunum á sviði loftslagsmála (e. United Nations Youth Delegate of Iceland on Climate Change) í umboði íslenskra ungmenna. Fulltrúinn kemur til með að sækja 26. loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26. Ungmennafulltrúar Sameinuðu þjóðanna Sendinefnin er samstarfsverkefni LUF og Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi sem vinna að aukinni þátttöku Ungmennafulltrúa Íslands á viðburðum Sameinuðu þjóðanna (e. UN Youth Delegation Programme). Ungmennafulltrúar eru lýðræðislega kjörnir af aðildarfélögum LUF og sækja viðburði Sameinuðu þjóðanna [...]

Óskað eftir framboðum til ungmennafulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði loftslagsmála2021-09-15T11:57:09+00:00
Go to Top