LUF auglýsir eftir umsóknum í inngildingarráð
Viktor2023-05-23T14:25:36+00:00Stjórn landssambands ungmennafélaga (LUF) auglýsir eftir umsóknum í Inngildingarráð LUF (e. Social Inclusion Committee). Hlutverk ráðsins er að vera til ráðgjafar í málefnum jaðarsettra ungmenna. Markmiðið með stofnun ráðsins er að skapa vettvang fyrir sérfræðiþekkingu um málefnasviðið og að veita ungu fólki, sem er berskjaldað fyrir margþættri mismunun sterkari rödd innan starfsemi LUF. Tilgangur ráðsins er m.a. liður í því verkefni sem stjórnvöld hafa falið LUF sem snýr að þarfagreiningu í tengslum við stofnun rafræns samráðsvettvangs sem er markmið í aðgerðaráætlun um Barnvænt Ísland. Þar er gerð sú krafa að sérstök áhersla verði lögð á að ná til „viðkvæmra hópa [...]