Sambandsþing 2023

2023-01-26T10:35:19+00:00

Sambandsþing LUF 2023 verður haldið laugardaginn 25. febrúar, á Grand hótel Reykjavík. Samhliða mun fara fram kjör ungmennafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda. Frestur til að skrá þingfulltrúa, skila inn félagatölu og skila inn framboðum í ungmennafulltrúa rennur út viku fyrir þing, 18. febrúar. Hér fyrir neðan eru hlekkir á allar helstu upplýsingar: Skráning á þingfulltrúum, félagatölu og framboðum í ungmennafulltrúa Fundarboð Þinggagnamappa (sem verður uppfærð fram að sambandsþingi) Leiðbeiningar og form fyrir félagatölu Viðburður á Facebook  

Sambandsþing 20232023-01-26T10:35:19+00:00

Isabel Alejandra Díaz nýr ungmennafulltrúi á sviði mennta, vísinda og menningar

2023-01-26T10:36:54+00:00

Frá 4. leiðtogaráðsfundi LUF. Isabel Alejandra Díaz, fulltrúi SHÍ, var kjörin ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum (SÞ) á sviði mennta, vísinda og menningar á 4. fundi Leiðtogaráðs Landssambands ungmennafélaga (LUF). Fundurinn fór fram í Hinu húsinu 24. janúar og voru 7 í framboði. Benedikt Bjarnason, fulltrúi Ung norræn, hlaut næst flest atkvæði og mun hann því starfa sem varafulltrúi. Er þetta í fyrsta skipti sem lýðræðislega er kjörið er í stöðu ungmennafulltrúa á sviði mennta, vísinda og menningar. „Órjúfanlegur þáttur sjálfbærrar þróunnar“ Isabel býr yfir reynslu af réttindabaráttu ungs fólks en hún hefur setið fyrir hönd Röskvu í [...]

Isabel Alejandra Díaz nýr ungmennafulltrúi á sviði mennta, vísinda og menningar2023-01-26T10:36:54+00:00

Óskað eftir tilnefingum til ungmennafulltrúa Íslands á sviði mennta, vísinda og menningar

2023-01-18T19:08:51+00:00

Landssamband ungmennafélaga (LUF) í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og menningar- og viðskiptaráðuneytið óskar hér með eftir framboðum til ungmennafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mennta, vísinda og menningar. Ungmennafulltrúinn er skipaður til tveggja ára og kemur til með að taka þátt í störfum Íslensku UNESCO nefndarinnar auk þess að sækja aðalráðstefnu UNESCO og norræna samstarfsfundi, í umboði ungs fólks á Íslandi. Hvernig býð ég mig fram? Öll aðildarfélög LUF (með fulla aðild og áheyrnaraðild) geta boðið fram einn fulltrúa. Áhugasamir félagsmenn aðildarfélaga LUF þurfa því að óska eftir umboði frá stjórn viðkomandi félags. Stjórnin tilkynnir framboð með [...]

Óskað eftir tilnefingum til ungmennafulltrúa Íslands á sviði mennta, vísinda og menningar2023-01-18T19:08:51+00:00

Óskað eftir umsóknum um ungmennafulltrúa á sveitastjórnarþingi Evrópuráðsins

2022-12-13T15:03:25+00:00

Samband íslenskra sveitarfélaga óskar eftir umsóknum fyrir ungmennafulltrúa á sveitastjórnarþingi Evrópuráðsins. Auglýst er eftir umsóknum frá ungu fólki á aldrinum 18-30 ára sem eru tilbúin að sækja og taka virkan þátt í tveimur þingfundum ráðsins sem fara munu fram 21.-23. mars og 24.-26. október 2023. Þurfa umsóknir að berast fyrir 6. janúar. Umsóknarformið má finna hér. Hvað er þingið? Þingið er samevrópskt stjórnmálaþing, meðlimir þess eru kjörnir fulltrúar yfir 130.000 svæðis- og sveitastjórna í 46 Evrópuríkjum. Hlutverk þess er að efla byggða- og svæðisbundið lýðræði, bæta stjórn sveitarfélaga efla sjálfsstjórn sveitarfélaga. Það kemur saman til fundar tvisvar á ári. Eins [...]

Óskað eftir umsóknum um ungmennafulltrúa á sveitastjórnarþingi Evrópuráðsins2022-12-13T15:03:25+00:00

Tengslanetaviðburður LUF og LAPAS

2022-11-17T16:51:42+00:00

LUF og LAPAS (Lettnenski þróunarsamvinnuvettvangurinn) standa fyrir tengslanetaviðburði ungs fólks frá Íslandi og Lettlandi. Viðburðurinn verður rafrænn þriðjudaginn 22. nóvember nk. kl. 17 (á íslenskum tíma). Viðburðurinn er hugsaður fyrir ungt fólk sem hefur áhuga á málefnum sjálfbærrar þróunar og vill deila reynslu sinni og læra af reynslu annarra. Í vetur hefur ungt fólk hér á Íslandi og í Lettlandi verið að vinna að ýmsum fjölbreyttum verkefnum sem öll hafa það að markmiði að vekja athygli á málefnum sjálfbærrar þróunar og hverja einstaklinga til að taka virkan þátt í samfélaginu. Á viðburðinum munu þátttakendur deila reynslu af hagsmunastarfi ungs fólks [...]

Tengslanetaviðburður LUF og LAPAS2022-11-17T16:51:42+00:00

LUF auglýsir eftir tilnefningum til Félaga ársins 2022

2022-11-04T11:47:15+00:00

Landssamband ungmennafélaga (LUF) kallar hér með eftir tilnefningum frá aðildarfélögunum til „Félaga ársins 2022“. Þann 5. desember næstkomandi veitir LUF í fimmta sinn félagsmönnum viðurkenningar fyrir óeigingjarnt sjálfboðastarf innan aðildarfélaga LUF. Félagi ársins er hvatningarviðburður þar sem aðildarfélögin fá tækifæri til þess að velja framúrskarandi félaga sem þau vilja umbuna fyrir vel unnin störf. Valnefnd fer yfir tilnefningar og mun sá einstaklingur sem hefur á árinu 2022 tekið óeigingjarna forystu og sýnt alúð í starfi innan ungmennageirans hljóta nafnbótina „Félagi ársins 2022“. Allir sem hljóta tilnefningu taka við viðurkenningu þess efnis og fær Félagi ársins 2022 afhentan verðlaunagrip. Hvert aðildarfélag [...]

LUF auglýsir eftir tilnefningum til Félaga ársins 20222022-11-04T11:47:15+00:00

Óskað eftir framboðum til ungmennafulltrúa Sameinuðu þjóðanna á sviði sjálfbærrar þróunar

2022-11-01T14:56:48+00:00

Landssamband ungmennafélaga (LUF) í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og forsætisráðyneytið óskar hér með eftir framboðum til ungmennafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði sjálfbærrar þróunar (e. United Nations Youth Delegate of Iceland on Sustainable Development). Ungmennafulltrúinn kemur til með að taka þátt í störfum ráðherrafundar Sameiðuðu þjóðanna (e. United Nations High-Level Political Forum (HLPF 2023), sem fram fer í New York 10. – 19. júlí, í umboði ungs fólks á Íslandi. Hvernig býð ég mig fram?  Öll aðildarfélög LUF (með fulla aðild og áheyrnaraðild) geta boðið fram einn fulltrúa. Áhugasamir félagsmenn aðildarfélaga LUF þurfa því að óska [...]

Óskað eftir framboðum til ungmennafulltrúa Sameinuðu þjóðanna á sviði sjálfbærrar þróunar2022-11-01T14:56:48+00:00

Finnur Ricart endurkjörinn ungmennafulltrúi hjá SÞ á sviði loftslagsmála

2022-10-03T15:42:02+00:00

Annar fundur Leiðtogaráðs LUF fór fram í Ingjaldsstofu á Háskólatorgi Háskóla Íslands, fimmtudaginn 29. september sl. Fundurinn var tíðindamikill en þar var annars vegar kosið í stöðu ungmennafulltrúa Íslands hjá SÞ á sviði loftslagsmála og hins vegar í stöðu meðstjórnanda í stjórn LUF. Fundurinn hófst þó á kynningum nýrra aðildarfélaga, sem bæst höfðu í hóp aðildarfélaga frá seinasta fundi Leiðtogaráðs. Þá gerði Tinna Isebarn, framkvæmdastjóri LUF grein fyrir stöðu helstu verkefna framkvæmdaáætlunar stjórnar LUF og Jessý Jónsdóttir, alþjóðafulltrúi LUF, kynnti alþjóðastarf LUF og nýstofnað Alþjóðaráð LUF. Valgerður Eyja Eyþórsdóttir, fulltrúi UngSAFT, ásamt Geir Finnssyni, forseta LUF, og Viktori Inga [...]

Finnur Ricart endurkjörinn ungmennafulltrúi hjá SÞ á sviði loftslagsmála2022-10-03T15:42:02+00:00

LUF óskar eftir framboðum í embætti meðstjórnanda

2022-09-22T13:25:35+00:00

Vegna breytinga á stjórn LUF er hér með óskað eftir framboðum til embættis meðstjórnanda félagsins í samræmi við b-lið 24. gr. samþykkta LUF. Kjör meðstjórnanda mun fara fram á 2. fundi Leiðtogaráðs LUF þann 29. september nk. og rennur framboðsfrestur út á fundinum. Fyrir hverja? Meðlimi aðildarfélaga LUF á aldrinum 16-35 ára. Þá sem hafa brennandi áhuga á málefnum ungs fólks á Íslandi og erlendis og vilja láta gott af sér leiða. Reynsla/þekking á félagastörfum/hagsmunabaráttu er æskileg. Tilvalið er að búa yfir leiðtogahæfileikum.  Hvernig býð ég mig fram? Hvert aðildarfélag má tilnefna einn einstakling í stjórn.  Sá sem hyggst bjóða [...]

LUF óskar eftir framboðum í embætti meðstjórnanda2022-09-22T13:25:35+00:00

Opið fyrir umsóknir í Leiðtogaskóla Íslands 2022

2022-10-07T13:40:19+00:00

Býr leiðtogi í þér? Sækja um Leiðtogaskóli Íslands (LSÍ) þjálfar persónulega hæfni, eflir tengslanet, deilir reynslu og eykur leiðtogahæfni. Námskeið skólans veita aukna hagnýta þekkingu, verkfæri sem nýtast almennu starfi ungmennafélaga og nýtast í hagsmuna- og réttindabaráttu ungs fólks. Leiðtogaskólinn 2021 fer fram helgarnar 8. – 9. & 22. – 23. október í Hinu húsinu. Vakin er athygli á að stjórn LSÍ áskilur sér rétt til breytinga Fyrir hverja? Skólinn er sameiginlegur vettvangur aðildarfélaga LUF. Hann er ætlaður fólki á aldrinum 16-35 ára sem situr í stjórnum ungmennafélaga, sjálfboðaliða og almenna félagsmenn aðildarfélaganna sem vilja láta til sín taka í [...]

Opið fyrir umsóknir í Leiðtogaskóla Íslands 20222022-10-07T13:40:19+00:00
Go to Top