Kjartan og Viktor nýjir ungmennafulltrúar

2024-05-08T14:15:22+00:00

Kosið var í tvær stöður ungmennafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á Leiðtogaráðsfundi Landssambands ungmennafélaga þann 5. Maí síðastliðin. Viktor Pétur Finnsson, tilnefndur af Sambandi ungra Sjálfstæðismanna er nýr ungmennafulltrúi á sviði Loftlagsmála og er Kjartan Ragnarsson, sem tilnefndur var af Q - Félagi hinsegin stúdenta nýr ungmennafulltrúi á sviði Kynjajafnréttis. Eru þeir kjörnir til tveggja ára í samræmi við innleiðingu nýs „junior/senior” kerfis sendinefndar LUF. Óskar stjórn LUF þeim Viktori og Kjartani til hamingju með kjörið. Sendinefnd LUF Kjör ungmennafulltrúa Íslands hjá SÞ á sviði barna og ungmenna skipar sæti í sendinefnd LUF hjá Sameinuðu þjóðunum (e. UN Youth Delegation Programme). [...]

Kjartan og Viktor nýjir ungmennafulltrúar2024-05-08T14:15:22+00:00

Life in plastic, It’s fantastic?

2024-04-22T15:49:39+00:00

Fyrir 26 árum síðan gaf sænska hljómsveitin Aqua út lagið “Barbie Girl” og sungu um stórkostlegt líf í plasti. Síðastliðin ár hefur neysla og framleiðsla á plasti stóraukist og hefur meira en helmingur alls plast í heiminum verið framleitt eftir árið 2005. Ef við fylgjum áframhaldandi þróun verður hlutfall plast í sjónum hærra en hlutfall fiska árið 2050. Í dag 22. Apríl fögnum við Alþjóðlegum degi jarðar en í ár er hann helgaður vitundarvakningu um plast og skaðleg áhrif þess á umhverfið. En er plastlífið virkilega svo frábært? Frá jarðefnaeldsneyti til plasts Þegar talað er um plastmengun koma fyrst upp [...]

Life in plastic, It’s fantastic?2024-04-22T15:49:39+00:00

LUF óskar eftir tilnefningum til ungmennafulltrúa Íslands hjá SÞ á sviði loftslagsmála

2024-04-30T20:02:44+00:00

Landssamband ungmennafélaga (LUF) í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir eftir framboðum ungmenna á aldrinum 18-25 ára til að gegna stöðu ungmennafulltrúa Íslands gagnvart Sameinuðu þjóðunum á sviði loftslagsmála (e. United Nations Youth Delegate of Iceland on Climate Change) í umboði íslenskra ungmenna. Fulltrúinn kemur til með að sækja 28. loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP29, sem fer fram í Baku í nóvember 2024. Ungmennafulltrúar Sameinuðu þjóðanna Sendinefnin er samstarfsverkefni LUF og Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi sem vinna að aukinni þátttöku Ungmennafulltrúa Íslands á viðburðum Sameinuðu þjóðanna (e. UN Youth Delegation Programme). Ungmennafulltrúar eru lýðræðislega kjörnir af [...]

LUF óskar eftir tilnefningum til ungmennafulltrúa Íslands hjá SÞ á sviði loftslagsmála2024-04-30T20:02:44+00:00

LUF óskar eftir tilnefningum til ungmennafulltrúa Íslands hjá SÞ á sviði kynjajafnréttis

2024-04-30T20:03:22+00:00

Landssamband ungmennafélaga (LUF) í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og forsætisráðuneytið auglýsir eftir framboðum ungmenna á aldrinum 18-25 ára til að gegna stöðu ungmennafulltrúa Íslands gagnvart Sameinuðu þjóðunum á sviði kynjajafnréttis (e. United Nations Youth Delegate of Iceland on Gender Equality) í umboði íslenskra ungmenna. Fulltrúinn kemur til með að sitja í stýrihóp forsætisráðuneytisins um kynslóð jafnréttis og sækja viðburð á vegum The Commission on the Status of Women (CSW). Ungmennafulltrúar Sameinuðu þjóðanna Sendinefnin er samstarfsverkefni LUF og Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi sem vinna að aukinni þátttöku Ungmennafulltrúa Íslands á viðburðum Sameinuðu þjóðanna (e. UN Youth Delegation Programme). [...]

LUF óskar eftir tilnefningum til ungmennafulltrúa Íslands hjá SÞ á sviði kynjajafnréttis2024-04-30T20:03:22+00:00

Birta B. Kjerúlf sótti Kvennanefndarfund Sameinuðu þjóðanna í New York

2024-03-22T13:21:51+00:00

Í síðustu viku fór Birta B. Kjerúlf, ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði kynjajafnréttis, til New York og sótti árlegan Kvennanefndarfund Sameinuðu þjóðanna (CSW68). Er það í annað sinn sem Ísland sendir ungmennafulltrúa í persónu á fundinn og því ber að fagna. Meginþema fundarins í ár var að flýta fyrir jafnrétti kynjanna og valdeflingu allra kvenna og stúlkna með því að takast á við fátækt, efla stofnanir og auka fjármögnun með hliðsjón af kynjasjónarmiðum. Fundinum lýkur opinberlega ní dag, 22. mars 2024, en í vikunni stóðu yfir samningaviðræður um lokaútgáfu stefnuskjals ráðstefnunnar, sem leggur línurnar fyrir stjórnvöld víða um [...]

Birta B. Kjerúlf sótti Kvennanefndarfund Sameinuðu þjóðanna í New York2024-03-22T13:21:51+00:00

Óskað eftir framboðum til ungmennafulltrúa Sameinuðu þjóðanna á sviði loftslagsmála

2022-09-06T11:58:46+00:00

Landssamband ungmennafélaga (LUF) í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið óskar hér með eftir framboðum  til  ungmennafulltrúa Íslands hjáSameinuðu þjóðunum á sviði loftslagsmála (e. United Nations Youth Delegate of Iceland on Climate Change).na. Fulltrúinn kemur til með að vera skráður í opinbera sendinefnd Íslands og kemur meðal annars til með að sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27. Hvernig býð ég mig fram?  Öll aðildarfélög LUF (með fulla aðild og áheyrnaraðild) geta boðið fram einn fulltrúa. Áhugasamir félagsmenn aðildarfélaga LUF þurfa því að óska eftir umboði frá stjórn viðkomandi félags. Stjórnin tilkynnir framboð með því að [...]

Óskað eftir framboðum til ungmennafulltrúa Sameinuðu þjóðanna á sviði loftslagsmála2022-09-06T11:58:46+00:00

Óskað eftir framboðum til ungmennafulltrúa Íslands hjá SÞ á sviði sjálfbærrar þróunar

2021-11-11T13:39:35+00:00

Landssamband ungmennafélaga (LUF), í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og forsætisráðuneytið, óskar hér með eftir framboðum til Ungmennafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði sjálfbærrar þróunar (e. United Nations Youth Delegate of Iceland on Sustainable Development) sem verður lýðræðislega kjörinn á leiðtogaráðsfundi LUF þann 24. nóvember næstkomandi. Ungmennafulltrúinn kemur til með að taka þátt í störfum ráðherrafundar Sameiðuðu þjóðanna (e. United Nations High-Level Political Forum (HLPF 2022), sem fram fer í New York 5. - 15. júlí, í umboði ungs fólks á Íslandi. Ungmennafulltrúar Sameinuðu þjóðanna Sendinefndin er samstarfsverkefni LUF og Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi sem vinna að [...]

Óskað eftir framboðum til ungmennafulltrúa Íslands hjá SÞ á sviði sjálfbærrar þróunar2021-11-11T13:39:35+00:00

Ungmennafulltrúi SÞ á sviði kynjajafnréttis á árlegum fundi kvennanefndar SÞ

2021-03-16T12:59:12+00:00

Árlegur fundur kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (CSW65) hófst í gær, 15. mars og stendur yfir til 26. mars. Fundurinn fer nú fram í 65. skiptið undir yfirskriftinni: Þátttaka kvenna á opinberum vettvangi og við ákvarðanatöku (e. Women in public life: Equal participation in decision-making). Í ljósi aðstæðna vegna heimsfaraldurs COVID19 fer almenn dagskrá fram á fjarfundarformi. Ungmennafulltrúar Sameinuðu Þjóðanna á sviði kynjajafnréttis og á sviði mannréttinda, þær Eva Dröfn Hassell og Jóna Þórey Pétursdóttir, sátu fund íslensku sendinefndarinnar í gær þar sem Eva Dröfn hélt erindi. Ræðuna er hægt að lesa í heild sinni hér fyrir neðan; "Komið þið sæl. Eva Dröfn [...]

Ungmennafulltrúi SÞ á sviði kynjajafnréttis á árlegum fundi kvennanefndar SÞ2021-03-16T12:59:12+00:00
Go to Top