Óskað eftir framboðum til ungmennafulltrúa Íslands hjá SÞ á sviði sjálfbærrar þróunar
LUF2021-11-11T13:39:35+00:00Landssamband ungmennafélaga (LUF), í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og forsætisráðuneytið, óskar hér með eftir framboðum til Ungmennafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði sjálfbærrar þróunar (e. United Nations Youth Delegate of Iceland on Sustainable Development) sem verður lýðræðislega kjörinn á leiðtogaráðsfundi LUF þann 24. nóvember næstkomandi. Ungmennafulltrúinn kemur til með að taka þátt í störfum ráðherrafundar Sameiðuðu þjóðanna (e. United Nations High-Level Political Forum (HLPF 2022), sem fram fer í New York 5. - 15. júlí, í umboði ungs fólks á Íslandi. Ungmennafulltrúar Sameinuðu þjóðanna Sendinefndin er samstarfsverkefni LUF og Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi sem vinna að [...]