Verkfærakista ungmennafélaga

2020-04-03T16:25:50+00:00

Landssamband ungmennafélaga kynnir með stolti Verkfærakistu ungmennafélaga. Verkfærin í kistunni fjalla um ýmsa anga í rekstri félagasamtaka, um lög þeirra, rekstur, fundahald og margt fleira. Markmiðið með verkefninu er að valdefla ungmennafélög, styðja við innra starf þeirra og safna saman öllum þeim upplýsingum sem eru hjálplegar fyrir starf þeirra. Á þessum óljósu tímum getur skapast rými fyrir ungmennafélög að einbeita sér að sínu innra starfi. Verkfærakistan er unnin með þarfir aðildarfélaga LUF í huga og verður uppfærð reglulega þannig að efni hennar endurspegli þarfir félagasamtaka hverju sinni. Verkfærakistan er enn í vinnslu og fleiri verkfæri á leiðinni. Auk þess viljum við hvetja aðildarfélög [...]