Alþjóðaráðsfundur LUF 2023

2023-09-12T17:53:16+00:00

Stjórn LUF boðar til fundar Alþjóðaráðs LUF þann 27. september 2023 kl. 17:15. Fundurinn mun fara fram Mannréttindahúsi ÖBÍ, að Sigtúni 42. Er þetta fyrsti fundur Alþjóðaráðs og er markmið hans að veita aðildarfélögum LUF innsýn inn í alla alþjóðlega þátttöku og samvinnu LUF, þau tækifæri sem í henni eru fólgin fyrir aðildarfélög auk þess að ræða umgjörð alþjóðlegrar þátttöku ungs fólks á Íslandi. Stefnt er á að hafa fundinn flæðandi og með virkri þátttöku fundargesta. Sérstakur gestur verður Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, utanríkisráðherra. Í Alþjóðaráði eiga sæti alþjóðafulltrúar/ábyrgðaraðilar alþjóðamála allra aðildarfélaga auk sendinefndar LUF hjá Sameinuðu þjóðunum. Aðildarfélögum er [...]

Alþjóðaráðsfundur LUF 20232023-09-12T17:53:16+00:00

Nágrannaþjóðir funduðu um framtíð hafsins

2020-02-27T14:17:24+00:00

Ungmennaráðstefnan Hafið fór fram föstudaginn síðastliðin þar sem ungmenni frá Íslandi, Færeyjum, Grænlandi og Noregi komu saman í Norræna húsinu í Reykjavík. Rúmlega 30 ungmenni tóku þátt í vinnustofu þar sem þau ræddu kröfur sínar og hugmyndir um varðveislu líffræðilegs fjölbreytileika og vistkerfa heimsins. Markmiðið er að koma röddum þeirra á framfæri í setningu nýrra alþjóðamarkmiða innan Sameinu Þjóðanna sem samþykkt verða í október árið 2020.  NORA samstarfið stykti ráðstefnuna. Ferðavenjur eyjaskeggja Ólík sjónarhorn komu af stað áhugaverðum umræðum. Við heyrðum meðal annars um sjaldgæfar fuglategundir í Færeyjum í útrýmingarhættu og um útrýmingu mannsins á kaldkóralrif sem eitt sinn voru algeng [...]

Nágrannaþjóðir funduðu um framtíð hafsins2020-02-27T14:17:24+00:00

Viltu sækja ráðstefnu um framtíð hafsins?

2020-02-07T14:53:02+00:00

Landssamband ungmennafélaga (LUF) óskar eftir þátttakendum á ráðstefnu í Norræna húsinu í Reykjavík, föstudaginn 21. febrúar. Þema ráðstefnunnar er líffræðilegur fjölbreytileiki með áherslu á hafið. Í samstarfi við NORA, Norræna Atlantssamstarfið bjóðum við ungmennum, á aldrinum 16 - 35 ára, frá Íslandi, Grænlandi, Færeyjum og strandlengju Noregs að koma saman og ræða sameiginlega hagsmuni. Vinnustofan verður haldin fyrri hluta dags en að henni lokinni verður húsið opnað fyrir almenning. Þá tekur við vettvangur fyrir ungmennin, ráðamenn, sérfræðinga og aðra áhugasama að ræða málin í pallborðsumræðum. LUF leitar að tíu þátttakendum frá Íslandi, bæði frá höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Ungmenni sem koma utan að [...]

Viltu sækja ráðstefnu um framtíð hafsins?2020-02-07T14:53:02+00:00

Kall eftir tilnefningum til Félaga ársins og opið fyrir skráningu á tengslaviðburð

2019-01-23T15:42:16+00:00

Landssamband ungmennafélaga (LUF) kallar hér með eftir tilnefningum til Félaga ársins. En það er viðurkenning fyrir sjálfboðastarf innan aðildarfélaga LUF. Sá einstaklingur sem hlýtur titilinn Félagi ársins verður heiðraður fyrir að hafa tekið óeigingjarna forystu og sýnt alúð í starfi í þágu ungs fólks á árinu. Hvert aðildarfélag getur tilnefnt einn félagsmann til Félaga ársins árið 2018 og hvetur LUF sem flest aðildarfélög til að senda inn tilnefningu ásamt rökstuðningi hér. Frestur til þess að senda inn tilnefningu er í síðasta lagi þann 1. febrúar. Viðburðurinn „Félagi ársins“ verður haldinn þann 15. febrúar 2019 í Iðnó kl. 19:30. LUF hvetur félagsmenn aðildarfélaganna til [...]

Kall eftir tilnefningum til Félaga ársins og opið fyrir skráningu á tengslaviðburð2019-01-23T15:42:16+00:00
Go to Top