Alþjóðaráðsfundur LUF 2023
Viktor2023-09-12T17:53:16+00:00Stjórn LUF boðar til fundar Alþjóðaráðs LUF þann 27. september 2023 kl. 17:15. Fundurinn mun fara fram Mannréttindahúsi ÖBÍ, að Sigtúni 42. Er þetta fyrsti fundur Alþjóðaráðs og er markmið hans að veita aðildarfélögum LUF innsýn inn í alla alþjóðlega þátttöku og samvinnu LUF, þau tækifæri sem í henni eru fólgin fyrir aðildarfélög auk þess að ræða umgjörð alþjóðlegrar þátttöku ungs fólks á Íslandi. Stefnt er á að hafa fundinn flæðandi og með virkri þátttöku fundargesta. Sérstakur gestur verður Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, utanríkisráðherra. Í Alþjóðaráði eiga sæti alþjóðafulltrúar/ábyrgðaraðilar alþjóðamála allra aðildarfélaga auk sendinefndar LUF hjá Sameinuðu þjóðunum. Aðildarfélögum er [...]