Nágrannaþjóðir funduðu um framtíð hafsins
LUF2020-02-27T14:17:24+00:00Ungmennaráðstefnan Hafið fór fram föstudaginn síðastliðin þar sem ungmenni frá Íslandi, Færeyjum, Grænlandi og Noregi komu saman í Norræna húsinu í Reykjavík. Rúmlega 30 ungmenni tóku þátt í vinnustofu þar sem þau ræddu kröfur sínar og hugmyndir um varðveislu líffræðilegs fjölbreytileika og vistkerfa heimsins. Markmiðið er að koma röddum þeirra á framfæri í setningu nýrra alþjóðamarkmiða innan Sameinu Þjóðanna sem samþykkt verða í október árið 2020. NORA samstarfið stykti ráðstefnuna. Ferðavenjur eyjaskeggja Ólík sjónarhorn komu af stað áhugaverðum umræðum. Við heyrðum meðal annars um sjaldgæfar fuglategundir í Færeyjum í útrýmingarhættu og um útrýmingu mannsins á kaldkóralrif sem eitt sinn voru algeng [...]