Landssamband ungmennafélaga (LUF) kallar hér með eftir tilnefningum til Félaga ársins. En það er viðurkenning fyrir sjálfboðastarf innan aðildarfélaga LUF. Sá einstaklingur sem hlýtur titilinn Félagi ársins verður heiðraður fyrir að hafa tekið óeigingjarna forystu og sýnt alúð í starfi í þágu ungs fólks á árinu. Hvert aðildarfélag getur tilnefnt einn félagsmann til Félaga ársins árið 2018 og hvetur LUF sem flest aðildarfélög til að senda inn tilnefningu ásamt rökstuðningi hér. Frestur til þess að senda inn tilnefningu er í síðasta lagi þann 1. febrúar.

Viðburðurinn „Félagi ársins“ verður haldinn þann 15. febrúar 2019 í Iðnó kl. 19:30. LUF hvetur félagsmenn aðildarfélaganna til þess að skrá sig á viðburðinn hér í síðasta lagi fyrir miðvikudaginn 7. febrúar.  

ATHUGIÐ að þátttaka er staðfest með því að greiða 6000 kr. á bankareikning LUF 0301-26-004750 kt. 5410044750. Vinsamlegast sendið tilkynningu á millifærslu á youth@youth.is. Innifalið í verði eru veglegar veitingar, en drykkir verða til sölu á staðnum.

Inger Erla Thomsen, upplýsingafulltrúi LUF veitir frekari upplýsingar um viðburðinn í gegnum ingererla@youth.is.

Hlökkum til að sjá ykkur,
Stjórn LUF