Forsetakosningar 2024

Hvar á ég að kjósa?

Staðurinn þar sem kosning fer fram kallast kjörstaður. Kjósandi kýs á kjörstað í því sveitarfélagi sem hann á lögheimili í en hægt er að fletta upp hvar þinn kjörstaður er hér. Yfirleitt eru kjörstaður opnir frá 9-22 á kjördag en í sumum sveitafélögum loka þeir fyrr. Þú getur kynnt þér opnunartíma á heimasíðu þíns sveitafélags. Ef þú kemst ekki  á kjörstað á kjördag, ert eða verður í útlöndum eða býrð ekki á þínu lögheimili vegna skóla eða vinnu getur þú kosið utan kjörfundar alveg fram að kosningum. Á Íslandi getur þú kosið utankjörfundar hjá sýslumanni og í Holtagörðum í Reykjavík. Þú getur alltaf kosið aftur, en síðasta atkvæðið þitt gildir. Ef þú ert í útlöndum þarf að kjósa hjá Sendiherra eða ræðismanni en atkvæðið þarf að senda með póst heim til Íslands og því mikilvægt að kjósa sem fyrst!

How do I vote

The place where you vote is called a voting station or “Kjörstaður”. A voter votes at a specific voting station in their municipality but you can find your voting station and check if you have the right to vote by searching the voting registry online. Usually the voting stations are open from 9-22 on voting day but some municipalities close sooner. You can see your municipality opening hours on their website. If you can’t vote on 1 of June, live abroad or not in the municipality you are registered at, absentee voting is possible at the District magistrate office or in Holtagarðar in Reykjavík. You can vote again and the last vote you cast will be counted.  You can vote abroad at ambassador and consulate offices, your vote will be mailed to Iceland so make sure you vote sooner rather than later!

Hvað gerist á kjörstað?

Þegar þú ert kominn á þinn kjörstað þarf að finna sína kjördeild, en í minni sveitafélögum er stundum bara ein kjördeild. Á stærri kjörstöðum hanga uppi stór skilti með upplýsingum um kjördeildir en þeim er raðað niður í stafrófsröð eftir heimilisföngum. Yfirleitt er starfsfólk á svæðinu sem getur aðstoðað við að finna rétta kjördeild en hægt er að fá upplýsingar um í hvaða kjördeild kjósandi kýs hér.

Kjörstjórn starfar á kjörstað og tekur á móti kjósendum í sinni kjördeild, biður um heimilisfang og að fá að sjá skilríki, svo það þarf að taka með sér ökuskírteini (rafrænt ökuskírteini dugar) eða vegabréf. Það virkar ekki að sýna bankakort en ef þú lendir í vanda getur þú rætt við kjörstjórn. Kjörstjórn merkir við þig í kjörskrá og afhendir þér kjörseðil (hægt að fá kjörseðil með blindraletri) sem þú ferð með inn í kjörklefa svo enginn sjái hvernig þú kýst. Þar eru blýantar sem þú notar í að setja X í kassa fyrir framan nafn frambjóðenda sem þú villt kjósa. Mikilvægt er að gera engar aðrar merkingar á kjörseðilinn því þá telst atkvæðið ógilt. Þegar þú ert búinn að því þarf að brjóta kjörseðikinn saman og setja í atkvæðakassa fyrir utan kjörklefann.

What happens at the polling station?

When you arrive at your polling station you will have to find your specific precinct, but usually in smaller municipalities only have one precinct.  At bigger polling stations there are large signs with information about each precinct but they are usually arranged alphabetically by your home address. There is usually staff at the entrance that can help you find your specific precinct. You can find information about your precinct online.

An electoral committee serves at the polling station and welcomes voters at their precinct, asks for your place of residence and to see your ID, so you will need to bring with you a drivers licence (electronic one works!) or a passport. A debit or credit card does not work but if you run into any problems the electoral committee can help you. They will check your name on the registry and give you a voting ballot (braille ballots will be available) that you can take into a free polling booth so no one will see how you vote. In there are pencils you use to place an X in the box in front of your candidate’s name. It is important to not put any other markings on your ballot or your vote will be void. When you have finished you can fold your ballot and put in the ballot box outside your booth.

Vantar þig aðstoð?

Öll sem kjósa geta fengið aðstoð við að kjósa, annað hvort komið með eigin aðstoðarmann eða fengið aðstoð frá starfsfólki. Ef þú ert með aðstoðarmann með þér þarf að huga að því að aðstoðarmaður þarf að fylla út sérstakt eyðublað og má ekki vera í framboði og heldur ekki foreldri, systkini, maki eða barn einhvers sem er að bjóða sig fram. Sama manneskjan má heldur ekki hjálpa fleiri en 3 við að kjósa í sömu kosningunum.

Do you need help?

Everyone that votes has the right to have assistance during the voting, you can bring your own assistant or get help from staff. If you are bringing your own assistand you need to keep in mind that they need to fill out a specific form and the person can not be a candidate in the election or a parent, sibling, spouse or child of a candidate. The same person can not assist more than 3 voters at each election.

FRAMBJÓÐENDUR

Arnar Þór Jónsson
Arnar Þór JónssonHæstaréttarlögmaður
Ásdís Rán Gunnarsdóttir
Ásdís Rán GunnarsdóttirFyrirsæta
Ástþór Magnússon Wium
Ástþór Magnússon WiumViðskiptamaður
Baldur Þórhallsson
Baldur ÞórhallssonPrófessor í stjórnmálafræði
Eiríkur Ingi Jóhannsson
Eiríkur Ingi JóhannssonSjómaður
Halla Hrund Logadóttir
Halla Hrund LogadóttirOrkumálastjóri
Halla Tómasdóttir
Halla TómasdóttirRekstrarhagfræðingur
Helga Þórisdóttir
Helga ÞórisdóttirForstjóri Persónuverndar
Jón Gnarr
Jón GnarrLeikari og fyrrverandi borgarstjóri
Katrín Jakobsdóttir
Katrín JakobsdóttirFyrrverandi Forsætisráðherra
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
Steinunn Ólína ÞorsteinsdóttirLeikkona
Viktor Traustason
Viktor TraustasonHagfræðingur