Á sambandsþingi LUF sem fram fór 29. febrúar sl. voru samþykktar breytingar á fulltrúaráði félagsins sem breyttist í leiðtogaráð LUF. Von LUF er að auka vægi ráðsins þar sem fulltrúar þess hafi skýrt umboð frá stjórn síns aðildarfélags og hafa umboð til að taka mikilvægar ákvarðanir. Leiðtogaráð mun skipa stjórnarformenn allra aðildarfélaga LUF.

Fráfarandi stjórn LUF taldi þessar breytingar geta eflt enn frekar eflt tengsl LUF og aðildarfélaga þess. Markmiðið er ekki síst að skapa ráðgefandi vettvang ungra leiðtoga gagnvart stjórnvöldum, vegna aukinnar áherslu stjórnvalda á virkt samráð við ungt fólk. Með breytingunum er leitast við að tryggja breytt umboð leiðtogaráðsfunda til ákvarðana og til að veita álit sitt á málefnum ungs fólks, sér í lagi með tilliti til jaðarsettra hópa og sérstakra hagsmunaaðila.

Fulltrúi alltaf í umboði formanns

Þó nokkrar fyrirspurnir hafa borist LUF um hvort formaður megi boða staðgengil í ráðið í sinn stað. Í 19.gr. laga segir: „Oddvita er heimilt að boða í sinn stað varaoddvita eða annan staðgengil á fund leiðtogaráðs.„ Ef formaður kýs að boða staðgengil á fundinn í sinn stað, skal hann hafa umboð frá formanni. 

Frestun fyrsta fundar

Samkvæmt lögum skal halda fyrsta leiðtogaráðsfund fyrir lok mars en vegna samkomubannsins hefur stjórn LUF ákveðið að fresta fundinum þar til aðstæður batna.
Auk þess er skrifstofa LUF í Hinu húsinu lokuð almenning en starfsmenn svara öllum fyrirspurnum sem þið kunnið að hafa í  í tölvupósti, youth@youth.is