Félagi ársins 2022 var haldinn á degi sjálfboðaliðans, 5. desember við hátíðlega athöfn á Stúdentakjallaranum. LUF heldur viðburðinn ár hvert til að hvetja til og heiðra sjálboðaliðastarf meðlima aðildarfélaga sinna. Að þessu sinni voru 7 tilnefnd sem Félagi ársins, þau: Baldur Blöndal frá ELSA, Benedikt Bjarnason frá Ung norræn, Dagmar Óladóttir frá SHÍ, Diana Íva Gunnarsdóttir frá Ungum framsóknarmönnum, Guðmundur Bjarnason frá Samtökum ungra bænda, Natan Kolbeinsson frá Uppreisn og Ragnar Björnsson frá JCI. Hlutu þau öll viðurkenningu fyrir óeigingjörn störf sín í þágu sinna félaga.

Dómnefnd skipuð af Tinnu Isebarn framkvæmdastjóra LUF, Sigurði Sigurðssyni fyrrum forseta LUF og Viktori Lorange oddvita Leiðtogaráðs komst að þeirri niðurstöðu að Guðmundur Bjarnason, fyrrum formaður Samtaka ungra bænda, skyldi valinn Félagi ársins 2022 og hlaut hann fyrir vikið farandbikar viðburðarins. Fyrir hönd stjórnar LUF þakkaði Geir Finnson, forseti, öllum tilnefndum hjartanlega til hamingju með tilnefningarnar og þakkaði þeim fyrir óeigingjörn störf sín í þágu íslenskra ungmenna.