NORÐ er samstarfsverkefni allra landssambanda ungmennafélaga á Norðurlöndunum sem hefur það að markmiði að skapa öflugt samstarf félaga ungs fólks á Norðurlöndunum. Samfélög, norræn samheldni, tungumál og menning eru rauður þráður í starfsemi NORÐ. NORÐ samanstendur af einu stóru árlegu verkefni sem kallast Ungmennaþingið og nokkrum smærri viðburðum, öll starfsemin verður haldin frá 2022-2024.
Starfsemi NORÐ er fjölbreytt, en ungt fólk getur til dæmis tekið þátt í gerð norrænna listaverka, lært að móta og setja upp verkefni með öðrum ungmennum og fræðast meira um Norðurlöndin.
Starfsemin er fyrir ungt fólk á aldrinum 18-30 ára frá ungmennafélögum á öllum Norðurlöndunum, þ.e. Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Íslandi, Færeyjum, Grænlandi og Álandseyjum. Danska ungmennaráðið (DUF) leiðir verkefnið í samvinnu við systurfélög sín frá Noregi, Finnlandi, Svíþjóð, Íslandi, Færeyjum og Grænlandi.
NORÐ er fjármagnað af A.P. Møller og Chastine Mc-Kinney Møller sjóðnum.

Ungetinget 2023
Ungetinget, ungmennaþing NORÐ verkefnisins fer fram í Osló, 10.-12. nóvember 2023. Þar munu 150 ungmenni frá öllum Norðurlöndunum koma saman, læra, fræða og mynda tengsl með það að marki að styrkja norræn samfélög ungs fólks. Sért þú á aldrinum 18-30 ára og aðili að einhverju aðildarfélaga LUF.
Getur þú sótt um hér að neðan, en umsóknarfrestur rennur út á miðnætti 31. ágúst.