Ungmennaráðstefna í tilefni af átaksins Kynslóð jafnréttis (e. Generation Equality Forum) fer fram á vefnum næstkomandi fimmtudag 17. september klukkan 13:00 – 15:00 á íslenskum tíma.
Átakið er á vegum stofnunar Sameinuðu Þjóðanna (SÞ) um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna, UN Women. Ester Hallsdóttir Ungmennafulltrúi Íslands á sviði mannréttinda kemur til með að sækja fundinn í umboði ungs fólks á Íslandi. LUF hvetur félagsmenn eindregið til að skrá sig til þátttöku á vefsíðu viðburðarins.
Ísland í forystu gegn kynbundu ofbeldi
Ísland er meðal forysturíkja í aðgerðarbandalagi um kynbundið ofbeldi í verkefni UN Women, Kynslóð jafnréttis. Um er að ræða stærsta verkefni UN Women frá upphafi og er jafnframt meðal áherslumála aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, António Guterres. Verkefnið er skilgreint í samræmi við heimsmarkmið SÞ en fimm árum eftir setningu þeirra hefur komið í ljós að markmiðið um kynjajafnrétti er það markmið sem aðildarríki SÞ eiga lengst í land með.
Verkefnið er unnið í tilefni af 25 ára afmæli Pekingáætlunarinnar, framkvæmdaráætlunar um réttindi kvenna, sem m.a. byggist á ákvæðum Kvennasáttmála SÞ um afnám allra mismununar gegn konum. Verkefnið er til næstu fimm ára.
Sendinefnd LUF hjá SÞ
LUF hefur lengi barist fyrir þátttöku ungt fólks á viðburðum SÞ. Ungmennafulltrúar Íslands hjá SÞ mynda Sendinefnd LUF sem er starfshópur LUF um málefni ungs fólks hjá SÞ. Hún starfar sem vinnuhópur, ráðgjafaráð, upplýsingaveita og brú á milli LUF, Félags SÞ á Íslandi og sendandi ráðuneyta. Sendinefndina skipa ungmennafulltrúarnir:
- Ester Hallsdóttir: Svið mannréttinda í samstarfi við utanríkisráðuneytið.
- Aðalbjörg Egilsdóttir: Svið loftslagsmála í samstarfi við umhverfis- og auðlindaráðnuneytið.
- Tinna Hallgrímsdóttir: Svið sjálfbærar þróunar í samstarfi við forsætisráðuneytið.
- Jökull Ingi Þorvaldsson: Svið sjálfbærar þróunar í samstarfi við félagsmálaráðuneytið.
Ungt fólk tekur forystuna

Mynd: Utanríkisráðuneytið
Ester Hallsdóttir vakti athygli á réttindum kvenna á allsherjaþingi SÞ í New York á seinasta ári. Í ræðu sinni á þinginu varpaði hún m.a. ljósi á #MeToo og kynbundið ofbeldi. Hún lagði áherslu á nauðsyn þess að þjóðarleiðtogar sem vernda mannréttindi standi vörð um mannréttindi kvenna, þar með talin frjósemisréttindi kenna og stúlkna.
“Ungar konur eru að berjast á móti og verða ekki undirokaðar lengur. Ungt fólk er að berjast á móti og verður ekki hunsað lengur. Við erum orðin þreytt á að bíða eftir að aðrir hlusti og erum taka forystuna,” sagði Ester að lokum.
Taktu þátt!
Stjórn LUF hvetur félagsmenn aðildarfélaganna til að taka forystuna og láta jafnréttismál og kynbundið ofbeldi sig varða. Ráðstefnan er kjörið tækifæri til að koma sjónarmiðum og kröfum ungs fólks á framfæri og efla þannig Ísland í forystuhlutverki sínu í Kynslóð jafnréttis.
