Jessý Jónsdóttir, alþjóðafulltrúi LUF, hefur verið kjörin í Ráðgjafaráð um málefni ungs fólks hjá Evrópuráðinu (e. Advisory Council on Youth to The Council of

Jessý ásamt Emmu Roos, frambjóðanda LSU á aðalþingi YFJ.

Europe). Var hún kjörin sem slík á aðalþingi Evrópska ungmennavettvangsins (YFJ), sem haldið var í Brussel dagana 20.-23. apríl. Hlaut hún þriðja hæsta atkvæðafjölda frambjóðanda á þinginu, en kjörið var í 7 stöður og voru 12 frambjóðendur. Í framboði sínu átti Jessý samtöl við fjölda félaga ungs fólks um alla Evrópu, þar sem hún greindi frá áherslum sínum um að lögð sé áhersla á valdeflingu ungs fólks í gegnum bæði formlega og óformlega menntun, að ungmennastarf sé virt af stjórnvöldum fyrir jákvæð áhrif þess á samfélög og ungt fólk, að ungu fólki séu tryggð réttindi og að þeim sé framfylgt sem og aðgengi að úrræðum og menntun til beitingar þeirra, þá lagði Jessý einnig áherslu á lækkun kosningaaldurs sem sameiginlegt réttindamál ungs fólks. Mun Jessý formlega taka við stöðunni um áramót. Seta hennar í ráðinu, sem er Evrópuráðinu ráðgefandi í öllum málum er við koma ungu fólki og tekur þátt í ákvarðanatökum þess, mun styrkja tengsl LUF og íslenskra ungmenna við Evrópuráðið og þannig breikka þátttöku og áhrif ungra Íslendinga á alþjóðavísu.

Óskar stjórn LUF Jessý hjartanlega til hamingju með kjörið og hlakkar til komandi tíma.