Kolbrún Fríða kemur til með að taka þátt í störfum ráðherrafundar Sameiðuðu þjóðanna (e. United Nations High-Level Political Forum (HLPF 2022), sem fram fer í New York 5. – 15. júlí og mun Finnur taka þátt í störfum hennar í umboði íslenskra ungmenna. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má nálgast hér.
Kolbrún er 25 ára meistaranemi í Sjálfbærni Verkfræði við Konunglega tækniháskólann í Stokkólmi, KTH og með BSc gráðu í Umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur verið virk í starfi UU síðastliðin ár og situr nú í meðstjórn hringrásahagkerfisnefnd UU.

„Sjálfbærni er mjög vítt hugtak og snertir alla anga þjóðfélagsins”
Í framboðsræðu sinni fjallaði Kolbrún um nám sitt sem m.a snertir á félagslegri sjálfbærni eins og hagkerfi vistkerfa.
„Ég hef virkilega mikla ástríðu fyrir sjálfbærni og ég er bjartsýn á að við getum fundið lausnir við umhverfisvandamálum nútímans til þess að geta viðhaldið og bætt lífsgæði okkar og annarra hér á jörðinni. Í námi mínu hef ég aflað mér fjölbreytta reynslu og vitneskju enda er sjálfbærni mjög vítt hugtak og snertir alla anga þjóðfélagsins. Ég hef tekið tæknilega verkfræði kúrsa eins og úrgangslosun, umhverfis- og vatnslíkanagerð, LCA, MFA, og EFA og ég hef líka tekið kúrsa sem snerta meira á félagslega sjálfbærni eins og vistkerfa hagfræði, ákvarðanataka fyrir umhverfismál, umhverfisstjórnun, og iðnaðar vistfræði ásamt fleiru. Ég hef mikla ástríðu og ég tel mig hafa sterkan og góðan bakgrunn í málefninu..”
Er þetta í annað sinn sem Ísland skipar ungmennafulltrúa á sviði sjálfbærrar þróunnar, en Tinna Hallgrímsdóttir er fráfarandi ungmennafulltrúi og sótti hún m.a. rafrænan viðburð HLPF fyrir hönd íslenskra ungmenna. Verkefnið er unnið í samstarfi við Forsætisráðuneytið og utanríkisráðuneytið.
Stjórn LUF óskar Kolbrúnu Fríðu hjartanlega til hamingju með kjörið.