LUF leitar að verkefnastjóra

Landssamband ungmennafélaga (LUF) auglýsir laust til umsóknar starf verkefnastjóra til að stýra helstu verkefnum félagsins yfir sumartímann. LUF er regnhlífasamtök frjálsra félagasamtaka ungs fólks á Íslandi og þeim tilheyra 31 aðildarfélög. LUF er þverpólitískur samstarfs- og samráðsvettvangur, málsvari ungs fólks gagnvart íslenskum stjórnvöldum og talar fyrir hagsmunum ungra Íslendinga á alþjóðavettvangi.

Hæfniskröfur:

  • Brennandi áhugi á málefnum ungs fólks.
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla og þekking á hagsmunabaráttu ungs fólks.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti.
  • Leiðtogahæfni og frumkvæði.
  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð.

Starfssvið

Starfið felst í umsjón með helstu verkefnum LUF, einkum lýðræðisverkefni og leiðtogafræðslu. Verkefnastjóra er einnig ætlað að aðstoða framkvæmdastjóra við ýmis tilfallandi verkefni, svosem skýrslu- og greinaskrif, almenna hagsmunagæslu ungs fólks, upplýsingamiðlun, fjármögnun og annað tengdu rekstri félagsins. Starfinu gæti fylgt einhver ferðalög erlendis í tengslum við alþjóðastarf LUF.

Starfshlutfall er 100% í a.m.k. þrjá mánuði og vinnutími getur verið sveigjanlegur.

Umsóknarfrestur er til og með 5. júní

Náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi skal berast með umsóknum með tölvupósti á youth@youth.is

Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Tinna Isebarn framkvæmdastjóri LUF í gegnum tinna.isebarn@youth.is

Öllum umsóknum verður svarað.