Nýstofnað Leiðtogaráð LUF kom saman á fyrsta fundi ráðsins í Hinu húsinu í gær.

Á fundinum kynntu leiðtogarnir sín félög og þau spennandi verkefni sem eru framundan. Auk þess voru framkvæmdar- og fjárhagsáætlun LUF fyrir 2020-2021 samþykkt og alþjóðanefnd var skipuð.

Eftir hefðbundin fundarhöld hófst stefnumótunarvinna sem mun halda áfram yfir stjórnarárið.

Alþjóðanefnd

Kosið var í Alþjóðanefnd LUF sem kemur til með að vinna náið með alþjóðafulltrúa stjórnar, Söru Þöll, ásamt ungmennafulltrúum Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Stjórn LUF býður nýja Alþjóðanefnd velkomna til starfa, hana skipa:

  • Guðmundur Sigurður Stefánsson fulltrúi AUS,
  • Nikólína Hildur Sveinsdóttir fulltrúi UJ,
  • Þorgerður M. Þorbjarnardóttir fulltrúi UU, fulltrúi SÍNE.

Leiðtogar þungir í þönkum yfir stefnumótun LUF.

Stefnumótun

Í kjölfarið hófst vinna að stefnumótun LUF en er það eitt af megináherslum í framkvæmdaráætlun LUF fyrir starfsárið 2020-2010. Unnið var með fyrsta lið stefnumótunarinnar þar sem leiðtogar tækifæri til að kynnast áhersluatriðum stefnuskrár LUF og koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Ýmislegt kom í ljós eins og krafa ungmenna um að efla starf á landsbyggðinni og jafnframt efla leiðtogaráðið og samstarf milli félaga. Stjórn og starfsmenn LUF hlakka til að halda samtalinu við leiðtogaráðið áfram í mótun á stefnu LUF fyrir næstu árin.

Að lokinni stefnumótunarvinnu bauð LUF í grillveislu úti í sólinni.

Margar hugmyndir komu í ljós.

Unnið var með fjögur áhersluatriði í stefnuskrá LUF:

  • Réttindi ungs fólks

  • Þátttaka ungs fólks

  • Sjálfstæði ungs fólks

  • Sterk ungmennafélög

Leiðtogaráð til framtíðar

Á sambandsþingi LUF sem fram fór 29. febrúar sl. voru samþykktar breytingar á fulltrúaráði félagsins sem breyttist í Leiðtogaráð LUF. Ráðið skipar oddvita hvers félags.

Von LUF er að auka vægi ráðsins þar sem fulltrúar þess hafi skýrt umboð frá stjórn síns aðildarfélags og hafa því umboð til að taka mikilvægar ákvarðanir. LUF vonast til þess að sterkt Leiðtogaráð geti virkað sem samráðsvettvangur ungs fólks á Íslandi og stjórnvalda til framtíðar.