Þjálfarateymi LUF
The Pool of Trainers (PoT) of the Icelandic Youth Council
Þjálfarateymi LUF samanstendur af reyndum þjálfurum innan LUF og aðildarfélaganna. Teymið miðlar þekkingu og reynslu á milli félaga, styrkir innviði LUF, aðildarfélaganna og ungmennastarfs í heild, byggir upp getu ungmennafélaga og eflir leiðtogahæfni forystufólks innan félagasamtaka ungs fólks. Teymið er gagnagrunnur af hæfum þjálfurum sem aðildarfélögin geta óskað eftir námskeiðum frá eftir þörfum gegn vægu gjaldi. Leiðbeinendur námskeiða í Leiðtogaskóla Íslands samanstanda af meðlimum úr þjálfarateyminu. Þjálfarateymi LUF er svona skipað:
Geir Finnsson

Varaforseti LUF
Geir er varaforseti LUF og varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Hann var varaþingmaður fyrir Viðreisn 2016-17. Geir hefur þónokkra reynslu af ræðumennsku, hafandi setið í stjórn MORFÍs 2010-11 sem meðstjórnandi og síðar formaður 2011-12. Hann hefur haldið ótalmörg ræðu- og málflutningsnámskeið sem MORFÍs þjálfari MA, MR og FS, auk Hagaskóla og Lindaskóla. Þá hefur hann áður kennt framsögu og framkomu í Leiðtogaskóla LUF 2018. Einnig hefur hann haldið ræðunámskeið í Stjórnmálaskóla Uppreisnar og verið ráðgjafi fyrir þingmenn. Geir er með B.A. gráðu í ensku og uppáhalds liturinn hans er grænn, því hann er blanda af bláum og gulum.
Fanney Þórisdóttir
Fanney starfar sem leiðbeinandi og fræðslufulltrúi hjá Bláa lóninu, rekur lítið markþjálfunar-fyrirtæki með Söru Rós Kristinsdóttur vinkonu sinni og er í mastersnámi í mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands. Hún er tómstundafræðingur og með gráðu í markþjálfun frá Háskólanum í Reykjavík. Fanney hefur verið virk í JCI undanfarin 8 ár og er landsforseti hreyfingarinnar árið 2019. Fanney hefur leiðbeint bæði börnum og fullorðnum á hinum ýmsu námskeiðum sem miða að ræðamennsku og framkomu, samskiptum og líkamstjáningu, menningarlæsi, viðburðarstjórnun svo dæmi sé tekið. Auk þessa hefur hún setið fjölbreytt námskeið hérlendis og erlendis. Henni finnst gott kaffi vera gulli betra og kjarni tilverunnar felast í því að læra eitthvað nýtt.
Guðlaug Birna Björnsdóttir
Lauga hefur verið félagi í JCI í 11 ár og hefur brasað margt og mikið á sínum árum þar. Hún hefur leiðbeint á mörgum námskeiðum innan félagsins, m.a. í ræðumennsku, fundastjórnun og ritun, verkefna- og viðburðastjórnun og margt fleira. Hún stefnir á landsforsetastöðuna árið 2020, á 60 ára afmælisári JCI hreyfingarinnar. Hún er menntaður tölvunarfræðingur, starfaði við forritun í 10 ár, færði sig svo yfir í þjónustu- og verkefnastjórnun og er í dag vefstjóri. Lauga er þó fyrst og fremst tveggja barna móðir og eiginkona. Hún elskar náttúruna, er listræn, pælir mikið í mannlegri hegðun og er svolítið örlagatrúar.
Félag: JCI
Námskeið:
– Fundarstjórnun og fundarritun
– Ræðumennska
Guðmundur Haraldsson
Gummi hefur verið sjálfstætt starfandi þjálfari frá árinu 2016. Hann hefur unnið fyrir ýmsar stofnanir víðsvegar um Evrópu, má þar helst nefna United World Colleges, Scoala De Valori (School of Values) og Euforia frá Sviss. Hann vinnur nú að stofnun fyrirtækis í Bretlandi sem sérhæfir sig í þjálfun innan menntastofnana fyrir nemendur og kennara um sjálfsvitund og samfélagsábyrgð. Gummi hefur reynslu af námskeiðum sem varða leiðtogahæfni, sjálfsvitund, samkennd og samfélagsábyrgð. Fyrir utan þjálfun er Gummi í námi í Hollandi þar sem hann lærir taugavísindi og alþjóðasamskipti/lög. Gummi er frá Grundarfirði og elskar hafið og fjöllin.
Félag: SÍNE
Námskeið:
– Sjálfsstyrking
Inga Auðbjörg K. Straumland
Inga er upphafskona leiðtogaskólans. Inga er menntaður KaosPilot og verkefnastjóri frá HR og starfar við að gefa saman pör og nefna börn og stýra alls kyns verkefnum. Hún hefur starfað fyrir ýmis æskulýðssamtök; skátana, Unga jafnaðarmenn og var formaður Landssambands ungmennafélaga 2015-2016. Henni finnst skemmtilegast að stilla á Alþingisrásina og rífa kjaft á Twitter, á meðan hún sinnir sjálfboðaliðastörfum og barnungum syni sínum.
Félag: UJ
Námskeið:
– Verkefnastjórnun
Jóhanna María Sigmundsdóttir
Jóhanna var alþingismaður í kjörtímabilinu 2013-2016, hún er fyrrum formaður Samtaka ungra bænda (SUB) og fyrrum varaformaður Sambands ungra Framsóknarmanna (SUF). Jóhanna hefur reynslu úr MORFÍS og hefur síðustu ár haldið námskeið á eigin vegum er varða ræðumennsku, framkomu og sjálfstraust. Hún er með BA gráðu í miðlun og almannatengslum frá Háskólanum á Bifröst og hefur þar áður lokið námi í búfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands. Í dag starfar Jóhanna sem framkvæmdarstjóri hjá Landssambandi kúabænda. Reynsla hennar úr félagsmálum spannar allt frá búnaðarfélögum til Norðurlandaráðs.
Félag: SUF & SUB
Námskeið:
– Framkoma og framsaga
Laufey María Jóhannsdóttir
Laufey María er varaformaður Landssambands Ungmennafélaga starfsárið 2018-2019. Hún situr einnig í Ungmennaráði Evrópuráðsins (e. Council of Europe Advisory Council on Youth). Hún sat í stjórn Sambands íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) frá árunum 2012-2015 og gengdi formennskuhlutverki þar síðari tvö árin. Jafnframt átti hún sæti í stjórn Regnhlífasamtaka námsmanna í Evrópu (e. Organising Bureau of European School Student Unions (OBESSU). Fyrir utan félagsstörf stundar Laufey nám við Hagfræðideild Háskóla Íslands.
Félag: LUF
Námskeið:
– Mannréttindi
– Heimsmarkmiðin
– Stefnumótun
Margrét Helga Gunnarsdóttir
Margrét er ritari í Landsstjórn JCI Íslands árið 2018. Hún er menntaður markþjálfi og hefur leiðbeint á ýmsum námskeiðum innan JCI hreyfingarinnar þar á meðal ræðunámskeiðum, leiðtogaakademíum innanlands og erlendis ásamt því að hafa góða reynslu af fundarritun og fundarstjórn. Hún er með BA gráðu í lögfræði frá HÍ Hún starfar sem hópstjóri í þjónustuveri hjá fjármálatæknifyrirtækinu Alva ásamt því að stunda mastersnám í Mannauðsstjórnun og vinnusálfræði við Háskólann í Reykjavík.
Félag: JCI
Námskeið:
– Fundarstjórnun og fundarritun
Marinó Örn Ólafsson
Marinó Örn er gjaldkeri Landssambands ungmennafélaga og Ungra jafnaðarmanna. Þar að auki hefur hann sinnt ýmsum störfum innan Stúdentaráðs Háskóla Íslands, Röskvu og Ungra Evrópusinna. Um þessar mundir stundar Marinó nám við hagfræðideild Háskóla Íslands og starfar sem Lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs.
Pétur Halldórsson
Pétur er formaður Ungra umhverfissinna og stofnandi hins alþjóðlega tengslanets ungmenna um Norðurslóðir (Arctic Youth Network – AYN) en hann hlaut jafnframt viðurkenninguna Framúrskarandi ungur Íslendingur árið 2019. Hann er einnig í stjórn Landverndar og hefur staðið fyrir himbrimarannsókn á Íslandi ásamt því að starfa áður við náttúruvernd sem landvörður og hjá heilbrigðiseftirliti. Pétur starfar nú sem tengiliður á Íslandi fyrir Norðurslóðaverkefni Alþjóðlega Náttúruverndarsjóðsins (World Wide Fund for Nature – Global Arctic Programme) og er í viðbótardiplómanámi í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Ástríða hans liggur í umhverfisvernd og valdeflingu ungs fólks.
Félag: UU
Námskeið:
– Hagsmunagæsla
Sara Þöll Finnbogadóttir
Sara er starfandi verkefnastjóri Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) og alþjóðafulltrúi LUF. Hún var stjórnarmeðlimur OBESSU (Organising Bureau of European School Student Unions), regnhlífarsamtökum hagsmunafélaga námsmanna á framhaldsskólastigi í Evrópu, frá árinu 2017 til 2019. Hún hefur áður setið í stjórn SÍF, í stjórn Æskulýðssjóðs, verið áheyrnarfulltrúi í Skóla-og frístundaráði Reykjavíkurborgar og varamaður í stjórn LÍN. Sara nemur stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
Nicole Buot Navarro
Nicole hefur verið í AIESEC í fimm ár sem mannauðsstjóri og varaforseti en hún er núverandi forseti samtakanna. Hún hefur tekið þátt í þjálfun meðlima og viðskiptavina reglulega í samtökunum alveg síðan janúar 2015. Hún tók meðal annars þátt í að þjálfa þjálfarana (e. Train the Trainers) í Litháen sumarið 2018 og hefur skipulagt ráðstefnur á vegum AIESEC. Hún hefur einnig lokið námi sínu í sálfræði við Háskólann í Reykjavík og elskar að spila á guitalele, læra tungumál, fara í göngutúr og kynnast nýju fólki.
Félag: AIESEC
Námskeið:
– Viðburðastjórnun
Sandra Ósk Jóhannsdóttir
Sandra er með B.A próf í Heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá Bifröst og kennsluréttindi á grunn- og framhaldsskólastigi. Hún lauk MPM Meistaranámi í verkefnastjórnun árið 2017 og hefur fjölbreytta starfsreynslu. Helsta starfsreynsla hennar er kennsla á margvíslegum skólastigum og með fjölbreyttum nemendahóp. Sandra hefur mikið starfað með börnum og unglingum sem glíma við fjölþættan vanda, þjálfað Dale Carnegie námskeið, unnið margvísleg þjónustustörf en starfar nú sem verkefnastjóri á Þróunarsviði hjá VR stéttarfélagi. Sandra hefur óbilandi ástríðu fyrir því að hjálpa fólki við að líða vel, þora að vera það sjálft og blómstra á eigin forsendum.
Félag: AIESEC
Námskeið:
– Samskiptahæfni: Efling hópavinnu
Sigurður Sigurðsson
Sigurður hefur í meira en áratug verið virkur í félagsstarfi fyrir JCI, AIESEC og LUF. Hann hefur gegnt þar fjölmörgum ábyrgðarstöðum ásamt því að hafa haldið fjölda allan af námskeiðum. Sigurður útskrifaðist með B.Ed gráðu í grunnskólakennslu frá Háskóla Íslands og hefur starfað á einn eða annan hátt í menntakerfinu að undanförnum árum. Í dag starfar Sigurður sem verkefnastjóri hjá Heimili og skóla – Landssamtökum foreldra.
Félag: JCI
Námskeið:
– Hópeflisstjórnun
Tinna Isebarn
Tinna hefur starfað sem framkvæmdastjóri Landssambands ungmennafélaga frá árinu 2015 og var áður verkefnastjóri hjá alþjóðlegum mannréttinda- og þróunarsamtökum í Noregi. Hún situr í Æskulýðsráði ríkisins og Norrænu barna- og ungmennanefndinni (NORDBUK). Tinna er stjórnmálafræðingur með MA í þróunarfræði frá Háskóla Íslands, rannsakaði lýðræðisþróun í Norður-Afríku, stúderaði alþjóðamál við stjórnmálaháskólann í París og hefur allskonar reynslu af starfi frjálsra félagasamtaka. Tinna er almennt mjög peppuð.
Félag: LUF
Námskeið:
– Stjórnarseta
– Stefnumótun
– Fjármögnun og styrkumsóknir
Una Hildardóttir
Una er formaður LUF og sat í stjórn sem ritari félagsins síðastliðin tvö ár. Hún hefur verið virk í félagastörfum frá árinu 2011, gengt embætti aðalritara og alþjóðaritara UVG, var ritari UVG á höfuðborgarsvæðinu, varaformaður UNF, formaður svæðisfélags VG í Mosfellsbæ 2017-18 og frá árinu 2015 setið í stjórn flokksins sem gjaldkeri. Una sat í framkvæmdrasrjórn UNR sem formaður sósíaliskra ungliðahreyfinga á norðurlöndunum á starfsárinu 2013-14. Una hefur unnið í undirbúningisteymum fyrir námskeið fyrir ungmenni á vegum Evrópuráðsins og verið í þjálfarateymi LUF frá árinu 2018. Una starfar í dag sem upplýsingafulltrúi og formaður lýðræðis- og mannréttindanefndar Mosfellsbæjar en meðfram því sinnir hún hlutverki sínu sem fyrsti varaþingmaður VG í Suðvestur kjördæmi.
Félag: LUF
Námskeið:
– Stjórnarseta
Svava Gunnarsdóttir
Svava er með BA gráðu í Uppeldis- og menntunarfræðum frá Háskóla Íslands. Þar að auki tók hún diplómu í afbrotafræði við skólann. Svava hefur unnið í rúman áratug í frístundageiranum með bæði börnum og unglingum. Síðastliðin 8 ár hefur hún sinnt starfi forstöðumanns í félagmiðstöðinni Bakkanum í Breiðholti. Svava hefur setið í stjórn Samfés, samtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi í 6 ár með hléum og af þeim þrjú ár sem formaður samtakanna. Þar að auki hefur hún verið í fulltrúaráði LUF í 2 ár. Í störfum sínum hefur hún öðlast víðtæka reynslu í leiðtogahæfni, hópa- og hópeflisstjórnun.
Félag: Samfés
Námskeið:
– Hópeflisstjórnun
Sigurður Helgi Birgisson
Sigurður Helgi er verkefnastjóri LUF og sat í stjórn félagsins í þrjú kjörtímabil frá 2016-2019. Fyrsta árið gengdi hann embætti alþjóðafulltrúa en seinni tvö sem formaður félagsins. Sigurður sat í stjórn LUF í umboði Stúdentaráðs Háskóla Íslands þar sem hann var virkur í hagsmunabaráttu stúdenta í þónokkur ár, fyrst í stjórn Vöku og síðar sem Hagsmuna- og lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs þar sem hann rak Réttindastofu Stúdentaráðs og sat í stjórn LÍN, Lánasjóðs íslenskra námsmanna í umboði stúdenta. Þar að auki hefur Sigurður verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins, gengdi formennsku í Félagi sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi og sat í stjórn Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þá hefur hann stýrt kosningabaráttum, m.a. á vegum Sjálfstæðisflokksins og Vöku. Sigurður hefur sinnt ýmsum félagsstörfum af miklum krafti í um áratug og hefur fjölbreytta starfsreynslu. Þá hefur hann kennt námskeið og sinnt kynningum í tengslum við störf sín. Sigurður er með BA og MA gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands og nýtur þess að miðla þekkingu sinni og reynslu.
Félag: LUF
Námskeið:
– Fyrirmyndar félagasamtök
– Fundarstjórnun
– Stjórnarseta
Elín Kristjánsdóttir
Elín er sjálfsstætt starfandi taílenskur/íslenskur túlkur, tilsjónaraðili hjá Barnavernd, leiðbeinandi og verkefnastjóri í þróunarverkefni Fjölmenningarlegrar unglingasmiðju og er í markþjálfunarnámi hjá Profectus. Hún hefur verið virkur félagi í JCI í rúmt ár og er viðtakandi forseti JCI Esju árið 2020, auk þess innleiddi hún Aristótelesarkaffi á Íslandi (Aristotle’s Cafe Iceland) sem er öruggur vettvangur fyrir einstaklinga til að eiga umræður sem skipta máli. Elín hefur m.a. haldið námskeið í lóðsun og virkri hlustun, fjölmenningarfærni og markmiðasetningu. Mannlegi þátturinn er gríðarlega hugleikinn Elínu, enda var BA ritgerðin hennar í Ensku smásaga byggð á sönnum atburðum úr lífi móður hennar sem barn og ung kona í Taílandi áður en hún fluttist til Íslands. Elín trúir því að allt gerist af ástæðu og að það sé alltaf rými til vaxtar, sama hvað á reynir.
Félag: JCI
Námskeið:
– Sjálfsstyrking
– Heimsmarkmiðin
Kristjana Björk Barðdal
Kristjana er með B.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands ásamt því að leggja stund á tölvunarfræði. Kristjana hefur mikla reynslu af félagastörfum innan og utan háskólasamfélagsins er hún sat m.a í stjórn Ungmennaráðs UN Women og Stúdentaráði Háskóla Íslands. Ásamt því hefur hún unnið að verkefnum tengdum jafnrétti og nýsköpun. Kristjana er ein af stofnendum Ada, hagsmunafélags kvenna í upplýsingatækni við HÍ en gegnir þar stöðu forseta ásamt því að vera varaformaður VERTOnet, hagsmunasamtaka kvenna í upplýsingatækni á Íslandi. Í dag starfar Kristjana sem framkvæmdastjóri Reboot Hack ásamt því að vera hakkaþonráðgjafi.
Steinunn Ása Sigurðardóttir
Steinunn er lýðræðis og mannréttindafulltrúi í stjórn LUF og situr þar fyrir hönd AFS á Íslandi. Hún hefur tekið þátt í starfi AFS í mörg ár, en hún fór sem skiptinemi til Nýja Sjálands á þeirra vegum árið 2012. Síðan hún kom heim hefur hún verið sjálfboðaliði hjá samtökunum og þar sem hún hefur meðal annars setið í stjórnum, skipulagt ýmsa viðburði og þjálfað á námskeiðum á bæði innendri og erlendri grundu. Steinunn er með sterka réttlætiskennd og skín það í gegn í flestu sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún brennur fyrir auknum skilningi milli fólks og menningarheima, réttlátara samfélagi og betri heimi. Steinunn útskrifaðist með BA gráðu í stjórnmálafræði frá HÍ árið 2018 og lá leið hennar þaðan á Flateyri þar sem hún stundaði nám við lýðháskóla. Hún hefur unnið hin ýmsu störf í gegnum tíðina, til að mynda sem mannauðsfulltrúi, landvörður, leiðbeinandi og fleira. Nú sinnir hún ástríðunni og starfar hjá AFS við fræðslu og markaðsmál.