LUF leitar nú eftir metnaðarfullu fólki til að bjóða sig fram og sækjast eftir lýðræðislegu umboði til að annast rekstur félagsins á kjörtímabilinu 2021-2022.
LUF óskar eftir framboðum í eftirfarandi embætti:
- Forseti
- Málsvari og andlit félagsins út á við
- Leiðtogi stjórnar, boðar og stýrir stjórnarfundum
- Yfirmaður framkvæmdastjóra og tengiliður skrifstofu
- Varaforseti
- Staðgengill forseta
- Oddviti Leiðtogaráðs LUF
- Boðar og stýrir leiðtogaráðsfundum
- Ritari
- Staðgengill varaforseta
- Skjalavörður LUF
- Hefur eftirlit með fundargerðum og útgáfu
- Gjaldkeri
- Prókúruhafi félagsins og greiðir laun
- Hefur eftirlit með rekstraráætlun
- Upplýsir um stöðu fjármála
- Alþjóðafulltrúi
- Er formaður Alþjóðanefndar LUF
- Er málsvari LUF erlendis og gagnvart YFJ
- Mun gegna forsæti í NBC árið 2021
- Meðstjórnandi
- Er réttindafulltrúi LUF
- Umsjón með málefnastarfi og stefnumótun
- Meðstjórnandi
- Er lýðræðisfulltrúi LUF
- Umsjón með lýðræðistengdum verkefnum, t.d. #ÉgKýs
- Tveir varamenn
- Sambandsþing kýs tvo varamenn í stjórn.
- Frjálst að sækja stjórnarfundi sem áheyrnarfulltrúar með málfrelsis- og tillögurétt
- Fara með kosningarétt á stjórnarfundi ef einn eða fleiri aðalmenn eru fjarverandi
- Taka sæti í stjórn ef aðalmaður óskar eftir tímabundinni eða varanlegri lausn frá embætti
Starfsemi félagsins er á sameiginlegri ábyrgð stjórnar sem starfar eftir stefnu, framkvæmdaáætlun og siðareglum LUF. Samkvæmt 27. gr. samþykkta félagsins ber stjórn á fyrsta fundi sínum að skilgreina hlutverk meðstjórnanda og setja sér verk- og vinnulagsreglur. Ofangreind hlutverk geta því tekið breytingum.
Fyrir hverja eru ofangreind embætti?
- Félagsmenn aðildarfélaga LUF á aldrinum 16-35 ára (forseti, varaforseti, gjaldkeri og alþjóðafulltrúi skulu hafa náð 18 ára aldri).
- Þá sem hafa brennandi áhuga á málefnum ungs fólks á Íslandi og erlendis og vilja láta gott af sér leiða.
- Reynsla/þekking á félagastörfum/hagsmunabaráttu er æskileg.
- Tilvalið er að búa yfir leiðtogahæfileikum.
Hvernig býð ég mig fram?
- Hvert aðildarfélag má tilnefna einn einstakling í stjórn.
- Sá sem hyggst bjóða sig fram þarf umboð frá sínu félagi.
- Formaður félagsins skal senda tilnefningu með tölvupósti á kjorstjorn@youth.is sem inniheldur fullt nafn frambjóðanda og það embætti sem sóst er eftir.
- Framboðsfrestur rennur út á Sambandsþingi LUF þann 27. febrúar 2020.
Hvernig gengur ferlið fyrir sig?
- Þú sækist eftir tilnefningu til framboðs frá því félagi sem þú ert skráður félagsmaður.
- Fallist félagið á að tilnefna þig sendir formaður félagsins eða staðgengill hans tilnefninguna á kjorstjorn@youth.is.
- Í kjölfarið færð þú tölvupóst með nánari upplýsingum um framhaldið. Þér verður m.a. boðið að birta framboðstilkynningu þína á samfélagsmiðlum LUF.
- Þér verður boðið að á þingið sem frambjóðandi, ekki er gerð krafa um að þú sért skráður þingfulltrúi.
- Þingið fer fram rafrænt kl. 13:00 þann 27. febrúar. Þingforseti mun kynna þig og bjóða þér að halda stutta framboðsræðu.
- Stjórnarmenn eru kjörnir í framangreindri röð. Hljótir þú ekki kjör í það embætti sem þú óskaðir þér helst mun þér gefast kostur á að bjóða þig fram í annað embætti.
Hafir þú áhuga á að bjóða þig fram, en ert ekki alveg viss hvort það sé hægt eða hvernig þú gerir það, ekki hika við að hafa samband við kjorstjorn@youth.is.