Landssamband ungmennafélaga (LUF) auglýsir laust til umsóknar starf verkefnastjóra til að sjá um upplýsingamiðlun og stýra helstu verkefnum félagsins. LUF er regnhlífasamtök frjálsra félagasamtaka ungs fólks á Íslandi og þeim tilheyra 43 aðildarfélög. LUF er þverpólitískur samstarfs- og samráðsvettvangur, málsvari ungs fólks gagnvart íslenskum stjórnvöldum og talar fyrir hagsmunum ungra Íslendinga á alþjóðavettvangi.

Helstu verkefni og ábyrgð
 • Umsjón með helstu verkefnum LUF, t.d. lýðræðisverkefnum, leiðtogafræðslu og alþjóðastarfi
 • Utanumhald upplýsingamiðlunar félagsins, t.d. vefsíðu og samfélagsmiðlum
 • Skipulagning viðburða á vegum félagsins
 • Aðstoð við rannsóknir, fjármögnun, stefnumótun, málefnastarf, skýrslu- og greinaskrif
 • Tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
 • Brennandi áhugi á málefnum ungs fólks
 • Reynsla og þekking á réttindabaráttu ungs fólks
 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Afburðahæfni í mannlegum samskiptum
 • Framúrskarandi vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
 • Leiðtogahæfni og frumkvæði
 • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
 • Haldbær reynsla á sviði miðlunar og/eða verkefna- og viðburðastjórnunar
Fríðindi í starfi
 • Möguleg ferðalög erlendis
 • Sveigjanlegur vinnutími
 • Möguleiki á námi meðfram vinnu
 • Gott svigrúm til starfsþróunar
 • Fjölskylduvænt umhverfi