Democracy Here | Democracy Now er verkefni Evrópuráðsins sem er samhæft af ungmennadeild ráðsins og miðar að því að efla lýðræðisþátttöku ungs fólks með því að efla gagnkvæmt traust milli ungs fólks og lýðræðislegra stofnana og kerfa. Hefur herferðin staðið yfir síðan árið 2020 og staðið fyrir fjölda verkefna víðsvegar um Evrópu auks ákalli um 50 aðgerðir til stuðnings lýðræðisþátttöku ungs fólks. Geta ungmennafélög sótt um styrki tengt verkefninu í gegnum Evrópska ungmennasjóðinn.

Landstengiliðir herferðarinnar eru skipaðir af stýrihóp Evrópuráðsins um ungt fólk. Hlutverk þeirra er að samræma staðbundna og innlenda starfsemi herferðarinnar og upplýsa skrifstofu átaksins um málefni sem skipta máli fyrir ungt fólk á landsvísu.

Hægt er að hafa samband við skrifstofu LUF fyrir frekari upplýsingar varðandi herferðina auk aðstoðar við styrkumsóknir í gegnum youth@youth.is