Athuga: Framlengdur umsóknafrestur

Í gær hlaut LUF úthlutun úr Nýsköpunarsjóði námsmanna fyrir greiningu á rekstrarumhverfi ungmennafélaga á Íslandi.

LUF auglýsir því eftir tveimur starfsnemum til að sinna rannsókninni. Umsóknarfrestur er til og með 15. júní.

Nánar um rannsóknina:

Greining á rekstrarumhverfi ungmennafélaga á Íslandi

LUF hlaut styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna fyrir verkefninu. Markmiðið er að vinna greinagóða skýrslu um rekstrarumhverfi ungmennafélag á Íslandi. Sótt var um verkefnið að beiðni aðildarfélaga LUF vegna hve mörg þeirra stríða við mannauðs- og fjárhagsskort.

Verkefnið samanstendur af tvíhliða greiningu, annars vegar á fjárhag grunneininganna, þ.e. áskoranir og þarfir félaganna sjálfra og hins vegar á málaflokknum í heild, þ.e. útgjöld ríkisins og skiptingu þeirra. Stefnt er að því kortleggja rekstrarumhverfi ungmennafélaga, deila góðum fordæmum í rekstrarstjórnun, kanna hvað einkennir félög sem hljóta frekar fjármagn og varpa ljósi á þá hópa ungs fólks glíma við fleiri áskoranir þegar kemur að þátttöku í hagsmuna- og félagsstarfi.

Starfslýsing

Nemendur eru ábyrgir fyrir framkvæmd rannsóknarinnar sem skiptist í, söfnun upplýsinga, úrvinnsla gagna og kynning á niðurstöðum.

Námsmenn mun vinna úr gögnum um fjárúthlutanir ríkisins, fjármálagögn ungmennafélaga (ársreikningum o.fl.), ásamt spurningalistum sem þeir semja í samráði við umsjónarmenn og senda á ungmennafélög.

Í lokin fá nemendur tækifæri til að kynna vinnuna fyrir leiðtogaráði LUF og öðrum hagsmunaaðilum.

Frekari upplýsingar veitir Heiða Vigdís, verkefnastjóri LUF, í gegnum tölvupóst heida.vigdis@youth.is .