Landssamband ungmennafélaga (LUF) auglýsir laust til umsóknar starf verkefnastjóra til að sjá um upplýsingamiðlun og stýra helstu verkefnum félagsins. LUF er regnhlífasamtök frjálsra félagasamtaka ungs fólks á Íslandi og þeim tilheyra 36 aðildarfélög. LUF er þverpólitískur samstarfs- og samráðsvettvangur, málsvari ungs fólks gagnvart íslenskum stjórnvöldum og talar fyrir hagsmunum ungra Íslendinga á alþjóðavettvangi.

Hæfniskröfur: 

 • Brennandi áhugi á málefnum ungs fólks
 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla og þekking á réttindabaráttu ungs fólks
 • Afburðahæfni í mannlegum samskiptum
 • Framúrskarandi vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
 • Leiðtogahæfni og frumkvæði
 • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
 • Haldbær reynsla á sviðum miðlunar, verkefna- og viðburðastjórnunar verður metin sem kostur 

Starfssvið:

 • Yfirumsjón með helstu verkefnum LUF, t.d. lýðræðisverkefni og leiðtogafræðslu
 • Umsjón með allri upplýsingamiðlum félagsins, t.d. vefsíðu og samfélagsmiðlum
 • Skipulagning viðburða á vegum félagsins
 • Aðstoð við rannsóknir, fjármögnun, stefnumótun, málefnastarf, skýrslu- og greinaskrif
 • Tilfallandi verkefni

Starfinu gæti fylgt einhver ferðalög erlendis í tengslum við alþjóðastarf LUF.

Starfstímabilið er eitt ár í 50-100% starfshlutfalli. Vinnutími getur verið sveigjanlegur.

Umsóknarfrestur er til og með 9. desember 

Náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi skal berast með umsóknum með tölvupósti á youth@youth.is. 

Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.  Nánari upplýsingar um starfið veitir Tinna Isebarn framkvæmdastjóri LUF í gegnum tinna.isebarn@youth.is

Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni.