Stjórn Landssambands ungmennafélaga óskar eftir framboðum úr leiðtogaráði LUF til setu í stjórn Leiðtogaskóla Íslands (LSÍ) starfsárið 2023-2024. Stjórn LSÍ samanstendur af fimm einstaklingum; Rektori LSÍ (fyrrverandi forseta LUF), framkvæmdastjóra LUF, yfirþjálfara þjálfarateymis LUF, stjórn LUF skipar einn á 1. stjórnarfundi og leiðtogaráð LUF skipar einn á 1. leiðtogaráðsfundi. Starfstímabil stjórnar LSÍ er eitt ár sem hefst frá 1. leiðtogaráðsfundi LUF.
Hlutverk stjórnar LSÍ er að:
- Tryggja að skólinn starfi í samræmi við lög, stefnu, framkvæmdaáætlun og siðareglur LUF.
- Tryggja að reglulegt gæðamat fari fram, einkum innleiðing á hæfnislíkani (e. Competence model for trainers) Evrópusambandsins sem þróað var samhliða Evrópsku þjálfarastefnunni (e. European training strategy) til að gæta að gæðastjórnun.
- Fara yfir umsóknir og velja í Þjálfarateymi LUF og leiðtogaskólann.
- Tryggja að skólinn sé fjármagnaður á hverju ári.
- Gerir tillögur að eftirfarandi og leggur fyrir stjórn LUF eigi síðar en fyrir lok maí ár hvert: Skipulagi náms: uppstillingu á þjálfurum fyrir hvert námskeið og nákvæmri stundatöflu með dagsetningum. Fjárhagsáætlun skólans. Tímakaupi þjálfara sem taka að sér námskeið í LSÍ og setur upp verðskrá einstakra námskeiða sem fulltrúar úr þjálfarateymi LUF taka að sér utan leiðtogaskólans. Vakta alþjóðleg tækifæri fyrir fulltrúa þjálfarateymisins til að stuðla að endurmenntun þjálfarateymis og framþróun skólans.
Fulltrúi leiðtogaráðs LUF verður kjörinn á 1. leiðtogaráðsfundi LUF 2023, 26. apríl.
Frekari upplýsingar veitir Viktor Lorange, verkefnastjóri, viktor@youth.is