Jökull Ingi Þorvaldsson greinir frá þáttöku sinni á stafrænni ungmennaráðstefnu félags- og efnahagsdeildar Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Jökull er ungmennafulltrúi Íslands á sviði barna og ungmenna í Sendinefnd LUF hjá SÞ.
Tilefni ráðstefnunnar voru óformlegar umræður ungmennafulltrúa SÞ innan þriðju nefndar allsherjarþings SÞ (e.Third Committee Informal Debate of UN Youth Delegates). Á ráðstefnunni var sjónum beint að kynjajafnrétti, mismunun og málefnum ungs fólks. „Eins mikilvæg og þessi málefni eru fannst mér kominn tími til að vekja athygli á málefnum hinsegin fólks sem hefur farið huldu höfði á alþjóðavettvangi,“ segir Jökull Ingi í greinargerð um þátttökuna.

Jökull Ingi krefst aðgerða innan SÞ.
Á ráðstefnunni hélt Jökull Ingi ræðu þar sem hann kallaði eftir auknu eftirliti á hatursglæpum og morðum á hinsegin fólki. „Ég vildi vekja athygli á þeirri hryllilegu þróun sem á sér stað með árásum á trans fólk – sérstaklega trans konur um allan heim,“ segir Jökull Ingi sem krafðist einnig aðgerða í málefnum bara: „Intersex börn ættu ekki að ganga undir óþarfa kynfæra aðgerðir fyrr en þau geta veitt upplýst samþykki.“
Jökull Ingi býr bæði yfir reynslu og þekkingu á réttindum barna en hann var m.a. formaður ungmennaráðs UNICEF og sat í ritstjórn Umbi – barnaskýrslu til barnaréttindanefndar SÞ.
Fjölbreytt sjónarmið var komið á framfæri á ráðstefnunni. Ungmennafulltrúi SÞ frá Kasmír, vakti til að mynda athygli á stöðu íbúa Kasmír sem hafa verið búsettir á hernumdu svæði Indverja seinustu sjö áratugi, við það sem hann lýsir sem „grimma herstjórn.“
„Það að vera hinsegin er hættulegt“
Jökull Ingi segir það tímabært að alþjóðasamfélagið og allsherjarþing SÞ sýni vilja til aðgerða. „Auðvitað hefur framförum verið náð en að mínu mati er komin tími á raunverulegar breytinga. Rannsóknir og félagasamtök á heimsvísu hafa sýnt fram á hvað staðan er grafalvarleg. Það að vera hinsegin er hættulegt.“
Málefni hinsegin fólks hafa mætt andstöðu innan SÞ, útskýrir Jökull Ingi. „Árið 2008 stóðu 93 ríki upp og skrifuðu undir yfirlýsingu þar sem þeir fordæmdu ofbeldi í garð hinsegin fólks. Yfirlýsingin var harðlega gagnrýnd þar sem 53 ríki skrifuðu undir mótmælayfirlýsingu gegn henni.“
Ungt fólk komið til að breyta
Jökull Ingi vonar að sjónarmið hinsegin ungs fólks um allan heim geti haft raunveruleg áhrif. „Hugmyndirnar sem ég setti fram fengu mikinn meðbyr, sérstaklega meðal hinsegin ungmennafulltrúa. Nokkrir höfðu samband við mig eftir ráðstefnuna og ég vona að við getum haldið áfram að koma sjónarmiðum hinsegin fólk um allan heim á framfæri.“
„Ungt fólk er ekki komið til að vera tákn um þátttöku, heldur er það komið til að breyta heiminum,“ segir Jökull Ingi.
Ræðan Jökuls í heild:
Honourable chair, committee members and youth delegates.
I am thankful for the opportunity to address all of you today and I would like to utilize my time to raise the issues of LGBTIQ+ Individuals and children. It is long overdue that the rights of LGBTIQ+ individuals are upheld; the right to live, freedom from violence, and dignity.
On behalf of The National Youth Council of Iceland, I call for considerable improvement of monitoring of these violations. Only few, if any, member states or human rights bodies monitor hate crime and violence against LGBTiQ+ people specifically. This is the reality, despite the fact that independent monitors such as the Trans murder monitoring project listed 331 homicides in 2019 based on gender identity or gender expression alone. That number is only based on those murders registered by journalists.
Monitoring and collecting facts is the fundamental requirement to identify risk factors and take actions accordingly.
LGBTQ+ individuals, especially children must be protected from violence and require special consideration.
Every LGBTiQ+ child has a reckoning where they realise they might have to face backlash due to their sexuality or gender identity. The backlash appears in forms of hate crimes, ignorance or even exile from families or communities, putting them in grave danger of being victims to human trafficking, narcotics abuse and homelessness.
Intersex children also face the danger of falling victim to medically non-essential surgery to meet the gender binary system. Recently, the Icelandic government took a major step to enhance children’s right to expressing their gender, by eliminating barriers to name and gender change on legal documents, ensuring access to medical professionals and by adopting a legislative bill to end non essential surgery on children born with atypical sexual characteristics until the child can give informed consent.
In order to build an intergenerational partnerships, and a sustainable future, we must ensure everyone has a seat at the table.
Consultation with LGBTiQ+ minority groups can build a conversation aimed at the greater benefit of our entire global communities.