Project Description
Active Citizen Framework
Hvaða áskoranir vilt þú takast á við í íslensku samfélagi? Hvaða jákvæðu breytingar vilt þú sjá í umhverfinu í kringum þig? „Active Citizen Framework“ (ACF) er aðferðarfræði sem notuð er til að auka árangur í samfélagsumbótum með því að ráðast á rót vandans og sameina einstaklinga, frjáls félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og stjórnvöld.
Allar áskoranir sem við mætum í samfélaginu, í félagasamtökunum okkar eða okkur sjálfum, hafa undirliggjandi orsakir. Til þess að hafa raunveruleg áhrif er nauðsynlegt að skilja og takast á við þessar orsakir. Í þessari smiðju kynnumst við „Active Citizen Framework“ sem er ferli hannað af JCI og nýtist vel í þarfagreiningu og sköpun á jákvæðum og uppbyggilegum verkefnum.