Project Description
Í lögum allra félaga skal kveðið á um hvernig slíta eigi félagi ef til þess komi. Yfirleitt er ákvörðun um slit félags tekin á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða. Á fundinum skal skipa skiptanefnd eða ábyrgðaraðila, stjórnarformanni, falið að slíta félagi formlega. Við slit félaga renna allar eignir þess til þriðja aðila, t.d. þeirra góðagerðarmála sem ákveðin verða á slitafundi.
Þegar ákvörðun er tekin um slit félags þarf að tilkynna breytingarnar til fyrirtækjaskrár innan mánaðar. Tilkynning um slit félagsins skal skanna og senda á netfangið fyrirtaekjaskra@rsk.is Ekki er nauðsynlegt að skila inn frumritum af gögnum.
33. gr.
LUF skal lagt niður ef meira en 2/3 aðildarfélaga krefjast þess á sambandsþingi. Skal sambandsþing þá skipa skiptanefnd sem í sitja sjö fulltrúar aðildarfélaga, þó aldrei fleiri en einn frá hverju aðildarfélagi. Skal nefndin annast frágang félagslegra og fjárhagslegra skuldbindinga og eigna.