Project Description

Í lögum allra félaga skal kveðið á um hvernig slíta eigi félagi ef til þess komi. Yfirleitt er ákvörðun um slit félags tekin á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða. Á fundinum skal skipa skiptanefnd eða ábyrgðaraðila, stjórnarformanni, falið að slíta félagi formlega. Við slit félaga renna allar eignir þess til þriðja aðila, t.d. þeirra góðagerðarmála sem ákveðin verða á slitafundi.  

Þegar ákvörðun er tekin um slit félags þarf að tilkynna breytingarnar til fyrirtækjaskrár innan mánaðar. Tilkynning um slit félagsins skal skanna og senda á netfangið fyrirtaekjaskra@rsk.is Ekki er nauðsynlegt að skila inn frumritum af gögnum.

33. gr.

LUF skal lagt niður ef meira en 2/3 aðildarfélaga krefjast þess á sambandsþingi. Skal sambandsþing þá skipa skiptanefnd sem í sitja sjö fulltrúar aðildarfélaga, þó aldrei fleiri en einn frá hverju aðildarfélagi. Skal nefndin annast frágang félagslegra og fjárhagslegra skuldbindinga og eigna.

Dæmi um ákvæði um sambandsslit, Landssamband ungmennafélaga

Deila verkfæri

Meira úr verkfærakistunni