Project Description
Mikilvægt er að ungmennafélög og aðstandendur þeirra sendi út frá sér vandað efni sem varpar réttu ljósi á starfsemi félagsins.
Óteljandi leiðir eru til að koma orðum niður á blað, höfundar styðjast við mismunandi stílbrigði og hafa ólík markmið með skrifunum. Vegna ofgnótt upplýsinga er mikilvægt að byggja texta vel upp til að fanga athygli lesandans og viðhalda henni út greinina. Æskilegt er að afmarka viðfangsefni, vanda til verka og lesa vandlega yfir textann fyrir birtingu hans.
Gott er að hafa í huga að einfaldleikinn er yfirleitt áhrifamestur, þar sem fá orð og hnitmaðar setningar segja stundum betri sögu.
Hér verður farið yfir undirstöðuatriði í tveim algengum tegundum textasmíða:
Uppbygging:
Þrátt fyrir ólík stílbrigði er æskilegt að styðjast við einfalda uppbygginu þar sem eftirfarandi skal hafa í huga:
Fá orð sem fanga athygli, hnitmiðuð kynning í samræmi við efni greinarinnar.
Dæmi:
Jóna kjörin ungmennafulltrúi hjá Sameinuðu Þjóðunum
Ein til tvær setningar til útskýringar með aðalfyrirsögn. Inngangur er stundum undirfyrirsöng.
Dæmi:
Á fulltrúaráðsfundi LUF, sem fram fór fyrr í dag í Hinu húsinu, var nýr ungmennafulltrúi hjá SÞ á sviði menntamála kjörin. Alls bárust átta framboð og gengið var til kosninga í tveimur umferðum.
Til að gera grein/frétt auðlesanlega skal skipta textanum niður í hnitmiðaðar efnisgreinar. Hver efnisgrein skal afmörkuð út frá einu efnisatriði eða einni hugsun, eins og örstuttur kafli í textanum. Þannig skulu greinaskil marka skýr efnisleg skil en ekki sett af handahófi eftir ákveðnum fjölda setninga.
Vel byggð efnisgrein inniheldur lykilsetningu, stuðningssetningar og lokasetningu sem markar upphaf, miðju og endi. Lykilsetning skal vera skýr kynning sem myndar tengingu við fyrri efnisgrein. Í stuðningssetningum er hugsunin eða efnisatriði sett fram og lokasetningin skal vera hnitmiðað niðurlag sem tengir efnisgreinina við það sem á eftir kemur.
Ein leið til að tengja efnisgreinar saman er að hefja næstu efnisgrein orði eða orðasamböndum á borð við: samt sem áður, þrátt fyrir þetta, Sem fyrr segir, enn fremur, þar að auki, o.s.frv.
Allar efnisgreinar textans mynda saman eina heild, eða þráð, sem leiðir lesandann áfram. Þegar það eru stór skil milli efnisgreina er gott að setja inn millifyrirsögn.
Styttri fyrir netið
Í texta sem skrifaður er fyrir netið eru efnisgreinar yfirleitt styttri en í texta fyrir blað eða bók, gott að miða við eina til sex setningar.
Skipta efnisgreinunum í kafla og gefa góða yfirsýn fyrir lesanda á hraðferð. Millifyrirsagnir eru stuttar, eitt til fjögur orð.
Í góðum myndgæðum og lýsandi fyrir viðfangsefni (varast skal að afvegaleiða lesanda með ótengdum myndum.) Nauðsynlegt er að hafa leyfi fyrir birtingu frá myndhöfundi.
Myndtexti skal vera stuttur og útskýra tengingu myndarinnar við textan.
Fleiri góð ráð í bókinni Hagnýt skrif: Gísli Skúlason. 1999. Reykjavík: Mál og menning.
Fréttatilkynningar
Það sem telst fréttnæmt eru frávik frá hversdagsleikanum. Fréttir eru staðlaðar ritsmíðar sem eiga að fræða fremur en að færa rök. Fréttatilkynningar skulu fjalla um það sem þykir fréttnæmt, t.d. viðburðir félaga, úrslit kosninga, skipulagsbreytingar eða þegar nýtt verkefni/herferð er hrint af stað.
Ákjósanlegt er að byggja fréttina þannig að aðalatriðin komi fyrst fram, það næst mikilvægasta þar á eftir og svo koll af kolli. Þannig fær lesandinn val um hversu ítarlega hann vill fræðast um efnið. Slík uppbygging gefur lesanda á hraðfærð færi á að lesa hluta greinarinnar án þess að missa af megininntaki fréttarinnar.
Við ritun fréttatilkynninga skal vanda til verka, nota myndefni við hæfi og hafa traustar heimildir. Höfundur skal ekki vera litaður af eign mati en getur notað lýsingar heimildir til að gera fréttina áhrifameiri og efni hennar trúverðugt. Heimildir geta verið viðtöl við heimildarmenn eða vísanir í annað, t.d. frétt eða rannsókna (gott er að vísa í vefslóð við frétt sem er skrifuð fyrir Internetið.) Höfundur þarf að meta vægi heimilda og hvaða heimildarmenn eru viðeigandi hverju sinni.
Nákvæm frásögn útskýrir:
Hvað?
Hvenær?
Hvar?
Hvernig?
Hverjir?
Hvers vegna?
Hvað svo?
Pistlar
Fjallar yfirleitt um eina hugmynd sem myndar rauðan þráð í gegnum lesturinn. Pistlar er frjálslegt ritform þar sem höfundur kemur fram með huglæga sýn á viðfangsefni eða röksemdarfærslu. Markmiðið er yfirleitt að varpa nýju ljósi á hugmynd og vekja lesanda til umhugsunar. Höfundar byggja gjarnan á efni úr eigin reynslubanka og fléttar því saman við sértæka þekkingu eða handbærar heimildir. Til að færa trúverðug rök fyrir máli sínu er æskilegt að höfundur búi annað hvort yfir þekkingu á málefninu eða hafi góðan skilning á heimildum.
Í pistlaskrifum er mikilvægt er að huga að skipulagðri uppbyggingu þó að um frjálst ritform sé að ræða. Hér eru nokkrar aðferðir til að skrifa meginmál og niðurlag pistla.
Tvær algengar aðferðir:
Áhrifaríkur endir
Í pistlum gilda önnur lögmál en í fréttum. Lesandinn fær megininntak pistils með því að lesa hann til enda og því er mikilvægt að lokaorð séu eftirminnileg. Nokkrar leiðir eru til að enda pistla:
Samantekt: Í takt við inngang og tekur saman það mikilvægasta sem kom fram í pistlinum. Hentar fræðilegum pistlum.
Niðurstaða: Höfundur áréttir niðurstöðu sem byggð er á því sem fjallað var um í pistlinum.
Viðsnúningur: Umfjöllunarefni dregið saman með óvæntri sýn í lokinn.
Útvíkkun á efninu: Víðtækari ályktun dregin út frá umfjöllunarefninu, (ef þetta er satt, hvað annað er satt?)
Heimild: Námsefni frá Leiðtogaskóla LUF og Gísli Skúlason. Hagnýt skrif: Kennslubók í ritun. 1999. Reykjavík: Mál og menning.