Project Description

Ritari ber ábyrgð á ritun fundargerða og utanumhaldi gagna. Fundargerðir eru tól til skrásetja ákvarðanir og er heimild um hver sagði hvað og hver ber ábyrgð á hverju. 

Fundargerð hefur lagalegt vægi, gefur stefnumótandi og bindandi fyrirmæli til stjórnar, starfsfólks eða annarra. Auk þess er fundargerð söguleg heimild sem gæti nýst stjórnum framtíðarinnar. Markmið hennar er að gefa skýra mynd af niðurstöðum, hafa skýr fyrirmæli sem getur leitt til færri og skilvirkari funda. Gott er að hafa fundargerðir aðgengilegar sem sýnir ábyrgð gangvart félagsmönnum, stjórnvöldum og samfélaginu í heild um gegnsæi og fagleg vinnubrögð.

Verklagsreglur

Æskilegt er að skipulagsheildir móti sér verklag um fundargerðir og utanumhald gagna. Verklagsreglur auka samhæfingu milli ára og auðvelda félagsmönnum og hagsmunaaðilum að fylgjast náið með starfi félagsins. LUF mælir með að nota Google Docs eða sambærilegt vefforrit fyrir dagskrár- og fundargerðir. Þá geta allir fundargestir fylgst með gangi mála, séð hvaða mál liggja fyrir og nálgast fylgigögn á skilvirkan hátt. Þegar um fjarfund er að ræða, getur Google Docs verið gott tól til að auðvelda fundarstjóra.

Deila verkfæri

Meira úr verkfærakistunni