Project Description
Markmiðið með hópefli er að auka ánægju meðlima hópsins með verkefnum sem reyna á samvinnu og samkennd. Hópefli er góð leið til að hvetja félaga áfram og stuðla að jákvæðri hópamyndum.
Hópar eru fjölbreyttir í eðli sínu, hver hópur hefur sína sérstöðu og einkenni. Sumir hópar hafa takmarkaða inngöngu og eru minni, svo sem stjórnir og aðrir með opna inngöngu og eru stærri, svo sem almenn félagasamtök. Þegar hópur er samkvæmt skilgreiningu með opna inngöngu þarf félagsleg hvatning að vera til staðar þar sem nýliðar finna fyrir því að þeir séu velkomnir.
Ath. neðst á síðunni eru fjölbreyttir leikir fyrir hópefli.

Reynslunám hópeflis
Í hópefli fara félagar úr sínu hefðbundna hlutverki með það að leiðarljósi að kynnast á nýjan hátt. Hópefli sem hér verður einblínt á eru svokallað reynslunám (eða óformleg menntun) þar sem hópar vinna verkefni sem skilja eftir sig nýja þekkingu og tækifæri fyrir hópinn og einstaklinganna.
Byggir á skilningi og túlkun þátttakenda á aðstæðum.
Þátttakendur takast á við verkefni á sínum forsendum.
Ný þekking og reynsla er óformleg, þ.e. ekki vottuð t.d. með prófum eða pórfskirteini.
Byggir á persónluegum árangri.
Fjögur stig hópaþróunar
Allar upplifanir og reynsla geta orðið að reynslunámi. Hér verður farið yfir módel Bruce Tuckman um fjögur stig hópaþróunar. Jafnframt verða kynntir leikir sem henta á hverju stigi.
Mótunarstig (e. forming):
Á fyrsta sigi hópaþróunar er mikilvægt að huga að trausti. Á mótunarstigi gegnir leiðtoginn lykilhlutverki þar sem hlutverk og og ábyrgð annarra aðila er enn óljós. Einstaklingar leita eftir sínum sess í hópnum, fylgja reglum og fara varlega í samskipti. Enginn vill verða sér til skammar og samskipti geta því orðið yfirborðskennd.
Á mótunarstigi er hlutverk leiðtogans að leiða einstaklinga í hlutverk sín og skapa traust í hópnum.
Ágreiningsstig (e. storming):
Á þessu stigi verða markmið hópsins skýrari en mikil óvissa er þó viðvarandi. Valdabarátta getur skapast þar sem liðsmenn keppast um sitt hlutverk og samskipti geta verið áskorun. Liðsmenn geta fyllst mótþróa í ákvörðunartöku og við framkvæmd verkefna. Á ágreiningsstigi er mikilvægt að liðsmenn öðlist skilning hver á öðrum og mótist í sínu hlutverki. Til að mynda traust er mikilvægt að liðsmenn fái tækifæri til að tjá hugsanir sína og tilfinningar.
Leiðtoginn þarf að halda liðsmönnum við efnið – markmkið hópsins, finna málamiðlanir og koma í veg fyrir klíkumyndun.
Ágreiningsstig er mikilvægt í hópaþróun til að mynda sterkan grunn fyrir frekara samstarf.
Hér er gott að fara í leiki sem reyna á samskipti og ólíkar skoðanir.
Umræðustig (e. norming):
Þegar á umræðustig er komið á að hafa myndast traust og samheldni í hópum. Þá getur hópur einbeitt sér enn frekar að markmiðum hópsins.Liðsmenn eru meðvitaðir um eigin stöðu og sýna hverum öðrum samstöðu. Hópurinn kemur sér saman um samskiptaleiðir og hvernig ákvörðunartöku skal háttað. Skoðanaskipti eru algengari og liðsmenn reyna að finna málamiðlanir til að forðast ágreiningsmál.
Á umræðustigi hefur myndast vinskapur, traust og hópur vinnur saman að markmkiðum sínum.
Á þessu stigi er gott að fara í leiki sem efla traust og samstöðu. Hópurinn er tilbúin að þróa verkefni og vinna saman að markmkiðum hópsins.
Framkvæmdarstig (e. performing):
Á þessu stigi hefur hópurinn byggt upp traust, samheldni og virðringu. Verkefni komast á skrið og hópurinn kemst nær markmiðum sínum. Samskipti verða auðveldari og deilumál eru leyst á uppbyggilegan hátt. Liðsmenn þekkja styrkleika og veikleika hvers annars og eru meðvitaðir um sitt hlutverk.
Hér er gott að fara í leiki sem efla samhug og verkefnastjórnun.
Leikir:
Gott getur verið að taka leik fyrir fundi til að létta andrúmsloftið.
Stærri hópar
Það er hollt fyrir hópa að prufa ólíkar leiðir hópeflis yfir tímabil sem hópur deilir saman. Þegar um stóran hóp er að ræða, s.s. stóran vinnustað, getur fjörefli verið sniðugt. Fjörefli er tegund hópeflis þar sem megintakmarkið er að skemmta sér og þétta hóp á hressandi hátt, t.d. árshátíðir, pálínuboð eða partý. Vitaskuld er hægt að blanda báðu saman, og bæta reynslunámi inn í fjörefli.