Project Description

Markmiðið með hópefli er að auka ánægju meðlima hópsins með verkefnum sem reyna á samvinnu og samkennd. Hópefli er góð leið til að hvetja félaga áfram og stuðla að jákvæðri hópamyndum.

Hópar eru fjölbreyttir í eðli sínu, hver hópur hefur sína sérstöðu og einkenni. Sumir hópar hafa takmarkaða inngöngu og eru minni, svo sem stjórnir og aðrir með opna inngöngu og eru stærri, svo sem almenn félagasamtök. Þegar hópur er samkvæmt skilgreiningu með opna inngöngu þarf félagsleg hvatning að vera til staðar þar sem nýliðar finna fyrir því að þeir séu velkomnir.

Ath. neðst á síðunni eru fjölbreyttir leikir fyrir hópefli.

Reynslunám hópeflis

Í hópefli fara félagar úr sínu hefðbundna hlutverki með það að leiðarljósi að kynnast á nýjan hátt. Hópefli sem hér verður einblínt á eru svokallað reynslunám (eða óformleg menntun) þar sem hópar vinna verkefni sem skilja eftir sig nýja þekkingu og tækifæri fyrir hópinn og einstaklinganna.

  • Byggir á skilningi og túlkun þátttakenda á aðstæðum.

  • Þátttakendur takast á við verkefni á sínum forsendum.

  • Ný þekking og reynsla er óformleg, þ.e. ekki vottuð t.d. með prófum eða pórfskirteini.

  • Byggir á persónluegum árangri.

Fjögur stig hópaþróunar

Allar upplifanir og reynsla geta orðið að reynslunámi. Hér verður farið yfir módel Bruce Tuckman um fjögur stig hópaþróunar. Jafnframt verða kynntir leikir sem henta á hverju stigi.

Mótunarstig (e. forming): 

Á fyrsta sigi hópaþróunar er mikilvægt að huga að trausti. Á mótunarstigi gegnir leiðtoginn lykilhlutverki þar sem hlutverk og og ábyrgð annarra aðila er enn óljós. Einstaklingar leita eftir sínum sess í hópnum, fylgja reglum og fara varlega í samskipti. Enginn vill verða sér til skammar og samskipti geta því orðið yfirborðskennd.

Á mótunarstigi er hlutverk leiðtogans að leiða einstaklinga í hlutverk sín og skapa traust í hópnum.

Ágreiningsstig (e. storming): 

Á þessu stigi verða markmið hópsins skýrari en mikil óvissa er þó viðvarandi.  Valdabarátta getur skapast þar sem liðsmenn keppast um sitt hlutverk og samskipti geta verið áskorun. Liðsmenn geta fyllst mótþróa í ákvörðunartöku og við framkvæmd verkefna. Á ágreiningsstigi er mikilvægt að liðsmenn öðlist skilning hver á öðrum og mótist í sínu hlutverki. Til að mynda traust er mikilvægt að liðsmenn fái tækifæri til að tjá hugsanir sína og tilfinningar.
Leiðtoginn þarf að halda liðsmönnum við efnið – markmkið hópsins, finna málamiðlanir og koma í veg fyrir klíkumyndun.

Ágreiningsstig er mikilvægt í hópaþróun til að mynda sterkan grunn fyrir frekara samstarf.

Hér er gott að fara í leiki sem reyna á samskipti og ólíkar skoðanir. 

Umræðustig (e. norming): 

Þegar á umræðustig er komið á að hafa myndast traust og samheldni í hópum. Þá getur hópur einbeitt sér enn frekar að markmiðum hópsins.Liðsmenn eru meðvitaðir um eigin stöðu og sýna hverum öðrum samstöðu. Hópurinn kemur sér saman um samskiptaleiðir og hvernig ákvörðunartöku skal háttað. Skoðanaskipti eru algengari og liðsmenn reyna að finna málamiðlanir til að forðast ágreiningsmál.
Á umræðustigi hefur myndast vinskapur, traust og hópur vinnur saman að markmkiðum sínum.

Á þessu stigi er gott að fara í leiki sem efla traust og samstöðu. Hópurinn er tilbúin að þróa verkefni og vinna saman að markmkiðum hópsins.

Framkvæmdarstig (e. performing):

Á þessu stigi hefur hópurinn byggt upp traust, samheldni og virðringu. Verkefni komast á skrið og hópurinn kemst nær markmiðum sínum. Samskipti verða auðveldari og deilumál eru leyst á uppbyggilegan hátt. Liðsmenn þekkja styrkleika og veikleika hvers annars og eru meðvitaðir um sitt hlutverk.

Hér er gott að fara í leiki sem efla samhug og verkefnastjórnun.

Leikir:

Gott getur verið að taka leik fyrir fundi til að létta andrúmsloftið.

  • Þátttakendur: 2-10
  • Tími: um það bil 20-30 mín
  • Markmið: Kynnast betur

Þátttakendum er skipt í tveggja manna pör. Hver þátttakandi fær mínútu til að segja liðsfélaga sínum frá 3 staðreyndum um sjálfan sig sem liðsfélaginn vissi ekki áður. Eftir tvær mínútur ættu allir þátttakendur að hafa deilt 3 perónulegum staðreyndum.
Í lokin kemur hópurinn saman og pörin koma fyrir framan hópinn og kynna sinn liðsfélaga út frá staðreyndunum sem viðkomandi deildi.

Þrjár staðreyndir fyrir lengra komna:

Þegar liðsfélagar deila staðreyndum er einn staðreyndin lygi og hópurinn þarf að komast að því í sameiningu hvaða staðreynd er ósönn.

Leikurinn hentar bæði fyrir nýmótaða hópa og fyrir hópa þar sem meðlimir hafa þekkst í lengri tíma.

  • Þátttakendur: 2- 20
  • Tími: 2- 10 mín
  • Markmið: samvinna með hlustun.

Markmiðið er að telja upp á 20 sem hópur. Þátttakendur standa í hring, horfa niður og loka augunum. Einhver í hópnum byrjar með því að segja „einn.“ Enginn veit hver mun segja næsta númer og verður því að hlusta vel á viðbrögð hópsins. Ef fleiri einn þátttakandi segja sama númer verður hópurinn að byrja upp á nýtt.

Góð ráð:
Mikilvægt er að hvetja alla til þáttöku, sérstaklega þá sem eru feimnari. Hér er mikilvægt að hópurinn gefi öllum pláss til að taka þátt.

  • Þátttakendur: 2+
  • Markmið: Kynnast betur.

Þátttakendur koma sér fyrir í tvær raðir þannig að tveir og tveir standa anspænis hverju öðru. Stjórnandinn setur tíma af stað og hvert par fær eina og hálfa mínútu til að segja frá sér og kynnast félaga sínum. Svo er skipt um félaga.

  • Tími: 5 mínútur
  • Markmið: Læra nöfn og hafa gaman.

Þátttakendur ganga um rýmið og fara í skæri blað steinn. Þegar einn þátttakandi vinnur þá hrópar sá sem tapaði nafnið á sigurvegaranum „Anna, Anna, Anna.“ Sá sem tapaði fer fyrir aftan sigurveraann og sigurvegarinn heldur áfram að keppa. Þá er komin einskonar liðakeppni þar sem fremsti (sigurvegarinn) keppir og þeir sem hafa tapað fyrir honum standa í röð og hvetja hann áfram. Ef sigurvegarinn tapar fyrir öðrum fer allt hans lið í röð fyrir aftan nýja sigurvegarann og hrópa nafnið hans.

Þetta heldur áfram þar til einn sigurvegari stendur eftir.

  • Tími: 5 mínútur
  • Markmið: Efla jákvæð samskipti með sameiginlegri sögu.

Þátttakendur standa í hring. Einn byrjar með því að segja eina setningu í frumsamdri sögu. Næsti í röðinni samþykkir fyrstu setninguna með því að endurtaka hana og bætir við næstu setningu. Hver og einn segir aðeins setninguna sem á undan fór og bætir sinni við. Mikilvægt er að þátttakendur segi fyrstu setninguna sem þeim dettur í hug og hiki ekki.

Gott er að setja tímamörk á fimm mínútur fyrir hverja sögu.

Leikurinn reynir á hlustun og samvinnu.

  • Þátttakendur: 2+
  • Tími: fer eftir fjölda
  • Markmið: samvinna og hlustun.

Þessi leikur er fyrir tvo þátttakendur, ef hann er gerður í hóp er gott að tveir sitji fyrir framan hópinn í einu og hinir fylgjast með. Leikurinn er samtal tveggja aðila á eftirfarandi hátt:

Leikmaður A: „Vandamálið mitt er að:____ (lýsir frumsömdu vandamáli.)“
Leikmaður B: „Ég er með lausn fyrir þig: _____ (segir hlut af handahófi.)“
Leikmaður A: „Frábært! Ég get (gert eitthvað með hlutnum) _____ (og finnur upp á hvernig hluturinn getur leyst vandamálið.) Takk fyrir!“

Gott er að báðir leikmenn prufi að vera A og B – helst með ólíkum þátttakendum.

  • Þátttakendur: 5-10
  • Tími: 2-7 mínútur
  • Markmið: Samvinna

Einn þátttakandi er utan við leikinn í upphafi, hann snýr sér frá hópunm og lokar augunum. Hinir þátttakendur standa í hring, rétta hendurnar fram og taka í hendi liðsfélaga af handahófi. Þegar allar hendur hafa tekst saman snýr þátttakandinn sem stóð utan hringsins sér að verkefninu sem er að leysa flækjuna. Þegar flækjan hefur verið leyst er leikurinn búinn.

  • Þátttakendur: 4+
  • Tími: 18 mínútur
  • Markmið: Efla liðsheild.

Hvert lið, frá 2-5 manns. Þátttakendur fá 18 mínútur til að byggja eins háan turn og unnt er með eftirfarandi hráefnum:
Einum sykurpúða
20 ósoðnum spagettí
meter af spotta
meter af límbandi

Fyrir lengra komna:
Lið skipar leiðtoga.
Liðsmenn  byggja í þögn (bannað að tala.)

  • Þátttakendur: 2+
  • Markmið: Þekkja markmkið félagsins með leik.

Til að efla samhug í markmiðum félags getur verið gaman að gera eins konar „pub-quiz“ þar sem spurnignarnar eru tengdar markmiðum hópsins/félagsins.
Þetta getur verið skemmtilegt hópefli t.d. fyrir stærri hóp.

Stærri hópar

Það er hollt fyrir hópa að prufa ólíkar leiðir hópeflis yfir tímabil sem hópur deilir saman. Þegar um stóran hóp er að ræða, s.s. stóran vinnustað, getur fjörefli verið sniðugt. Fjörefli er tegund hópeflis þar sem megintakmarkið er að skemmta sér og þétta hóp á hressandi hátt, t.d. árshátíðir, pálínuboð eða partý. Vitaskuld er hægt að blanda báðu saman, og bæta reynslunámi inn í fjörefli.

Leikir fyrir stóra hópa:

  • Þátttakendur: 10+
  • Markmið: Samræður á örðum forsendum.

Stjórnandi býr til bingóspjald en í staðin fyrir tölur eru staðreyndir. Hver og einn má skrifa einu sinni undir á blað keppanda og sá sem er fyrstur að fylla út í alla reyti öskrar: BINGÓ!

Dæmi um bingóspjald:

Hefur búið erlendis Á gæludýr Hefur komið til Viðeyjar Fór í ræktina á seinustu 24 klst. Getur staðið á höndum
Býr utan Reykjavíkur Er vog í störnumerki Er með dýraofnæmi Er með tattoo Er í bleikum nærbuxum
Er í bláum nærbuxum Er með meirapróf Er í hvítum skóm á barn Talar frönsku
  • Þátttakendur: 10+
  • Markmið: Samræður á örðum forsendum.

Stjórnandi býr til miða af þekktum pörum. Hver þátttakandi fær einn miða og þarf að leita að sínu pari með því að spurja aðra liðsmenn já eða nei spunringa.

Fyrir lengra komna: Þátttakendur þurfa fyrst að komast að því hverjir þeir eru. Stjórnandinn límir þeirra hlut/karakter aftan á bakið á þátttakendum. Þegar þeir hafa komist að því hverjir þeir eru geta þeir byrjað að finna parið sitt.

Hugmynd að pörum:

Salt – Pipar
Nala – Simbi
Jón – Gunna
Guðni Th.- Eliza Reid
Ross – Rachel
Beyoncé – Jay-Z
Marge Simpson- Homer Simpson
Hallgerður langbrók – Gunnar á Hlíðarenda
Mario – Luigi
Smjör – ostur

Deila verkfæri

Meira úr verkfærakistunni