Project Description
Lög félaga þurfa ávalt að uppfylla ákveðin grunnskilyrði til að starfsemi teljist lögleg.
Það sem þarf að koma fram í lögum er: heiti félagsins, markmið þess, fyrir hverja félagið er, starfsár þess, starfsreglur um aðalfund, reglur um starfsemi stjórnar og loks þarf að tilgreina hvernig slit félags yrði háttað.
Samþykktir
Á stofnfundi félags þarf að leggja fram fyrstu tillögu að lögum með skýrum leikreglum um starfsemi og markmið félagsins. Þegar meirihluti fundargesta hefur samþykkt tillöguna verða til samþykktir, (samþykkt lög). Hafa skal í huga að öll lög þurfa að vera skýr, þannig að hver sem er geti skilið lögin þegar hann les þau í fyrsta skipti. Skýr lög geta aukið gegnsæi og þannig eflt traust stjórnar, skýrleiki auðvelda stjórn að framfylgja lögunum og gefur félagsmönnum tækifæri til að veita stjórn aðahald.
Stjórn undirritar og lög eru dagsett. Þau skulu vera aðgengileg öllum félagsmönnum og utanaðkomandi hagsmunaðilum.
Lagabreytingar
Í lögum er kveðið á hvernig unnt sé að breyta þeim. Tillögur að lagabreytingum fara yfirleitt fram á aðalfundi, einu sinni á ári og taka gildi ef meirihluti atkvæða samþykkir tillögurnar. Þegar tillögur eru samþykktjar skal uppfæra lögin og tilgreina í texta neðan við þau: hvaða ár lögin voru sett og jafnframt hvaða ár lögunum var breytt.
Við samþykki skal uppfæra lögin og stjórn ritar undir. Uppfæra skal lögin á vefsíðu félags og tilgreina í texta neðan við þau hvaða ár þeim var breytt.
34. gr.
Lagabreytingar skulu eingöngu eiga sér stað á sambandsþingi. Tillögur til lagabreytinga skulu berast til stjórnar, minnst þremur vikum fyrir þing. Lagabreytingatillögur eru sendar til aðildarfélaga ekki seinna en tveimur vikum fyrir þing. Lagabreytingar öðlast gildi ef a.m.k. 2/3 atkvæðabærra fulltrúa sem mæta á löglegt sambandsþing eru þeim samþykkir.

.
Dæmi um uppsetningu á samþykktum félagasamtaka:
1.gr
Heiti félags er …
2.gr
Tilgangur félags er…
3.gr
Félagið mun ná settum tilgangi með því að…
4.gr
Félagsaðild, hverjir hafa rétt á að ganga í félagið?
5.gr
Starfstímabil félagsins, almanaksárið eða annað.
6.gr
Starfsreglur um aðalfund. Hvernig er aðalfundur löglegur? Hvenær skal boða til hans? Hvenær skal hann haldinn? Í hvaða embætti skal kosið? (Sjá nánar um aðalfuni í kaflanum um fundi)
7.gr
Hvernig fara lagabreytingar fram? Yfirleitt er tekið fram að tillögur að lagabreytingum skuli senda á alla félagmenn fyrir aðalfund, t.d. tveimur vikum fyrir hann. Lögin eru inleidd ef meirihluti á aðalfundi samþykkir tillögurnar.
8.gr
Starfsreglur fyrir stjórn. Hverjir skipa stjór? Hver boðar til funda? Eru félagsgjöld?
Ef það eru ekki félagsgjöld skal gera grein fyrir hvernig félagið mun fjármagna starfsemi sína.
9.gr
Fyrir hverja er félagið? Hvernig er hægt að sækja um félagsaðild?
10.gr
Hvernig verður hagnaður af starfsemi félagins varið?
11.gr
Hvernig er hægt að slíta félaginu? Yfirleitt á aðalfundi með meirihluta atkvæða.
Meira úr verkfærakistunni
- Sendinefnd LUF hjá Sameinuðu þjóðunumLUF2021-02-12T10:57:18+00:00
Sendinefnd LUF hjá Sameinuðu þjóðunum
- Hlutverk og ábyrgð stjórnarmannaHeiða Vigdís2020-04-06T13:09:46+00:00
Hlutverk og ábyrgð stjórnarmanna