Project Description
Nýsköpun
Hvað er nýsköpun og hvernig á hún sér stað? Hvað er sprotafyrirtæki og hvernig er það ólíkt venjulegu fyrirtæki? Hvað veldur því að sumir frumkvöðlar ná að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd?
Farið verður yfir vegferðina allt frá því að fá hugmynd og þar til hún er orðin að blómlegu vaxtarfyrirtæki. Þátttakendur fá innsýn inn í umhverfi nýsköpunar á Íslandi. Einkum verður horft til hvernig ungmennafélög geta tileinkað sér hugsunarhátt frumkvöðulsins og vinnuaðferðir sem hámarka líkur á árangri.