Project Description

Ungmennafulltrúar Íslands skipa sendinefnd Landssambands ungmennafélaga (LUF) hjá Sameinuðu þjóðunum. Ungmennafulltrúar eru lýðræðislega kjörnir af aðildarfélögum LUF og sækja viðburði Sameinuðu þjóðanna í umboði íslenskra ungmenna.

Sendinefnin er samstarfsverkefni LUF og Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi sem vinna að aukinni þátttöku Ungmennafulltrúa Íslands á viðburðum Sameinuðu þjóðanna (e. UN Youth Delegation Programme.) Ungmennafulltrúarnir sækja viðburði í samstarfi eftirfarandi ráðuneyti: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, forsætisráðuneytið og utanríkisráðuneytið.

Sendinefndin skipar nú þrjá fulltrúa, en á næstu misserum verða skipaðir fulltrúar á fleiri sviðum sem falla undir Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Sendinefndin

Esther Hallsdóttir
Esther HallsdóttirSvið mannréttinda
Aðalbjörg Egilsdóttir
Aðalbjörg EgilsdóttirSvið loftslagsmála
Tinna Hallgrímsdóttir
Tinna HallgrímsdóttirSvið sjálfbærar þróunar
Jökull Ingi Þorvaldsson
Jökull Ingi ÞorvaldssonSvið barna og ungmenna
Eva Dröfn Hassell Guðmundsdóttir
Eva Dröfn Hassell GuðmundsdóttirSvið kynjajafnréttis

Hlutverk

Nefndin er enn í mótun en markmið hennar er að vinna sem starfshópur LUF um málefni ungs fólks hjá SÞ. Nefndin virkar sem vinnuhópur, ráðgjafaráð, upplýsingaveita og brú á milli LUF, Félags SÞ á Íslandi og sendandi ráðuneyta. Fulltrúarnir munu gegna embættinu í tvö ár, þar til nýr tekur við. 

Saga

Þátttaka ungs fólks í ákvarðanatöku og stefnumótun er ein af megináherslum Sameinuðu þjóðanna og þess vegna hafa aðildarríki um árabil verið hvött til að skipa ungmennafulltrúa sem veita sérfræðiþekkingu, innsýn og nauðsynlega ráðgjöf þegar kemur að sjálfbærri þróun. 

Flest ríki Evrópu hafa lengi skipað ungmennafulltrúa, sum frá árinu 1970 og önnur skipa yfir 20 fulltrúa sem sækja flesta viðburði Sameinuðu þjóðanna. LUF hefur lengi barist fyrir slíku fyrirkomulagi hérlendis og skipaði loks sinn fyrsta fulltrúa í ágúst árið 2019. Sendinefndin er á góðri leið með að mótast með nánu samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og með stuðningi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, utanríkisráðuneytisins, forsætisráðuneytisins og mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Samstarfsaðilar

Sendinefnd LUF hjá Sameinuðu þjóðunum er samstarfsverkefni Félags sameinuðu þjóðanna, utanríkisráðuneytisins og annara ráðuneyta sem eiga aðild að viðburðum SÞ, forsætisráðuneytið og umhverfis- og auðlindaráðuneytið.

Í febrúar, árið 2020, hófst formlegt samstarf milli LUF og utanríkisráðuneytisins með samstarfssamning til næstu þriggja ára, 2020-2022. Markmið samningsins er að m.a. að auka þátttöku íslenskra ungmenna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og efla kynningu og fræðslu á heimsmarkmiðunum og málefnum SÞ.

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis – og þróunarsamvinnuráðherra, og Una Hildardóttir, forseti Landssambands Ungmennafélaga (LUF), undirrituðu samstarfssamning ráðuneytisins og LUF fyrir árin 2020 – 2022.

Skipun fulltrúa

Öll aðildarfélög LUF (með fulla aðild og áheyrnaraðild) geta boðið fram einn fulltrúa í hvert embætti. Áhugasamir félagsmenn aðildarfélaga LUF þurfa því að óska eftir umboði frá stjórn viðkomandi félags fyrir settan framboðsfrest. Stjórnin tilkynnir framboð með því að fylla út skráningarform sem öll aðildarfélög fá í fundarboði. Skipun nýrra fulltrúa er iðulega auglýst á vefsíðu og Facebook-síðu LUF og kosningar fara fam ýmist á leiðtogaráðsfundum eða sambandsþingi LUF. 

Með umboði staðfestir stjórn að frambjóðandinn uppfylli eftirfarandi hæfnikröfur.

Hæfnikröfur:

  1. Umboð frá aðildarfélagi LUF.
  2. Vera á aldrinum 18 (þegar viðburður hefst) – 25 ára.
  3. Hafa þekkingu á málefnasviðinu.
  4. Hafa reynslu af hagsmunastarfi ungmennafélaga.
  5. Búa yfir leiðtogahæfni og frumkvæði.
  6. Hafa vald á íslensku og ensku í ræðu og riti.
  7. Viðeigandi menntun sem nýtist í embætti / þekking á Sameinuðu þjóðunum er kostur. 

Embættið er sjálfboðastarf, að dagpeningum erlendis undanskildum.

Ungmennafélög þurfa að falla undir regnhlíf LUF til að geta tilnefnt fulltrúa. Önnur félög sem falla undir kröfur LUF, eru  lýðræðisleg, frjáls félagasamtök stýrð af ungi fólki, geta kynnt sér aðgangskröfur LUF og sótt um aðild hér. Meðferð umsókna fer fram á sambandsþingi LUF í upphafi hvers árs.

Kosningarferli

Frambjóðendur þurfa meirihluta atkvæða til að hljóta kjör. Á kosningafundinum, hvort sem á leiðtogaráðsfundi eða sambandsþingi LUF, fá fulltrúar tækifæri til að kynna stefnumál sín í framboðsræðu. Í kjölfarið er kosið í einni eða tveimur umferðum þar til hreinn meirihluti liggur fyrir. Aðildarfélög skrá þingfulltrúa fyrir fundinn og fá úthlutað atkvæðum í samræmi við fjölda þingfulltrúa.

Deila verkfæri

Meira úr verkfærakistunni