Project Description

Staðreyndavitund

Í staðreyndavitund læra þátttakendur hvernig eigi að stuðla að staðreyndadrifinni ákvarðanatöku. Byggt verður á bókinni Factfulness eftir Hans Rosling og farið yfir hvað beri að varast í upplýsingaflæði nútímans og hvernig eigi að meðtaka þær upplýsingar. Hvernig er þróun menntunar og fólksfjölgunar á heimsvísu? Hvers vegna vita simpansar meira en mannfólk um hvernig menntunatstig stúlkna er og við hvernig tekjur meirihluti mannkyns býr við? Í námskeiðinu verður einnig farið mikilvæg atriði í notkun og framsetningu gagna sem annarra upplýsinga.

Viðskiptaráð Íslands valdi bókina Factfulness jólabók ársins 2018 og hefur útbúið spurningapróf sem innblásin eru af þeirri bók. Factfulness hefur haft talsverð áhrif á málefnastarf Viðskiptaráðs undanfarin misseri og vill ráðið því miðla af þeirri reynslu. Ennfremur leggur Viðskiptaráð áherslu á menntun og vill leggja sitt að mörkum að stuðla að aukinni leiðtogahæfni ungs fólks.

Sæktu um í Leiðtogaskólann

Markmið:

  • Dýpri skilningur á mikilvægi þess að að nota og meðtaka upplýsingar á þann hátt sem stuðlar að sem betri ákvarðanatöku
  • Tækni til að þekkja og forðast algengar hugsanavillur og tilhneigingar sem stuðla að röngum ályktunum og þar af leiðandi slæmri ákvarðanatöku
  • Aukin færni til að horfa hlutlægt á málefni
Sæktu um í Leiðtogaskólann

Viðskiptaráð Íslands styður Leiðtogaskóla Íslands með námskeiðinu Staðreyndavitund.