Project Description

Stjórnarseta

Hvað einkennir góða stjórn?

Námskeiðið gerir grein fyrir skipulagi félagasamtaka, hlutverkum og ábyrgð stjórnarmeðlima eftir embættum, verkaskiptingu stjórnar og starfsmanna og hvernig árangur stjórna er hámarkaður. Farið verður yfir aðferðir sem auka fagmennsku, trúverðugleika, gegnsæi og lýðræðislega stjórnarhætti. Samfélagsleg ábyrgð stjórna, lagaleg viðfangsefni og siðferðileg álitamál verða tekin fyrir.

Sæktu um í Leiðtogaskólann

Markmið:

  • Þekking og skilningur á skipulagi félagasamtaka.
  • Skilningur á hlutverkum og ábyrgð stjórna.
  • Hæfni til að ná meiri árangri innan stjórnar.
  • Aukin fagmennska.
Sæktu um í Leiðtogaskólann