Þann 10. ágúst stóð LUF fyrir Norrænni vinnustofu um þátttöku ungmennafulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum (SÞ) þar sem meðal annars ungmennafulltrúum Norðurlandanna var boðið. Markmið vinnustofunar var að deila reynslu, þekkingu og hagnýtum upplýsingum sem safnast hafa hjá bæði fulltrúunum sjálfum og hjá Norrænum systursamtökum LUF. Fjallað var um það sem vel hefur tekist til og tillögur settar fram um það sem betur má fara.

Niðurstöður þessarar vinnustofu verða notaðar í Norrænan ramma sem er hugsaður sem fyrsta skrefið í vinnslu á verkfærakistu fyrir Sendinefnd LUF hjá SÞ. Kistan er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni og er henni ætlað að nýtast nýkjörnum ungmennafulltrúm hjá SÞ.
Með vinnustofunni og vinnslu verkefnisins varð til sterkara tengslanet fyrir Norrænu ungmennafulltrúanna hjá SÞ sem og á milli systursamtaka LUF á Norðurlöndunum. Verkefnið mun halda áfram að þróast og þar með er vonast til þess að norrænt samstarf muni halda áfram að styrkjast.

Þorbjörg Arna Sigrúnardóttir Jónasdóttir, verkefnastjóri LUF.