LUF býður starfsnemana, þá Gísla Örn Guðjónsson og Ólafur Daði Birgisson, velkomna til starfa.

Þeir voru ráðnir í sumarstarf í kjölfar úthlutun LUF úr Nýsköpunarsjóði námsmanna fyrir verkefninu: Greining á rekstrarstöðu ungmennafélaga á Íslandi.

Starfsnemarnir hafa þegar hafið rannsóknina og munu koma til með að vera í samskiptum við aðildarfélög LUF í sumar. Við óskum því eftir áframhaldandi góðu samstarfi við aðildarfélögin í sumar og vonum að forsvarmenn þeirra geti veitt þeim Gísla og Ólafi þær upplýsingar sem þeir þurfa til að vinna verkefnið af hendi.

Markmið þeirra er að safna gögnum sem gefa raunverulega mynd af rekstrarstöðu og rekstrarumhverfi ungmennafélaga á Íslandi.

Gísli Örn og Ólafur Daði

Verkefnið er unnið að beiðni aðildarfélaga LUF vegna hve mörg þeirra stríða við mannauðs- og fjárhagsskort. Rannsóknin samanstendur af gagnaöflun og tvíhliða greiningu, annars vegar á fjárhag grunneininganna, þ.e. áskoranir og þarfir félaganna sjálfra og hins vegar á málaflokknum í heild, þ.e. útgjöld ríkisins og skiptingu þeirra. Stefnt er að því kortleggja rekstrarumhverfi ungmennafélaga, deila góðum fordæmum í rekstrarstjórnun, kanna hvað einkennir félög sem hljóta frekar fjármagn og varpa ljósi á þá hópa ungs fólks glíma við fleiri áskoranir þegar kemur að þátttöku í hagsmuna- og félagsstarfi.